Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

163. fundur 27. nóvember 2019 kl. 10:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, sat fyrstu þrjá liði fundarins.

1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki

Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til samþykktar drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags hafnarsvæðisins á Sauðárkróki. Drögin eru unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. og eru dagsett 25.11.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og vísar til byggðarráðs.

2.Aðild að Cruise Europe

Málsnúmer 1909175Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir fundinn tölvupóstur frá Cruise Europe um starfssemi félagsins og aðildagjöld.
Hafnarstjóri leggur til að Skagafjarðarhafnir gerist aðildarfélagi í Cruise Europe til að markaðssetja Skagafjörð sem áfangastað skemmtiferðaskipa.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðild Skagafjarðarhafna að Cruise Europe og að aðildargjöld og annar kostnaður greiðist af hafnarsjóði.

3.Verðandi - miðstöð endurnýtingar

Málsnúmer 1908136Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til samþykktar drög af leigusamningi á milli Sveitarfélagsins og Verðandi - miðstöð endurnýtingar um afnot Verðandi af gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög af leigusamningi og felur sviðstjóra og hafnarstjóra að ganga frá samningnum.

4.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020

Málsnúmer 1910266Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020.
Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum.
Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána;
"Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfráls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni."
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

5.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að viljayfirlýsingu á milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwanisklúbbinn Freyju.

6.Hundasvæði á Sauðárkróki

Málsnúmer 1708091Vakta málsnúmer

Frágangi á hundasvæði á Sauðárkróki er að ljúka. Búið er að steypa niður girðingastaura og unnið er að uppsetningu girðingar ásamt göngu- og aksturshliða.
Settar verða upp umgengnisreglur um svæðið áður en það verður tekið í notkun.

7.Sauðárgil - hönnun og skipulag

Málsnúmer 1803212Vakta málsnúmer

Lagðar voru fyrir fundinn endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili.
Teikningar eru unnar af Teiknistofu Norðurlands, dagsettar 12.11.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að efnisútvegun innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.

8.Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 1911111Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er nýútgefinn upplýsingabæklingur sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013

Fundi slitið - kl. 11:20.