Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

83. fundur 27. febrúar 2013 kl. 15:00 - 15:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat 1. lið fundar og vék síðan af fundi.

1.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð vegna nýrrar flotbryggju við Suðurgarð. Fimm tilboð bárust í allt og 3 frávikstilboð. Lægsta tilboð var frá Króla ehf. Samþykkt var að ganga til samninga við Króla ehf.

2.Ósk um endurnýjun á leigusamningi

Málsnúmer 1206071Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með endurskoðun og framlengingu leigusamnings til 25 ára en með gagnkvæmu uppsagnarákvæði eftir 5 ár. Nefndin hefur ekki athugasemdir við leyfisveitingu á umbeðnum svæðum til æfingaaksturs.
Málinu vísað til Byggðaráðs.

3.Niðurfelling vega af vegaskrá. Vegir á Hofsósi

Málsnúmer 1302035Vakta málsnúmer

Bréf fra Vegagerðinni lagt fram til kynningar.

4.Samgönguáætlun 2011-2022

Málsnúmer 1302142Vakta málsnúmer

Samgönguáætlun lögð fram til kynningar.

5.Fuglaskoðunarhús

Málsnúmer 1302209Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar vinnuhópi um fuglatengda ferðaþjónustu fyrir sýndan áhuga og sviðsstjóra falið að koma verkinu af stað með viðeigandi hætti. Stefnt er að því koma húsinu upp við Tjarnartjörn fyrir vorið.

6.Ósk um umsögn - drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins

Málsnúmer 1302210Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um umsögn frá Umhverfisstofnun vegna reglugerðar um eftirlit UST með náttúru landsins.

Fundi slitið - kl. 15:50.