Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

46. fundur 19. október 2009 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Snjómokstur

Málsnúmer 0906068Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 8. október sl voru opnuð tilboð í vetrarþjónustu, snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki.

tilboð bárust frá Steypustöð Skagafjarðar, Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar og Víðimelsbræðrum. Tilboðsupphæðir og tækjalistar fyrirtækjanna hafa verið yfirfarnir og bornir saman. Samþykkt að ganga til samninga við Víðimelsbræður á grundvelli tilboðs þeirra sem var hagstæðast.

2.Bæklingur v/flokkunar sorps

Málsnúmer 0910065Vakta málsnúmer

Rætt um kynningarbækling sem er í vinnslu vegna fyrirhugaðrar sorpflokkunar sem fara á í um næstu áramót í þéttbýlisstöðunum í Skagafirði.

3.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlun 2010 og þann fjárhagsramma fyrir málaflokka aðalsjóðs sem byggðarráð hefur vísað út til nefnda.


Fundi slitið - kl. 18:00.