Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

30. fundur 16. júní 2008 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - Suðurgarður - útboð 2008

Málsnúmer 0806045Vakta málsnúmer

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í byggingu Suðurgarðs við Sauðárkrókshöfn samkvæmt útboðs og verklýsingu gerðri í júní 2008. Verkið felst í að byggja um 350 m langan skjólgarð að sunnanverðu í höfninni og leggja fráveitulögn fram garðinn að hluta. Helstu magntölur vegna verksins eru um 11.300 m3 af sprengdu grjóti, um 43.000 m3 af sprengdum kjarna og um 150 m fráveitulögn. Verklok samkvæmt útboðsgögnum 1. febrúar 2009. Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir útboðið. Gert er ráð fyrir byggingu Suðurgarðs í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins. Viðbótarfjárveitingu þarf vegna fráveitulagnar í garðinum og er erindinu vísað til byggðarráðs hvað það varðar.

2.Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárhækkun 1. júlí 2008.

Málsnúmer 0806044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga hafnarvarðar, Gunnars Steingrímssonar, varðandi hækkun á gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir. Tillagan gerir ráð fyrir að verð á rafmagni hækki um 6 % og að útseld vinna hækki um 11,8 %. Breytingarnar taki gildi 1. júlí 2008. Tillagan lögð fram vegna hækkana á gjaldskrá RARIK og almennra verðhækkana. Tillaga hafnarvarðar samþykkt.

3.Hofsóshöfn - framkvæmdir 2008

Málsnúmer 0806046Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála. Lokið er lagfæringum á grjótvörn í kverk við aðkomu að höfninni. Skoða þarf með fjármagn til að lagfæra aðkomu að höfninni.

Gunnar Steingrímsson hafnarvörður vék nú af fundi nefndarinnar

4.Leikvellir á Sauðárkróki

Málsnúmer 0806047Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar komu Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar. Farið var yfir gerð og stærð leikvalla og ástand þeirra. Búið er að fjarlægja öll leiktæki sem ekki eru talin uppfylla öryggisstaðla. Samþykkt að óska eftir Aðalskoðun á leikvöllum Sveitarfélagsins og Helgu garðyrkjustjóra falið að fylgja því máli eftir. Samþykkt að endurskoða heildarskipulagningu leiksvæða og gerð verði framkvæmdaáætlun um leiksvæðin. Því erindi vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

5.Brotajárn - hreinsun júní 2008

Málsnúmer 0806048Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir að um 2300 tonn af brotajárni hafi sl. fimmtudag verið flutt burt um Sauðárkrókshöfn til endurvinnslu. Nefndin fagnar þessum áfanga í umhverfismálum. Hreinsun á brotajárnssvæðinu liggur nú fyrir.

6.Umgengismál - umgengni á einkalóðum

Málsnúmer 0806049Vakta málsnúmer

Umgengni á einkalóðum. Tekið fyrir erindi nokkurra íbúa sem kvarta undan slæmri umgengni á nágrannalóð. Ákveðið að skrifa viðkomandi og óska eftir úrbótum.

Fundi slitið - kl. 17:00.