Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

22. fundur 19. febrúar 1999 kl. 09:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 22 – 19.02.99

 

     Ár 1999, föstudaginn 19. febrúar kl. 900 kom umhverfis-og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar, Sauðárkróki.

     Mætt voru: Sigrún Alda Sighvats, Jóhann Svavarsson, Stefán Guðmundsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen, Ingvar G. Jónsson, Óskar S. Óskarsson og Árni Ragnarsson.  Fjarverandi vegna veðurs voru Örn Þórarinsson og Árni Egilsson.

 

DAGSKRÁ:

1. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulags-og byggingarlögum.

 

AFGREIÐSLA:

1. Tekið var fyrir bréf umhverfisnefndar Alþingis þar sem leitað var umsagnar um frumvarp til skipulags- og byggingarlaga, mál 352.  Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt. 

 

“Samkvæmt frumvarpinu virðast þau sveitarfélög, sem liggja að miðhálendinu ekki fá þann eðlilega rétt að tilnefna fulltrúa í samvinnunefnd um skipulag hálendisins.  Þannig er tekinn af sveitarfélögunum sá sjálfsagði og eðlilegi réttur að fjalla um skipulagsmál innan marka sinnar lögsögu.  Með þessu væri ein megin stoð skipulagslaganna fallin, þar sem sveitarfélög fara ótvírætt með skipulagsvald.  Umhverfis- og tækninefnd mótmælir eindregið framkomnu frumvarpi”.

 

Fleira ekki gert.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen, ritari

Jóhann Svavarsson                                                    Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

                                                                                   Óskar S. Óskarsson

                                                                                   Árni Ragnarsson