Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

421. fundur 09. febrúar 2022 kl. 16:15 - 16:38 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson 2. varam.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir varaforseti stýrir fundi í fjarveru forseta, Stefáns Vagns Stefánssonar.
Í upphafi fundar fór varaforseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum málð "Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni" Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 999

Málsnúmer 2201012FVakta málsnúmer

Fundargerð 999. fundar byggðarráðs frá 19. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 999 Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri verði aðalmaður í stjórn Flokku ehf. frá og með 1. janúar 2022 og Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs til vara. Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Kjör aðal- og varamanns í stjórn Flokku ehf. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 999 Lögð fram svohljóðandi bókun 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2022.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Gjaldskrá brunavarna, slökkvitækjaþjónusta 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 999 Lögð fram svohljóðandi bókun 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna fyrir árið 2022.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Gjaldskrá brunavarna 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 999 Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 9. janúar 2022. Klúbburinn hefur stutt og kostað ristilspeglunarverkefni við HSN á Sauðárkróki síðastliðin sjö ár. Í bréfinu kemur fram að í nóvember 2021 hafi klúbbnum verið tilkynnt um að stöðva ætti verkefnið frá og með 1. janúar 2022 vegna þess að ríkið hyggðist hefja skimun á landsvísu á þessu ári og að verkefnið væri of kostnaðarsamt fyrir stofnunina. Kiwanisklúbburinn Drangey mun því ekki ganga frekar eftir greiðslum samkvæmt styrktarsamningum sem gerðir hafa verið. Þakkar klúbburinn fyrir veitta styrki til þessa verkefnis.
    Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir að standa að þessu mikilvæga verkefni og ljóst er að það hefur borið góðan árangur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 999. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 1000

Málsnúmer 2201015FVakta málsnúmer

Fundargerð 1000. fundar byggðarráðs frá 26. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Umræða um átak í riðuarfgerðagreiningum og leit að verndandi arfgerðum (ARR) gegn riðu í sauðfé. Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað ásamt fulltrúum landbúnaðarnefndar; Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni, Jóel Þór Árnasyni, Valdimar Sigmarssyni og Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins.
    Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Karólínu, Eyþórs og samstarfsfélaga þeirra fyrir lofsvert frumkvæði í arfgerðargreiningum gegn riðu og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.
    Bókun fundar Varaforseti leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi:

    "Umræða um átak í riðuarfgerðagreiningum og leit að verndandi arfgerðum (ARR) gegn riðu í sauðfé. Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað ásamt fulltrúum landbúnaðarnefndar; Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni, Jóel Þór Árnasyni, Valdimar Sigmarssyni og Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma á framfæri þakklæti til Karólínu, Eyþórs og samstarfsfélaga þeirra fyrir lofsvert frumkvæði í arfgerðargreiningum gegn riðu og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka."
    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 1000. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2022 frá Skagfirðingasveit, björgunarsveit. Óskað er leyfis til að sækja styrktaraðila að árlegri flugeldasýningu sveitarinnar á gamlárskvöldi án þess að það hafi áhrif á þjónustu- og styrktarsamning sveitarinnar við sveitarfélagið.
    Byggðarráð samþykkir að heimila Skagfirðingasveit að sækja sér styrktaraðila að flugeldasýningu sveitarinnar á gamlárskvöldi og það mun ekki hafa áhrif á þjónustu- og styrktarsamning sveitarinnar við sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1000. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Lagt er til að fjárfestingafé Skagafjarðarveitna - hitaveitu verði hækkað um 15,7 mkr. og birgðaaukning heimiluð að fjárhæð 13,4 mkr. til þess tryggja rekstrar- og afhendingaröryggi á heitu vatni úr borholu SK-28 í Hrolleifsdal.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitastjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni, Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lögð fram drög að reglum um kaup á skjávinnugleraugum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni, Reglur um kaup á skjávinnugleraugum.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5, dagsett 15. janúar 2022 um lækkun fasteignaskatts 2022 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1000. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. janúar 2022 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 10/2022, "Drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks". Umsagnarfrestur er til og með 08.02.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1000. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1000 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2022 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en lok dags 3. febrúar n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1000. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 1001

