Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

118. fundur 21. janúar 2002 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 118 - 21.01.2002

Ár 2002, mánudaginn 21. janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru:     Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, og Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
                    1.      Fjárhagsáætlun 2002.
                2.      Önnur mál.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá.
Afgreiðslur:
1.      Fjárhagsáætlun 2002.
Árni Egilsson og Sigrún Alda Sighvats óska bókað:

“Þann 12. desember 2001 fór fram fyrri umræða fjárhagsáætlunar í Umhverfis- og tækninefnd. Þar var ræddur rekstur málaflokka, en engin umræða fór fram um framkvæmdaliði. Nefndarmönnum var tjáð að þeir yrðu til ítarlegrar umræðu í nefndinni eftir áramót.
Þann 17. janúar s.l. samþykkti byggðaráð fjárhagsáætlun og vísaði henni til seinni umræðu í sveitarstjórn. Sama dag barst fundarboð UogT þar sem nefndin skuli ræða seinni umræðu fjárhagsáætlunar mánud. 21. janúar.
Þrátt fyrir fyrirspurn okkar um fjárhagsætlun á fundum nefndarinnar 9. og 16. janúar rúmaðist umræða fjárhagsáætlunar ekki á þeim fundum.
Við teljum því ekki ástæðu til að sitja undir þeim vinnubrögðum sem hér eru viðhöfð og víkjum af fundi undir þessum dagskrárlið.”

 Meirihluti umhverfis- og tækninefndar samþykkir eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2002.
Gjaldfærð fjárfesting:

  Gjöld Tekjur
08  Hreinlætismál 2.000.000 105.000
     
10 Götur og holræsi    
Gatnagerðargjöld   11.000.000
Iðutún – jarðvegsskipti 10.300.000  
Ártorg – jarðvegsskipti 1.300.000  
Forsæti – jarðvegsskipti 8.000.000  
Hásæti – malbikun 7.300.000  
Fráveitumál á Sauðárkróki 5.000.000  
Götulýsing – Varmahlíð 1.700.000  
Götulýsing – Hafnarbr. Hofsósi 1.800.000  
Plan við Miðgarð og skóla Varmah. 13.000.000 2.000.000
liður 10 samtals kr. 48.400.000 13.000.000

 

11 Almenningsgarðar og útivist    
Opin svæði 5.000.000  
 
Gjaldfærð fjárfesting
 
55.400.000
 
13.105.000

2.   Önnur mál engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1320
                                                 Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar