Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

113. fundur 28. nóvember 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 113 - 28.11.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 28. nóvember kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson, og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
        1.      Barð í Fljótum – utanhússklæðning – Símon Gestsson
        2.      Árgerði í Sæmundarhlíð – viðbygging við aðstöðuhús –
                Friðbjörn Jónsson og Anna Þ. Egonsdóttir
        3.      Skógargata 10, Sauðárkróki – byggingarleyfisumsókn og lóðarmál
                Óskar Konráðsson og Jóhanna Jónasdóttir
        4.      Birkihlíð 1, Sauðárkróki – aðkoma að lóð – Ársæll Guðmundsson
        5.      Bréf Hestamannafélagsins Léttfeta – Guðmundur Sveinsson
        6.      Svaðastaðir, Reiðhöll – umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis.
        7.      Búhöldar – Lóðir við Forsæti, bréf dags. 26.11.2001
        8.      Bréf Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla v. Umferðarmála
                við Barnaskólann
        9.      Afrit af bréfi Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla til stjórnenda FNV.
        10.  Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.      Barð í Fljótum – utanhússklæðning – Símon Gestsson óskar heimildar til að klæða utan íbúðarhúsið að Barði í Fljótum og byggja svalir og sólpall samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nú liggur fyrir jákvæð umsögn Landbúnaðarráðuneytisins fh. eiganda. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. 
2.      Árgerði í Sæmundarhlíð – viðbygging við aðstöðuhús – Friðbjörn Jónsson og Anna Þ. Egonsdóttir óska heimildar til að byggja við aðstöðuhús sitt sem er á landi  Árgerðis í Sæmundarhlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Friðbirni Jónssyni í október 2001. Erindið samþykkt.
3.      Skógargata 10, Sauðárkróki – lóðarstækkun og fyrirspurnarteikning.– Óskari Konráðssyni og Jóhönnu Jónasdóttir var úthlutuð lóðin Skógargata 10 á fundi nefndarinnar 19. september sl. Nú óska þau eftir stækkun á lóðinni um 4 m til suðurs og leggja einnig fram fyrirspurnarteikningu af húsi á lóðina. Meðfylgjandi  framlagðir uppdrættir gerðir af Stefáni Ingólfssyni arkitekt hjá Hugverki Hönnunarþjónustu, dagsettir 11.11.2001. Húsið er timbureiningahús alls um 175,4 m2 á einni hæð. Nefndin getur fallist á lóðarstækkun til suðurs enda er það í samræmi við deiliskipulag Gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki. Nefndin getur hins vegar ekki fallist á umrædda fyrirspurnarteikningu. Húsið hefur ekki enn verið aðlagað að hæðarlegu lóðarinnar hvorki hvað varðar nöfina eða aðliggjandi lóðir. Bent er á að í Sveitarfélaginu eru til hentugar lóðir fyrir  þessa húsgerð. Byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjendur.
4.      Birkihlíð 1, Sauðárkróki – Ársæll Guðmundsson, Birkihlíð 1 óskar heimildar til að gera innkeyrslu af lóð sinni Birkihlíð 1 inn á Birkihlíðina. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 19. september sl. Erindið samþykkt.
5.      Bréf Hestamannafélagsins Léttfeta – Guðmundur Sveinsson ítrekar umsókn frá í vor um heimild til lagningar reiðstígs niður með Sauðánni og að Tjarnartjörn og hesthúsasvæðinu. Erindinu er vísað til gerðar Aðalskipulags.
6.      Svaðastaðir, Reiðhöll – Óskað er eftir umsögn nefndarinnar vegna veitingar vínveitingaleyfis til eins árs í reiðhöllinni Svaðastöðum. Nefndin fellst á erindið fyrir sitt leyti.
Nú þurfti Gísli Gunnarsson að víkja af fundi.
7.      Búhöldar – Lóðir við Forsæti. Lagt fram bréf Búhölda, dags. 26.11.2001 varðandi byggingaráform við Forsæti. Þar kemur fram að á næsta ári er lágmarksbyggingarþörf Húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda 6 íbúðir á þrem parhúsalóðum. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
8.      Bréf Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla v. Umferðarmála við Barnaskólann á Sauðárkróki. Í bréfinu, sem dagsett er 20. nóvember sl., er lýst áhyggjum vegna umferðar við Barnaskólann og á Ránarstíg. Erindinu vísað til tæknifræðings Sveitarfélagsins.
9.      Afrit af bréfi Foreldra- og starfsmannafélags Árskóla til stjórnenda FNV lagt fram. Bréfið er dagsett 20. nóvember sl.
10.   Önnur mál
Fundur vegna Aðalskipulagsgerðar. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að kynna sveitarstjórn og nefndum Sveitarfélagsins vinnutillögu Skipulagsráðgjafa að Aðalskipulagi Skagafjarðar áður en hún tekur sjálf efnislega afstöðu til tillögunnar. Haldinn verður kynningarfundur nk. miðvikudag 5. desember kl. 1530 að Kaffi Krók.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1430
                                                        Jón Örn Berndsen ritar