Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

128. fundur 03. júní 2002 kl. 10:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 128 

 Ár 2002, mánudaginn 3. júní kl.1000 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.           
Mætt voru:
Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson,Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen
 
Dagskrá: 
     1.      Ferðaþjónustan Hólum í Hjaltadal – umsögn um leyfi til vínveitinga
2.      Aðalgata 7, C’est La Vie – umsögn um leyfi til vínveitinga
3.      Fosshótel Áning – umsögn um leyfi til vínveitinga
4.      Árgerði - Byggingarleyfisumsókn Iðnaðarhús  Friðbjörn Jónsson
5.      Keldudalur viðbygging við fjós – Þórarinn Leifsson
6.      Bakki í Viðvíkursveit - landskipti
7.      Hólkot í Unadal – landskipti
8.      Kimbastaðir, byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Guðmundur Stefánsson
9.      Önnur mál
 
Afgreiðslur: 

  1. Ferðaþjónustan Hólum í Hjaltadal – umsögn um leyfi til vínveitinga. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ferðaþjónustunnar á Hólum í Hjaltadal, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi að Hólum. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
  1. Aðalgata 7, C’est La Vie – umsögn um leyfi til vínveitinga. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Guðmundar Tómassonar, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi á skemmtistaðnum að Aðalgötu 7. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
  1. Fosshótel Áning – umsögn um leyfi til vínveitinga  Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Vigfúsar Vigfússonar hótelstjóra, þar sem sótt er um tímabundið vínveitingarleyfi á Fosshótel Áningu á Sauðárkróki. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
  1. Árgerði - Byggingarleyfisumsókn Iðnaðarhús.  Friðbjörn Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir Iðnaðarhúsi á lóð sinni úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð. Húsið sem er 308,5 m2 og 1558 m3 er hannað af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir dagsettir í apríl 2002. Erindið samþykkt
  1. Keldudalur viðbygging við fjós – Þórarinn Leifsson fh Keldudalsbúsins ehf. óskar heimildar til að byggja við fjósið í Keldudal. Viðbyggingin er steinsteypt, hönnuð af Stoð ehf. á Sauðárkróki. Uppdrættir dagsettir í apríl 2002. Erindið samþykkt.
  1. Bakki í Viðvíkursveit – landskipti. Jóhanna Birgisdóttir  óskar heimildar til að skipta landspildu út úr landi Bakka í Viðvíkursveit. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Hjalta Þórðarsyni landfræðing á Hólum í Hjaltadal og eru mótteknir af Byggingarfulltrúa 22. maí sl. Stærð lands sem skipt er út úr jörðinni er 0,79 ha. Fyrir liggur samþykki landeiganda og afsal fyrir landspildunni. Erindið samþykkt.
  1. Hólkot í Unadal – landskipti. Hjálmar S. Sigmarsson Hólkoti í Unadal óskar heimildar til að skipta 4,9 ha landsskika út úr jörðinni Hólkoti í Unadal. Á meðfylgjandi uppdrætti sem unninn er af Stoð ehf og dagsettur er í maí 2002 er umræddur landskiki sýndur. Erindið samþykkt 
  1. Guðmundur Stefánsson og Arnfríður Arnardóttir Fellstúni 3 Sauðárkróki sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð sinni úr landi Kimbastaða. Lóðin er skilgreind á afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. sem dagsettur er í okt. 2001. Meðfylgjandi byggingarleyfisumsókninni eru aðaluppdrættir af húsinu, unnir af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form, teiknistofu á Akureyri. Hús ásamt bílgeymslu er um 247 m2 að flatarmáli, timburhús á steinsteyptum kjallara. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.
  1. Önnur mál.

Rætt um umhverfismál. Hallgrími falið, með auglýsingu, að hvetja íbúa til betri umgengni. Sérstaklega  er hér átt við iðnaðarsvæðin í Sveitarfélaginu  og svæðið meðfram Strandvegi á Sauðárkróki og út á hafnarsvæðið. 
Formaður þakkaði meðnefndarmönnum sínum og starfsmönnum gott samstarf  á kjörtímabilinu og þeir hver öðrum.    
                     Fleira ekki gert.   Fundi slitið kl. 1115
 Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar