Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

52. fundur 11. janúar 2010 kl. 08:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarhafnir - ársyfirlit 2009

Málsnúmer 1001088Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir yfirlit yfir hafnarstarfsemi 2009 ? Gunnar Steingrímsson hafnarvörður kynnti yfirlit ársins 2009 yfir skipakomur og landaðan afla í Skagafirði.
Skipakomum flutningaskipa í Sauðárkrókshöfn hefur fækkað milli ára um tíu skip.Samtals er hér um að ræða 48.000 brúttótonn, var árið 2008 80.969 brúttótonn. Aukning er í lönduðum afla um 1.518 tonn. Samtals komu rúm 11.985 tonn á land.
Í Hofsóshöfn var einnig aukning í lönduðum afla 627 brúttótonn. Landaður afli á Hofsósi var um 1.360 tonn. Í Haganesvík var landað 60 kílóum.

2.Hafnarsjóður: Samgönguáætlun 2009-2012, viðskiptaáætlun

Málsnúmer 0912120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf Siglingastofnunar dagsett 15.12.2009 undirritað af Sigurði Áss Grétarssyni og varðar Samgönguáætlun 2009-2012, viðskiptaáætlun hafnarsjóðs. Til stóð að leggja áætlunina fram á Alþingi veturinn 2008-2009 en úr því varð ekki. Nú er þráðurinn tekinn upp aftur. Verkefni hjá Skagafjarðarhöfnum sem Siglingastofnun hefur heimild til að styrkja samkvæmt 24. grein hafnarlaga nr. 61/2003 m.s.b eru lenging Sandfangara í Sauðárkrókshöfn um 30 m og viðhaldsdýpkun í Sauðárkrókshöfn, áætlað 25.000 rúmmetrar. Áætlaður kostnaður við þessi verk er 34 milljónir króna vegna lengingar sandfangara og 19 milljónir króna vegna dýpkunar. Upphæðir eru m. vsk. Samþykkt að óska eftir við Siglingastofnun að í þessi verkefni verði ráðist og sviðsstjóra falið að fylla út viðskiptaáætlun vegna verksins og senda Siglingastofnun. Áætlaður kostnaður Skagafjarðarhafna vegna verkþátta þessara er um 10.7 milljónir króna. Samþykkt að óska eftir við Siglingastofnun að dýptarmæla höfnina.

Fundi slitið.