Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

150. fundur 07. febrúar 2019 kl. 17:00 - 18:42 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1. liður fundar var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.
1. lið fundar sátu fulltrúar frá Verkfræðistofunni Stoð, Eyjólfur Þórarinsso, Árni Ragnarsson og Björn Magnús Árnason.
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, sat fyrsta lið fundar.

1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki

Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer

Sameiginlegur fundur skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
Undirbúningsvinna fyrir gerð endurskoðaðs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki er hafin.
Farið var yfir ýmis fyrirliggjandi gögn vegna skipulagsgerðarinnar, m.a. drög að verklýsingu, drög að skipulagslýsingu frá 2016 og frumhugmyndir siglingasviðs Vegagerðarinnar að stækkun Sauðárkrókshafnar frá árinu 2014.
Í drögum að verklýsingu er stutt lýsing á viðfangsefnum endurskoðunar á skipulagi, nálgun skipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.
Verkfræðistofan Stoð ehf á Sauðárkróki verður ráðgjafi Sveitarfélagsins við gerð deiliskipulagsins og sátu fulltrúar Verkfræðistofunnar fundinn.
Fyrirhugað er að halda fund með hagsmunaaðilum þar sem þeim verður gefinn kostur á að koma á framfæri sínum viðhorfum.

2.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og fagnar frumkvæði Kiwanisklúbbsins Freyju. Fulltrúum frá klúbbnum er boðið að koma á næsta fund nefndarinnar til að kynna málið frekar.

Fundi slitið - kl. 18:42.