Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

75. fundur 09. ágúst 2012 kl. 13:15 - 14:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1206225Vakta málsnúmer

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2013-2024 lögð fram. Umsögn um áætlunina hefur verið frestað til 10.september 2012 og mun umhverfis - og samgöngunefnd taka málið upp aftur fyrir þann tíma til lokaumsagnar. Nefndin vill þó koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:
1. Í kafla 4.3.3.a stendur stjórnvöld, ekki er nánar tilgreint hvaða stjórnvald er átt við né hvernig kostnaðarskiptingu skuli háttað bæði hvað varðar byggingu, rekstur og flutningskostnað úrgangs. Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða.
2. í kafla 5.3.a stendur að undanþágur vegna afskekktra byggða verði afnumdar, nefndin óskar eftir að fá að vita hvaða rök liggja þar að baki.
3. Í kafla 5.2.b stendur að kostnaður við meðhöndlun úrgangs eigi að falla á úrgangshafa, nefndin telur að það vanti hvatningu til að skila inn úrgangi, þannig að ekki sé leitað leiða við að losa sig við úrgang á annan hátt. Hvernig á að fylgja því eftir að úrgangi sé skilað, s.s. frá lögbýlum.

2.Safnvegaáætlun í Skagafirði

Málsnúmer 1208013Vakta málsnúmer

Samkvæmt 21.gr Vegalaga skal Vegagerðin gera áætlun til fjögurra ára í senn um framkvæmdir við einstök verkefni á safnvegum í samráði við héraðsnefndir eða vegasamlög. Áætlun þessa skal endurskoða á tveggja ára fresti. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir fundi með stjórnendum Vegagerðarinnar á svæðinu til að fara yfir þessi mál m.t.t. forgangsröðunar og framtíðarskipulags viðhaldsverkefna og nýframkvæmda. Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi.

Fundi slitið - kl. 14:10.