Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

113. fundur 21. september 2015 kl. 15:00 - 15:55 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir varam.
  • Jón Gísli Jóhannesson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, starfsmaður Skagafjarðarhafna, sat fyrsta lið fundar.

1.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Þann 12. ágúst sl. sendu Skagafjarðarhafnir erindi til Fagráðs um hafnamál varðandi flýtingu framkvæmda við varnargarð við smábátahöfn á Sauðárkróki. Í erindinu var farið þess á leit við fagráðið að framkvæmdum við varnargarðinn yrði flýtt til ársins 2015.
Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 16. september sl. og var beiðnin samþykkt gegn því að sveitarfélagið fjármagni verkið þar til að fjárveitingu kæmi.
Nefndin leggur til að verkinu verði flýtt sem kostur er að því gefnu að fjárveiting frá ríki sé tryggð á næsta ári.
Lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna 25% hluta sveitarfélagsins af framkvæmdakostnaði.

2.Snjómokstur á Sauðárkróki - útboð 2015 til 2018.

Málsnúmer 1509263Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að útboðsgögnum vegna snjómokstur á Sauðárkróki fyrir árin 2015 til 2018.
Nefndin leggur til að rætt verði við verktaka um mögulegar breytingar á skipulagi snjómoksturs. Formanni og sviðstjóra falið að boða verktaka á fund.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - Hreinlætismál

Málsnúmer 1411141Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2015 fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1411142Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2015 fyrir málaflokk 10 - umferðar- og samgöngumál.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - Umhverfismál

Málsnúmer 1411089Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2015 fyrir málaflokk 11 - umhverfismál.

Fundi slitið - kl. 15:55.