Málsnúmer 2201022FVakta málsnúmer

Fundargerð 1001. fundar byggðarráðs frá 2. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða. Þannig er unnt að styðja við það mikilvæga byggðamál sem strandveiðar eru, án þess að gengið sé gegn vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem miðar að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna við Ísland.
    Byggðarráð telur jafnframt að sú stefna sem mótuð var fyrir fjórum árum um að heimila strandveiðar í 12 daga á mánuði, alls 48 daga á sumri hafi reynst afar skynsamleg. Þannig náðist hvoru tveggja; að eyða hættulegum keppnisþætti veiðanna og að tryggja að mestu jafnræði milli veiðisvæða allt í kringum landið.
    Bókun fundar Varaforseti leggur til að sveitarstjórn taki undir bóku byggðarráð, svohljóðandi:

    "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða. Þannig er unnt að styðja við það mikilvæga byggðamál sem strandveiðar eru, án þess að gengið sé gegn vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem miðar að sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna við Ísland. Sveitarstjórn telur jafnframt að sú stefna sem mótuð var fyrir fjórum árum um að heimila strandveiðar í 12 daga á mánuði, alls 48 daga á sumri hafi reynst afar skynsamleg. Þannig náðist hvoru tveggja; að eyða hættulegum keppnisþætti veiðanna og að tryggja að mestu jafnræði milli veiðisvæða allt í kringum landið.
    Samþykkt með níu atkvæðum.
    Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lögð fram eftirfarandi bókun 420. fundar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 12. janúar 2021.
    "Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar 2022: Að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og leiða til lykta önnur þau mál sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar vegna kosninganna."
    Byggðarráð staðfestir kjörskrá vegna sameiningakosninga þann 19. febrúar 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir vistun barna tímabilið 3.-28. janúar 2022 vegna sóttkvíar og einangunar skv. fyrirskipun yfirvalda vegna Covid-19 veirunnar. Greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla og frístund. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur frá nefndsviði Alþingis, dagsettur 26. janúar 2022. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar 2022.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framlagðri tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Ljóst er að tjón af völdum náttúruhamfara getur oft verið gríðarlegt og reynst þeim sem fyrir því verða ofviða. Því er afar mikilvægt að tryggingavernd vegna náttúruhamfara sé sanngjörn, skilvirk og skýr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 15/2022, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 07.02.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2022, "Frumvarp um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar". Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju sinni með áform um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, sem hefur það að markmiði að tryggja einfaldara og sanngjarnara kerfi í kringum mótframlag ríkisins vegna kaupa á varmadælum. Ljóst er að hvatar til aukinnar notkunar varmadæla á köldum svæðum sem njóta ekki húshitunar með jarðvarma geta skilað umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið fyrir neytendur, ríkið og raforkukerfið í heild sinni. Orkusparnaður í kjölfar aukinnar notkunar varmadæla getur skipt verulegu máli í þeim orkuskiptum sem framundan eru.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs (losun úrgangs í náttúrunni)". Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lögð fram til kynningar skýrsla frá Verkís um niðurstöður vöktunarferðar í desember 2021 - mælingar á TVOC, í tengslum við rannsókn vegna olíulyktar eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar fundargerð umræðufundar um landsbyggðar hses þann 26. janúar 2022. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur aukins samstarfs sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
    Í samræmi við niðurstöðu fundarins stefna HMS og sambandið að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1001 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. janúar 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins stafræns kynningarfundar fimmtudaginn 3. febrúar 2022, kl. 12:00-13:30 um innleiðingu breytinga á innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun. Fundurinn kallast "Borgað þegar hent er - greining á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun". Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw). Bókun fundar Afgreiðsla 1001. fundar byggðarráðs staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 96

