Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

92. fundur 22. mars 2001 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 92 - 22.03.2001

Ár 2001, fimmtudaginn 22. mars kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar. Til fundarins eru einnig boðaðir fulltrúar í  byggðarráði, sveitarstjóri og heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra. 
Mætt voru:  
Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, og Helgi Thorarensen fulltrúar í Umhverfis- og tækninefnd, byggðarráðsfulltrúinn Ingibjörg Hafstað, Snorri B. Sigurðsson sveitarstjóri, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar Páll Ingvarsson  og Jón Örn Berndsen frá tæknideild Sveitarfélagsins.

Stefán Guðmundsson setti fund, og bauð velkomna fundarmenn.
Dagskrá:
                1.      Skýrsla um fráveitumál á Sauðárkróki
                2.      Önnur mál

Afgreiðslur:
1.      Lögð fram forhönnunarskýrsla um fráveitumál á Sauðárkróki og tillögur að lausnum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um fráveitumál. Skýrslan, sem unnin er fyrir Sveitarfélagið af verkfræðistofunum Stoð á Sauðárkróki og Línuhönnun í Reykjavík, var áður til umfjöllunar á fundi Umhverfis- og tækninefndar 28. febrúar sl. Á fundinn mættu  Eyjólfur Þór Þórarinsson frá Stoð og Hafsteinn Helgason frá Línuhönnun og fóru yfir efni skýrslunnar og skýrðu það. Í skýrslunni eru teknir fyrir þrír valkostir til lausnar í fráveitumálum Sauðárkróks og mælt er með að valkostur 2 verði valinn sem lausn. Hann gerir ráð fyrir einni hreinsistöð á Borgarsandi og einni aðalútrás. Af Eyrinni verði tvær minni útrásir. Kostnaður er áætlaður um 280 milljónir króna og árlegur rekstrarkostnaður kerfisins um 10,5 milljónir króna. Gerð er tillaga um að framkvæmdum verði áfangaskipt og að framkvæmdir dreifist á fimm ára tímabil.  Um skýrsluna urðu miklar umræður svo og einnig um þann laga- og reglugerðarramma sem er um þennan málaflokk, fráveitumálin.
2.      Önnur mál. – engin.
Stefán sleit fundi og þakkaði fundarmönnum fundarsetu og ráðgjöfum fyrir góða kynningu á málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1517
                                                            Ritari:  Jón Örn Berndsen