Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

103. fundur 25. júlí 2001 kl. 08:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 103 - 25.07.2001

            Ár 2001 miðvikudaginn 25. júlí kl. 830 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
            Mætt undirrituð.
DAGSKRÁ:
      1.      Kosning varaformanns.
2.      Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki - áhorfendapallar.
3.      Sólgarðaskóli - breytingar.
4.      Búðartunga - afstöðumynd og vegagerð.
5.      Bréf Þorsteins Ólasonar og Guðrúnar Sigtryggsdóttur, Víðihlíð 5.
6.      Lindarbær - vélageymsla, byggingarleyfi - Sigmar Jóhannsson.
7.      Breytingar á Skagfirðingabraut við Árskóla.
8.      Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
 1.      Kosning varaformanns nefndarinnar. Uppástunga kom um Jóhann Svavarsson og var        hún samþykkt. 
2.      Áhorfendapallar við íþróttavöllinn á Sauðárkróki. Fyrirhugaðir pallar eru úr timbri og verða í brekkunni vestan við grasvöllinn og eiga að rúma um 300 manns í sæti. Samþykkt. 
3.      Sólgarðaskóli - breytingar felast í að sett verður hurð í stað glugga á suðurhlið hússins vegna tilfærslu á leikskóla. Ennfremur smávægilegar breytingar innanhúss vegna færslu á skrifstofu skólastjóra.  Samþykkt. 
4.      Búðartunga í Fljótum - Fyrir liggur afstöðumynd gerð af verkfræðistofunni Stoð. Sótt er um að gera vegslóða frá Siglufjarðarvegi að fyrirhuguðu sumarhúsi sem reist verður ca 50m. frá Miklavatni. Umsókn Guðbrandur J. Ólafsson f.h. eigenda landspildunnar. Með umsókninni fylgdu umsagnir skipulagsstofnunar og vegagerðarinnar. Erindið samþykkt. 
5.      Bréf Þorsteins og Guðrúnar, Víðihlíð 5, Sauðárkróki, þar sem óskað er eftir viðræðum og samvinnu um frágang lóðarinnar við húsið. Samþykkt að vísa málinu til Tæknideildarinnar til úrvinnslu. 
6.      Umsókn um að byggja vélageymslu á Lindarbæ í Sæmundarhlíð. Umsókn Sigmars Jóhannssonar. Áður á dagskrá 20. júní sl. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar sem gerir ekki athugasemdir við bygginguna. Samþykkt. 
7.      Breytingar á Skagfirðingabraut við Árskóla - Tæknideild sveitarfélagsins. Breytingarnar felast í stækkun á stæði fyrir skóla- og einkabíla beggja vegna Skagfirðingabrautar norðan gangbrautar gegnt skólanum. Samþykkt. Miklar umræður urðu um að- og frákeyrslu að skólanum og var ákveðið að ræða við tæknideildina um þau mál síðar. 
8.      Önnur mál.
Formaður ræddi um hvort ekki væri ástæða til að nefndin færi í skoðunarferð á fyrirhugað virkjunarsvæði við Villinganes. Samþykkt að fela tæknideildinni að koma þessari ferð á.

Stefán Guðmundsson                                                 Sigurður H. Ingvarsson
Jóhann Svavarsson                                                    Óskar Óskarsson
Sigrún Alda Sighvats
Örn Þórarinsson
Árni Egilsson