Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

155. fundur 26. apríl 2019 kl. 11:00 - 12:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fundagerðir Siglingarráðs Hafnasambands

Málsnúmer 1904154Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Siglingaráðs, fundargerðir 8 til 10.

2.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Málsnúmer 1904145Vakta málsnúmer

Lögð var fram umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í bókun á 864. fundi byggðarráðs Skagafjarðar varðandi stofnun þjóðgarða.

3.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1904144Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um mat á umhverfisáhrifum.

4.Merkingar á gámasvæðum í dreifbýli

Málsnúmer 1904125Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur að skiltum til merkinga á gámasvæðum í Sveitarfélaginu.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að útbúa og koma fyrir merkingum á gámasvæðum.

5.Umhverfisdagar 2019

Málsnúmer 1901192Vakta málsnúmer

Rætt var fyrirkomulag umhverfisdaga í Skagafirði dagana 15. til 18. maí nk.
Sigfús Ólafur Guðmundsson og Helga Gunnlaugsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 12:35.