Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

10. fundur 05. mars 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 10 – 5. mars 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 5. mars kl 1630  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1.      Samgönguáætlun 2007-2010 –
2.      Umsókn um land – erindi sent frá Byggðarráði
3.      Hafnarlög – frumvarp til laga
4.      Meðhöndlun úrgangs - skýrslugjöf sveitarfélaga – bréf UST – dags 27.02.2007
5.      Önnur mál.
           
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega nýjan nefndarmann Sigurlaugu Rún Brynleifsdóttur.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Samgönguáætlun 2007-2010 – Erindi sent frá Sveitarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í umsögn sinni til bókunar Byggðarráðs frá 6. febrúar s.l sem nefndin samþykkir fyrir sitt leyti.
 
2.      Umsókn um land – erindi frá Byggðarráði – Á fundi Byggðarráðs 27. febrúar var lagt fram bréf Skúla Þórs Bragasonar, dagsett 22. febrúar 2007, þar sem hann sækir um u.þ.b. 10 ha. lands undir ferðaþjónustu fyrir ofan Sauðárkrók, í Skógarhlíð. Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar og óskaði eftir nánari upplýsingum um fjármögnun og viðskiptaáætlun frá Skúla Þór Bragasyni. Umhverfis- og samgöngunefnd finnst erindið athyglisvert og tekur undir bókun Byggðarráðs frá 27. febrúar þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi framkvæmda- og rekstraráætlun frá umsækjanda.
 
3.      Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum nr.  61/2003. Helstu breytingar varða forræði á skipulagi hafna og gjaldtökuheimildir. Erindið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi Umhverfis- og samgöngunefndar og þá umsögn frestað til næsta fundar. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir athusemd við 1. grein frumvarpsins varðandi skipulagsmál hafna og telur að skipulagsmál hafna eigi að vera á forræði skipulags- og byggingarnefndar, sem vinni að skipulagsmálum hafnar í samráði við hafnarnefndir.
 
4.      Meðhöndlun úrgangs - skýrslugjöf sveitarfélaga – bréf UST – dags 27.02.2007 lagt fram. Þar er farið fram á nákvæma skýrslugjöf á meðhöndlun úrgangs, magni og tegundum. Markmið Umhverfisstofnunar er að fá samræmdar tölur frá Sveitarfélögum vegna endurskoðunar á landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Jóni Erni falið að svara erindinu.
 
5.      Önnur mál –  engin
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1742