Málsnúmer 2201011FVakta málsnúmer

Fundargerð 96. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 17. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 96 Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 21. desember 2021, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Úthlutaður byggðakvóti til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 155 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 140 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga. Tillögum skal skilað fyrir 21. janúar 2022.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

    1.
    Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“

    2.
    Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

    3.
    Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr.
    6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 96 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kristni Hugasyni fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins dagsett 14. janúar 2022.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 1.500.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

5.Félags- og tómstundanefnd - 298

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Fundargerð 298. fundar félags- og tómstundanefndar frá 13. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Þann 19. febrúar n.k. munu íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Áhugavert er að heyra hvaða afstöðu ungt fólk hefur til slíkrar sameiningar. Af því tilefni er lagt til að fram fari svokallaðar skuggakosningar meðal nemenda á unglingastigi í grunnskóla og yngstu árgöngum FNV. Gert er ráð fyrir að ásamt starfsmönnum komi Ungmennaráð og nemendafélög að undirbúningi og framkvæmd kosninganna. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2022 er daggjald notenda 1.313 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2022 verði 559 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.872 kr. og fjarvistargjald á dag 1.313 kr.
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Valdimar Ó. Sigmarsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslsu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Í samræmi við samning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgar í Skagafirði frá september 2021, samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagfirði 350.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Erindi frá Félagi eldri borgara Löngumýri. Í samræmi við samning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði frá september 2021, samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara Löngumýri 150.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Erindi frá Félagi eldri borgara Hofsósi. Í samræmi við samning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði frá september 2021, samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara Hofsósi 100.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Lögð fram til kynningar ný reglugerð um skoðun ökutækja sem flytja hreyfihamlað fólk. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 298 Eitt mál tekið til afgreiðslu. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 298. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 175

Málsnúmer 2201010FVakta málsnúmer

Fundargerð 175. fundar fræðslunefndar frá 19. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 175 Lagt fram minnisblað um stöðuna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar vegna Covid-19 faraldursins. Sviðsstjóri fór yfir minnisblaðið og ítrekaði að staðan væri metin á hverjum degi í samráði við stjórnendur skólanna og aðra aðila sem að málum koma. Írekað var að yfirstjórn sveitarfélagsins fylgist mjög vel með þróuninni frá degi til dags og er tilbúin til að grípa til aðgerða gerist þess þörf. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar fræðslunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 175 Kynntar voru niðurstöður starfsmannakönnunar sem gerð var vegna þeirra breytinga sem unnið er að innan leikskólans Ársala. Breytingarnar taka til daglegs skipulags starfsins sem og starfsmannastjórnunar. Markmið breytinganna er að einfalda skipulag og öðlast betri yfirsýn en einnig að minnka álag á nemendur og starfsfólk. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar fræðslunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 175 Á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir skipulag og starfsemi fjölskyldusviðs og fjallað um aðgengi að sérfræðiþjónustu. Almennt verður að teljast að vel gangi að bregðast við þörfum nemenda fyrir sérfræðiþjónustu. Nokkuð er þó misjafnt hve lengi nemendur þurfa að bíða eftir þjónustu en í flestum tilvikum er biðtími mjög stuttur. Þó sjást merki þess að þörfin hefur aukist fyrir þjónustu og er unnið að því að bregðast við því. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar fræðslunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 175 Lögð fram til kynningar ný reglugerð um skoðun ökutækja í skólaakstri. Helstu breytingar í reglugerðinni eru þær að framvegis þarf að færa skólabifreiðar til skoðunar árlega. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar fræðslunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

