Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

4. fundur 19. september 2006
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 4 19.09. 2006
 
Sólveig Olga ritaði fundargerð.
 
Ár 2006, þriðjudaginn 19. september kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsi  kl. 16:00.
 
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sólveig Olga Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Erindi frá yfirhafnarverði– frestað á síðasta fundi.
Beiðni um ráðningu hafnarvarðar.
2.      Fjárhagsstaða málaflokka
3.      Sorpmál
4.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
  1. Nefndarmenn eru sammála um að núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi og samþykkja að ráða hafnarvörð ótímabundið. Sveitarstjóra, sviðsstjóra ásamt yfirhafnarverði falið að skoða vinnutilhögun.
 
  1. Sviðsstjóri fór yfir stöðu málaflokkanna.
 
  1. Farið yfir stöðu mála. Ræddar hugmyndir um leiðir í sorphirðu. Gunnar Bragi nefndarmaður í Norðurá bs. skýrði frá vinnu samlagsins varðandi sorpeyðingu.
 
  1. Ákveðið að breyta fundartíma. Hann verði framvegis annar hver fimmtudagur kl.17:00.
      Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20