Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

106. fundur 15. ágúst 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 106 - 15.08.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 15. ágúst kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen, og Hallgrímur Ingólfsson.
Dagskrá:
          1.      Gilstún 32, Skr., umsókn um lóðina – Ómar Bragi Stefánsson sækir um lóðina.
        2.      Umsókn um uppsetningu spennistöðvar – Jóhann Svavarsson fh. RARIK.
          
3.      Víðihlíð 9, Skr., umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu
              – Aníta Hlíf Jónasdóttir og Ólafur Rafn Ólafsson.
        4.      Furuhlíð 8, Sauðárkróki – útlitsbreyting – Tryggvi Ólafur Tryggvason
              og Helga Steinarsdóttir.
        5.      Páfastaðir – Umsókn um leyfi til til að rífa bogaskemmu – Sigurður Baldursson,
              Páfastöðum.
        6.      Gilstún 22, Sauðárkróki – Útlitsbreyting – Rúnar Símonarson.
        7.      Jarðgöng á norðanverðum Tröllaskaga – erindi frá Byggðarráði 8. ágúst sl.
        8.      Önnur mál.
                a) Fundarboð, fundur náttúruverndarnefnda og Náttúruverndar ríkisins.
                b) Frá Skipulagsstofnun, umsögn Náttúruverndarnefndar ríkisins vegna
                    Villingarnesvirkjunar.

Afgreiðslur:
1.      Gilstún 32, Sauðárkóki.  Ómar Bragi Stefánsson, Víðihlíð 27, Sauðárkróki sækir um lóðina. - Erindið samþykkt.
Stefán Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu þessa liðar.

2.      Jóhann Svavarsson, rafveitustjóri, fh. RARIK óskar heimildar til að setja  spennistöðvarhús á lögn í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Húsið er um 3,5 m2 að grunnfleti og hæð þess um 2,5 m. - Erindið samþykkt.
Jóhann Svavarsson tekur ekki  þátt í afgreiðslu þessa liðar.

3.      Víðihlíð 9, Sauðárkróki. Aníta Hlíf Jónasdóttir og Ólafur Rafn Ólafsson, Víðihlíð 9, sækja um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf., Eyjólfi Þór Þórarinssyni og eru dagsettir í júní 2001. - Erindið samþykkt.
4.      Furuhlíð 8, Sauðárkróki. Tryggvi Ólafur Tryggvason og Helga Steinarsdóttir óska heimildar til að setja dyr á austurhlið hússins og breyta innri gerð þess í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti, sem gerðir eru af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni og dagsettir eru í júlí 2001. Fyrir liggur samþykki nágranna. - Erindið samþykkt.
5.      Páfastaðir - Sigurður Baldursson, Páfastöðum, óskar heimildar til að rífa bogaskemmu sem er á jörðinni og reist var árið 1966. - Erindið samþykkt.
6.      Gilstún 22, Sauðárkróki. Rúnar Símonarson sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum uppdráttum af einbýlishúsi, sem er í byggingu á lóðinni nr. 22 við Gilstún. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Staðalhús, Síðumúla 31, Sigurði P. Kristjánssyni.  Breytingin  felst í því að gluggi á suðurhlið hússins er færður til. Þá er aðkomu að húsinu breytt í samræmi við samþykkt Umhverfis- og tækninefndar frá 20. júní sl. - Erindið samþykkt.
7.      Jarðgöng á norðanverðum Tröllaskaga – erindi frá Byggðarráði 8. ágúst sl. Með bréfi, dagsettu 31. júlí 2001, til sveitarstjóra óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Er þetta gert í samræmi við við 10. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.  Byggðarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 8. ágúst sl. og vísaði þá erindinu til Umhverfis- og tækninefndar. - Erindinu nú vísað til tæknideildar til skoðunar.
8.      Önnur mál.
a)         Lagt fram bréf, fundarboð Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda. Fundurinn er sameginlegur fundur Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda af landinu öllu og verður haldinn á Hellissandi dagana 28. og 29. september nk.
b)         Frá Skipulagsstofnun, afrit af umsögn Náttúruverndar ríkisins til Skipulagsstofnunar vegna Villinganesvirkjunar í Skagafirði lögð fram. Umsögnin er dagsett 10. ágúst 2001.
c)         Rætt um ferð á Hofsafrétt vegna gerðar aðalskipulags.
                                                            Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1420
Jón Örn Berndsen ritar