Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

143. fundur 04. september 2018 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson aðalm.
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
  • Dagur Þór Baldvinsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Stefán Vagn Stefánsson
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Formlegt erindi um stækkun á húsnæði landvinnslu Fisk Seafood

Málsnúmer 1808093Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir formlegt erindi frá FISK Seafood hf um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins. Í erindinu er gert ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði sem nær lengra fram á hafnarkantinn en núverandi byggingar. Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt skipulags- og byggingarnefnd sátu sameiginlegan kynningarfund í húsnæði FISK Seafood þann 28. ágúst sl. þar sem farið var yfir hugmyndir um stækkun ásamt heildarskipulagi hafnarsvæðisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindi FISK Seafood og fagnar uppbyggingu á höfninni og áformum um eflingu starfseminnar þar. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum frá fyrirtækinu. Nefndin leggur til við skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við hafnarsvæðið.

VG og óháð óska bókað undir þessum lið;
Fagna ber áformum um áframhaldandi uppbyggingu á hafnsækinni atvinnustarfsemi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hinsvegar verður að tryggja að uppbygging á hafnarsvæðinu samræmist fyrirhuguðu heildarskipulagi hafnarsvæðisins. Ekki verði farið í viðamiklar framkvæmdir fyrr en það skipulag liggur fyrir. Einnig þarf að leita álits yfirhafnarvarðar/hafnarstjóra og annarra hagsmunaaðila á umræddum framkvæmdum.

Byggðalistinn óskar bókað undir þessum lið;
Erindið er brýnt og mikilvægt að veita skýr svör um möguleika Fisk seafood til stækkunar landvinnslu húsnæðis. Byggðalistinn gerir athugasemdir við svo mikla stækkun byggingarreits í átt að bryggjukantinum, og vill leggja til að útlínur byggingarreits verði þannig að fjarlægð frá bryggjukanti verði ekki minni en 28.13 metrar.



2.Húsaleigusamningur - Háeyri 6

Málsnúmer 1809013Vakta málsnúmer

Lagður var fram til samþykktar leigusamningur á milli Skagafjarðarhafna og Fiskmarkaðar Íslands vegna leigu hins síðarnefnda á hluta húsnæðis við Háeyri 6 undir starfsemi fiskmarkaðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirlagðan leigusamning.

3.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018

Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer

Farið var yfir dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn. Síðustu vikur hefur verið unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar á dýpkunarskipinu Galilei frá Belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Dýpkaður hefur verið snúningshringur innan hafnarinnar ásamt því að dýpkað var við innsiglingu inn í höfnina. Dýpkunin gekk vel en nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna fasts efnis í botni og fíns efnis á yfirborði innan hafnarinnar. Framkvæmdum lauk um síðastliðna helgi.

4.Sorphirða - Raftahlíð

Málsnúmer 1808078Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi frá sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna staðsetningu og frágangs sorpíláta við Raftahlíð á Sauðárkróki. Um er að ræða stór kör undir sorp og er staðsetning þeirra og frágangur óviðundandi út frá sjónarmiði brunavarna. Sviðstjóra er falið að finna lausn á málinu í samráði við íbúa og þjónustuaðila sorphirðu við fyrsta tækifæri.

5.Sorphirða í dreifbýli

Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer

Farið var yfir ýmsar hugmyndir á breytingum varðandi sorphirðu í dreifbýli í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 11:00.