Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

121. fundur 12. september 2016 kl. 15:00 - 15:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Ágúst Gíslason yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, yfirhafnavörður, sat 1. og 2. lið fundar.

1.Norðurgarður Hofsósi - skemmdir á viðlegukanti

Málsnúmer 1609117Vakta málsnúmer

Kynnt var fyrir fundarmönnum ástand Norðurgarðs á Hofsósi. Löndunarkrani er á bryggjunni og er hún aðallega notuð til löndunar, lítið er um viðlegu báta við bryggjuna.
Bryggjan, sem er um 100m að lengd, er að mestu steypt og er steypan farin að láta verulega á sjá. Á nokkrum stöðum hefur myndast holrúm undir steypta þekju og ljóst að fara verður í lagfæringar á bryggjunni.
Ástand bryggjunar var kannað í síðustu viku og teknar ljósmyndir af skemmdum.
Í kjölfarið var sent óformlegt erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar og hefur því verið svarað. Í svarinu er farið yfir mögulegar leiðir til viðgerða á bryggjunni og líst yfir vilja til að aðstoða við mat og undirbúning á þeim.
Sviðstjóra falið að vinna að kostnaðarmati á viðgerðum í samráði við Vegagerðina.

2.Hafnasambandsþing okt 2016

Málsnúmer 1605065Vakta málsnúmer

40. Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið á Ísafirði dagana 13. og 14. október nk. og verður þingið haldið á Ísafirði að þessu sinni.
Fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verða Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, Einar Ágúst Gíslason, yfirhafnavörður, Indriði Þór Einarsson, sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Sigríður Magnúsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Yfirhafnavörður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar fara með atkvæðisrétt fyrir hönd Skagafjarðarhafna.

3.Flokkun á sorpi í dreifbýli

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fór yfir stöðu mála vegna flokkunar í dreifbýli.
Verið er að vinna í útfærslu á flokkun í dreifbýli sem tekin verður fyrir á næsta fundi.

4.Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur

Málsnúmer 1503180Vakta málsnúmer

Hafin er undirbúningsvinna vegna hönnunar á gámasvæði í Varmahlíð.
Hönnunardrög verða lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Gámasvæði á Sauðárkróki - stækkun

Málsnúmer 1609086Vakta málsnúmer

Á Sauðárkróki hefur um árabil verið boðið upp á geymslustað fyrir gáma og aðra stærri hluti gegn vægu árgjaldi. Svæðið er staðsett á milli Borgarteigs og Sauðárkróksbrautar, sunnan við geymslulóð Vegagerðarinnar. Nú er svo komið að gámasvæðið hefur verið fullnýtt í nokkurn tíma og eftirspurn eftir geymslusvæði er enn til staðar. Möguleiki er að stækka núverandi svæði til suðurs um a.m.k. helming.
Nefndin leggur til að stækkun á gámasvæði verði sett inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

6.Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf - Beiðni um geymslusvæði.

Málsnúmer 1606148Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Ó.K. Gámaþjónustu um geymslusvæði fyrir gáma upp á Gránumóum við Sauðárkrók.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en felur sviðstjóra að kanna nánar umfang og útfærslu á geymslusvæðinu.

7.Umhverfi Sauðármýrar 3

Málsnúmer 1609116Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Trausta Jóel Helgasyni, formanni Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar, fyrir hönd íbúa í Sauðármýri 3. Í erindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið gangi betur frá svæðinu í kringum Sauðá á milli Skagfirðingabrautar og Borgargerðis, sunnan við Sauðármýri 3.
Nefndin þakkar fyrir erindið og felur sviðstjóra að afmarka svæðið frekar og koma með tillögu að úrbótum fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 15:50.