Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

44. fundur 29. september 1999 kl. 14:00 - 15:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 44 – 29.09.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 29. september kl. 1400 var umhverfis- og tækninefnd saman komin til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar Óskarsson og Ingvar Gýgjar Jónsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fellstún 17 - umsókn um breytingu á glugga.
  2. Suðurgata 2 - umsókn um uppsetningu á gervihnattamóttökudiski ofl.
  3. Reynistaður - umsókn um breytta notkun á húsi.
  4. Snjómokstur.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fellstún 17 - umsókn frá Atla Hjartarsyni og Hafdísi Skúladóttur um að stækka norðurglugga á eldhúsi.  Erindið samþykkt.

 

2. Suðurgata 2 - Baldvin Kristjánsson sækir um að setja innkeyrslu að húsinu með innakstri frá Hlíðarstíg.  Það verður gert með því að fjarlægja tvo steinsteypta staura úr girðingu að norðan verðu.  Ennfremur er sótt um að festa niður staur á lóðinni sem ætlaður er fyrir gervihnattamóttökudisk.  Bæði erindin samþykkt.

 

3. Reynistaður - Helgi Sigurðsson - umsókn um að breyta hlöðu í vélageymslu.  Samþykkt með þeim fyrirvara að uppfyllt verði þau skilyrði sem eldvaraeftirlit setur.

 

4. Snjómokstur - Hallgrímur Ingólfsson ræddi málið og varpaði því fram hvort í vetur ætti að vera svipað fyrirkomulag og sl. vetur.  Einkum varðandi heimreiða mokstur sem voru tveir á kostnað sveitarfélagsins sl. vetur á hverri heimreið.  Málið er í vinnslu hjá tæknideild og verða nánari tillögur lagðar fyrir nefndina síðar.

 

5. Önnur mál.

a) Kynnt bréf frá foreldrum barna á leikskólanum Brúsabæ og Grunnskólanum að Hólum.  Í bréfinu er kvartað yfir skólpmálum við skólana.  Tæknideildin mun skoða málið og reyna að bæta úr ágöllum.

b) Kynntar framlagðar teikningar af Ættfræðisetri sem fyrirhugað er að byggja á svokallaðri Árverslóð á Hofsósi.

c)  Umsókn um stöðuleyfi fyrir bogaskemmu (áhaldahús) á skíðasvæði Tindastóls til fimm ára, umsókn Gunnar Bj. Rögnvaldsson f.h. skíðadeildar Tindastóls.  Samþykkt með 4 atkvæðum.  Sigrún Alda óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

d)  Ingvar Gýgjar greindi frá nokkrum byggingum sem eru í gangi í héraðinu og hann taldi áhugavert fyrir nefndina að heimsækja og kynna sér á næstunni.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1540.

Stefán Guðmundsson                                                Óskar S. Óskarsson   

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson                                                             Hallgrímur Ingólfsson

Jóhann Svavarsson    

Örn Þórarinsson