Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

14. fundur 27. nóvember 1998 kl. 13:15 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

 

 

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 14 – 27.11.98

 

            Ár 1998 föstudaginn 27. nóvember kl 13.15 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.

 

            Mættir voru:  Stefán Guðmundsson, formaður, Sigrún Alda Sighvats., Sólveig Jónasdóttir, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen og Ingvar Gýgjar Jónsson.

 

Dagskrá:

  1. Brúsabyggð 6 Hólum í Hjaltadal - lagðar fram kynningarteikningar af nemendagörðum. Teikning Björn Kristleifsson arkitekt.
  2. Grunnskólinn Hólum í Hjaltadal - lýsing á göngustíg.
  3. Íbúðarsvæði fyrir aldraða á Sauðárhæðum - málið lagt fyrir til kynningar.
  4. Marbæli á Langholti - umsókn um landskipti – Jón Helgason Sauðárkróki.
  5. Vatnsleysa í Viðvíkursveit – umsókn um landskipti – Egill Bjarnason f.h. landeigenda.
  6. Jarðgerð á Sauðárkróki – tilraunaverkefni – lagt fram til kynningar.
  7. Akurhlíð 1 Sauðárkróki – bréf Einars Sigtryggssonar f.h. eigenda.
  8. Freyjugata 18 Sauðárkróki – ákvörðun um útboð.
  9. Aðalgata 5 Sauðárkróksbakarí – bréf dags. 17.11.1998.
  10. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Lagðar fram til kynningar teikningar af nemendagörðum að Brúsabyggð 6 Hólum.  Um er að ræða tvílyft steinsteypt hús sem áformað er að innihaldi þrjár íbúðir.  Bygginganefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnægjandi teikningum.

 

2. Grunnskólinn Hólum – lýsing á göngustíg.  Erindi frá skólanefnd – bréf Rúnars Vífilssonar skólamálastjóra 9.nóv.1998.  Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

3. Íbúðasvæði fyrir aldraða á Sauðárhæðum.  Formanni og varaformanni falið að ræða við byggðarráð um lausn málsins.

 

4. Marbæli á Langholti – Jón Helgason á Sauðárkróki kt.051038-2909 óskar eftir samþykki byggingarnefndar og Sveitarstjórnar á samningi hans og Árna Sigurðssonar á Marbæli um landskipti – Leigusamningur er meðfylgjandi.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir fyrir sitt  leiti landskipti.

 

5. Egill Bjarnason óskar eftir samþykki fyrir því að skipta úr landspildu í landi jarðarinnar Vatnsleysu í Viðvíkursveit.  Um er að ræða 5,5 ha landspildu á norðurbakka Gljúfurárgils í landi jarðarinnar Vatnsleysu.  Óskað er eftir fullnægjandi uppdrætti og málinu frestað.

 

6. Tilraunaverkefni Jarðgerð á Sauðárkróki – kynnt tilraunaverkefni sem staðið hefur yfir sl. ár.  Verkefnið snýst um að jarðgera minkaskít.  Verkefnisstjóri er Helga Gunnlaugsdóttir.

 

7. Akurhlíð 1 Sauðárkróki – Verslunin Hlíðarkaup – lagt fram bréf Einars Sigtryggssonar dags. 25.11.1998 og meðfylgjandi riss af afstöðumynd.  Óskað er eftir breytingum á lóðarmörkum og stækkun á byggingareit.  Byggingarnefnd óskar eftir að gerður verði afstöðuuppdráttur af svæðinu.

 

8. Freyjugata 18 – byggingarframkvæmdir – lögð fram útboðsgögn – teikningar og verklýsingar unnar af Arkitekt Árna, Stoð ehf. og Element.

Ákveðið að bjóða verkið út í lokuðu útboði og að eftirtöldum aðilum í Skagafirði verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

 Friðrik Jónssyni ehf. Sauðárkróki

 Friðrik R. Friðrikssyni Lambeyri 

 K-Tak Sauðárkróki 

 Trésmiðjunni Borg Sauðárkróki

 Trésmiðjunni Ýr Sauðárkróki. 

Tilboð verði opnuð föstudaginn 11.des.nk. og heildarverklok verði 1.des. 1999.

 

9. Kynnt bréf frá Óttari Bjarnasyni og Guðrúnu Sölvadóttur varðandi Aðalgötu 5.  Þar er óskað eftir yfirferðarrétti yfir lóð Gúttó, Skógargötu 11 og óskað eftir því að bílastæði við Skógargötuna verði frágengin samkvæmt deiliskipulagi Gamla bæjarins.  Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og frestar afgreiðslu þar til frekari gagna hefur verið aflað.

 

10. Önnur mál. 

Engin.


Fleira ekki gert.

 

Stefán Guðmundsson                                          Jón Örn Berndsen ritari.

Sólveig Jónasdóttir                                              Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats.                                         Ingvar Gýgjar Jónsson

Jóhann Svavarsson                                              Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson