Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

102. fundur 29. september 2014 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn - Pappírsgámur við Ketilás í Fljótum

Málsnúmer 1407019Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn áætlun um kostnað vegna pappírsgáms við Ketilás í Fljótum. Kostnaður er áætlaður um 100.000 á mánuði. Nefndin leggur til að taka málið til skoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2015.

2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur gefið út endanleg fyrirmæli um frágang og vöktun vegna gömlu sorphaugana á Skarðsmóum. Samkvæmt fyrirmælunum skal Sveitarfélagið sjá um vöktun á svæðinu. Vöktunin felst aðallega í sýnatökum á yfirborðsvatni og grunnvatni við urðunarstaðinn. Í fyrirmælunum kemur fram að frágangi svæðisins eigi að vera lokið fyrir árslok 2015. Starfsleyfi urðunarstaðarins er enn í gildi en stefnt er að því að skila því inn til Umhverfisstofnunnar innan skamms.

3.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Farið var af stað í tilraunaverkefni með flokkun á sorpi í Hegranesi í byrjun ágúst.
Nú er búið að hirða sorp í Hegranesi þrisvar sinnum og hefur árangurinn verið þokkalegur, um 150kg af endurvinnanlegu sorpi og 550kg af rusli hefur verið safnað í hverri ferð. Það er ljóst að hægt er að lengja bil milli sorphirðu ferða upp 3 vikur yfir vetrarmánuðina. Flokkun í Hegranesi verður haldið áfram út október og árangur og kostnaður metinn eftir að verkefninu lýkur.

4.Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna

Málsnúmer 1406238Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og sviðsstjóri sátu haustfund Hafnasambands Íslands 4. og 5. september sl. í Fjalla- og Dalvíkurbyggð.
Þar var m.a. fjallað um skýrsluna "Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna" en þar kemur m.a. fram "að beint framlag íslenskra hafna er um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti er óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig."

5.Sauðárkrókshöfn - dýpkun

Málsnúmer 1404155Vakta málsnúmer

Samkvæmt Siglingasviði Vegagerðarinnar er stefnt á dýpkun í Sauðárkrókshöfn í október. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um tímasetningu dýpkunar.

6.Framkvæmdir 2014

Málsnúmer 1402314Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda á árinu.

7.Lausaganga hunda - fyrirspurn

Málsnúmer 1409195Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn vegna lausagöngu hunda á Sauðárkróki og útivistarsvæðum í og við bæinn. Sviðsstjóra falið að auglýsa bann við lausagöngu hunda innan bæjarmarka. Verið er að vinna í að finna hentugt afgirt svæði fyrir hunda.

8.Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli

Málsnúmer 1409153Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirkomulags vetrarþjónustu á Hofsósi. Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin ætli ekki að sinna vetrarþjónustu á Norðurbraut frá Skólagötu að hafnarsvæði eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin gerir athugasemd við það að Norðurbraut verði ekki þjónustuð með sama hætti og verið hefur.

9.Eyrarvegur 18 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1409156Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn frá FISK Seafood vegna byggingu skýlis við hráefnismóttöku frystihúss.
Nefndin gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 17:00.