Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

178. fundur 08. mars 2021 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Flokka ehf. - Upplýsingar um enduvinnslu

Málsnúmer 2103049Vakta málsnúmer

Starfsfólk Flokku kynna fyrir nefndini hvað hefur áunnist seinustu þrjú ár í endurvinnslu. Einnig verður farið yfir ýmis mál sem tengjast sorphirðu og urðun.

Nefndin þakkar starfsmönnum Flokku fyrir greinargóðar upplýsingar og góðar umræður.
Ómar Kjartansson og Helga Dóra Lúðvíksdóttir sátu þennan lið.

2.Rækjuvinnslan Dögun - tímabundinn lóðarleigusamningur vegna frystigáma

Málsnúmer 2001089Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. janúar 2020 er Dögun ehf. kt. 550284-0659. leigð tímabundið lóð/landspildu, nánar tiltekið austan lóðarinnar Hesteyri 1, L143444.

Sviðsstjóri fór yfir samninginn og var honum falið að sjá um endlegan frágang og undirritun samningsins.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

3.Háeyri 6 - Ósk til byggðarráðs

Málsnúmer 2102229Vakta málsnúmer

Með dagsettu bréfi 28. desember 2020 frá Hafnarsjóði hefur leigusamningi verið sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og Fiskmarkaði Íslands hf gert að rýma húsnæðið fyrir kl 13:00 þann 30.06.2021. Fiskmarkaður Íslands hf óskar eftir að fá framlengingu á leigusamningi til áramóta eða 31.12.2021.

Nefndin samþykkir að Fiskmarkaður Íslands hf leigi húsnæðið til 31.okt. 2021. Greiðslur verða í samræmi við núgildandi leigusamning.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

4.Gerð viðbragðsáætlana vegna loftgæða - kynning

Málsnúmer 2004254Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skýrsla um viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra vegna loftmengunar.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

5.Viðbragðsáætlanir hafna 2021 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 2101263Vakta málsnúmer

Dagur Þór Baldvinsson lagði fram til kynningar skýrsla um viðbragðáætlun Skagafjarðarhafna sem unnin var í febrúar 2021.

Nefndin þakkaði Degi fyrir greinargóða framsetningu.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

6.Hofsós - Hafnarsvæði - Sjóvarnir

Málsnúmer 2004021Vakta málsnúmer

Lögð voru fram kynningar gögn frá Vegagerðinni er varða hafnarframkvæmdir í Hofsósi.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

7.Hólakot Unadal - Breyting á vegi.

Málsnúmer 2103075Vakta málsnúmer

Beiðni frá Jakobínu Helgu Hjálmarsdóttur um að færa veg nr. 7827 Hólkotsveg fjær Hólkotsbænum þar sem hann liggur í gegnum bæjarhlaðið á Hólkoti.

Nefndin telur að færsla eða breytingar á þessum vegi falli ekki innan verkahrings Sveitarfélagsins. Mögulega er hægt að sækja um styrk til framkvæmdarinnar til Vegagerðarinnar og er viðkomandi bent á að hafa samband við Vegagerðina.

8.Steinsstaðir - fyrirspurn vegna sorphirðu

Málsnúmer 2103072Vakta málsnúmer

Finnur Sigurðarson leggur fram fyrirspurn um stöðu sorphirðu á Steinssöðum. Hann veltir fyrir sér hvernig standi á því að ekki sé náð í rusl heim að íbúðarhúsum í Þéttbýliskjarnanum Steinsstöðum líkt og öðrum þéttbýliskjörnum í Skagafirði.

Við undirbúning útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði er unnið að endurskipulagningu málaflokksins í heild sinni. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á sophirðu á Steinsstöðum fyrr en að nýr samningur hefur verið gerður og tekið gildi. Gert er ráð fyrir að nýr samningur taki gildi á þessu ári.
Málið er í skoðun hjá Sveitarfélaginu er varðar stöðu Steinsstaða sem þéttbýliskjarna.

Fundi slitið - kl. 12:00.