Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

82. fundur 06. desember 2000 kl. 13:00 - 15:35 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 82 - 06.12.2000

 

Ár 2000, miðvikudaginn 6. desember kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

           

Mætt voru:

            Stefán Guðmundsson

            Sigrún Alda Sighvats

            Árni Egilsson

            Jóhann Svavarsson

            Hallgrímur Ingólfsson

            Jón Örn Berndsen

           

Dagskrá:

  1. Drög að matsáætlun v. jarðgangna  á Tröllaskaga - erindi frá Skipulagsstofnun.
  2. Þönglaskáli - landskipti - áður á dagskrá 21. ágúst 2000.
  3. Bréf Náttúruverndar ríkisins 10. okt. 2000. Áður á dagskrá 25. okt. sl.
  4. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - Drög að matsáætlun - Borist hafa drög að matsáætlun vegna jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga. Erindið er sent frá Skipulagsstofnun með erindi dagsettu 28.11. sl. Óskað er eftir að umsögn verði send Skipulagsstofnun fyrir 8. desember 2000.  Nefndin telur að sérstaka áherslu þurfi að leggja á samfélagslega- og byggðarlega þróun á Norðurlandi vestra við gerð umhverfismatsins.  Nefndin bendir á að í tillögu að Svæðisskipulagi Skagafjarðar er gert ráð fyrir nýjum vegi yfir Lágheiði.


2. Þönglaskáli. Lagt fram samkomulag um landskipti milli annarsvegar Eysteins Jónssonar og hinsvegar Birgis Freys Þorleifssonar og Júlíu Sverrisdóttur. Erindinu fylgja undirritað samkomulag um landskipti og hnitsett afstöðumynd dagsett í nóvember 2000. Erindið samþykkt


3. Bréf Náttúruverndar ríkisins varðandi breytingar á Tjarnartjörn í Skagafirði var áður á dagskrá 17.10. 2000 - tæknideild var falið að afla skýrslu Náttúruverndar ríkisins, dags. 9 okt sl., varðandi þetta mál. Skýrslan liggur nú fyrir, er dagsett 9. október 2000 og undirrituð af eftirlitsráðgjafa Náttúruverndar ríkisins á Norður­landi, Sigríði Hjaltadóttur. Samþykkt að fela tæknideild að svara erindinu. Jóhann Svavarsson situr hjá við þessa afgreiðslu. Jóhann Svavarsson leggur fram eftirfarandi tillögu: "Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að leita umsagnar Náttúrustofu Norðurlands vestra á málinu" Tillaga Jóhanns felld með þremur atkvæðum gegn einu.


4. Önnur mál.

a) Á fundi nefndarinnar 15. nóvember sl. liður 1: Flæðar á Sauðárkróki, láðist að bóka bréf dagsett 19.10.2000 frá Arnóri Halldórssyni lögmanni Eikar sf. til sveitarstjóra og einnig svarbréf sveitarstjóra dagsett 9. nóvember sl.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1535