7.Landbúnaðarnefnd - 225

Málsnúmer 2201023FVakta málsnúmer

Fundargerð 225. fundar landbúnaðarnefndar frá 3febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Fjólmundur Karl Fjólmundsson kom á fundinn til viðræðu um viðhaldsframkvæmdir við Árhólarétt.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir fjallskiladeildin sendi Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa uppfærða áætlun um viðhald og kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Þórður Pálsson starfsmaður MAST kom á fundinn til viðræðu um riðumál almennt. Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Fyrirliggjandi eru gögn málsins, m.a. bréf frá Árna Pálssyni dags. 26.04. 2021 og dags. 21.07. 2021 f.h. Þóris Jóns Ásmundssonar og Margrétar Hjaltadóttur eigenda framangreindrar jarðar. Í bréfinu frá 26.04. 2021 er þess krafist að „sveitarstjórn taki málið fyrir og hlutist til um að reist verði afréttargirðing í samræmi við óskir umbjóðenda [lögmannsins] og annarra jarðeigenda í Flókadal, sbr. lög nr. 135/2001“. Í bréfinu frá 21.07. 2021 er áðurgreint erindi fyrra bréfsins ítrekað og vísað til laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl., fjallskilasamþykktar og til girðingarlaga nr. 135/2001 varðandi skyldur sveitarfélagsins. Einnig er fyrirliggjandi tölvupóstur sveitarstjóra til framangreinds lögmanns dags. 25.01. 2022 þar sem honum er tilkynnt um að málið verði á dagskrá nefndarinnar nú í febrúar.
    Nefndin er sammála því sem fram kemur í tölvupósti sveitarstjóra að líta svo á að umbjóðendur framangreinds lögmanns í því máli sem nú er fyrir nefndinni „séu ekki aðrir en Þórir Jón Ásmundsson og Margrét Hjaltadóttir, eigendur jarðarinnar Austari Hóls í Flókadal, þó svo að óskir annarra jarðeigenda í Flókadal beri á góma í bréfi [lögmannsins] frá 21.07. 2021“. Einnig er nefndin sammála því sem fram kemur í framangreindum tölvupósti sveitarstjóra að líta skuli svo á, m.a. í ljósi fyrri samskipta umbjóðenda framangreindra aðila við sveitarfélagið, að krafa þeirra sé „að sveitarfélagið ráðist í gerð afréttargirðingar í Flókadal í Fljótum, þar sem afréttargirðingin var áður og að ekki þurfi að taka afstöðu til annarra óska eða krafna í þessu máli“ eins og það liggur fyrir nefndinni núna.
    Máli þessu svipar til máls sem var til meðferðar hjá nefndinni fyrri part ársins 2020 vegna krafna framangreindra aðila og nokkurra annarra jarðeigenda í Flókadal á árinu 2020 í tilefni af meintum ágangi búfjár á land jarða þeirra. Nefndin telur rétt að líta svo á að það mál sem nú liggur fyrir nefndinni sé ekki sama mál og þá var til meðferðar. Ekki mun hafa komið fram athugasemd frá framangreindum lögmanni við ályktun sveitarstjóra í þessa veru í framangreindum tölvupósti til lögmannsins.
    Nefndin telur að framangreindir eigendur Austari Hóls eigi ekki rétt á að gera þá kröfu að reist verði umrædd afréttargirðing, sbr. framanritað. Í 6. grein girðingarlaga nr. 135/2001 kemur fram að slík krafa skuli koma frá „meiri hluti landeigenda sem eiga lönd er liggja að afrétti“ auk þess sem áskilið er að um sé að ræða girðingu milli afréttar og heimalanda þeirra sem kröfuna gera. Sama áskilnað, um að jörð þeirra er kröfu gera um girðingu vegna ágangs búfjár liggi að afrétti, er að finna í 32. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl. og í 36. gr. fjallskilasamþykktar Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021. Ekki hefur verið sýnt fram á að heimaland Austari Hóls liggi að umræddum afrétti.
    Er ákveðið að hafna kröfunni. Ákvörðun þessi verður send til sveitarstjórnar til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarafundi þann 9. febrúar 2022. Ritara nefndarinnar er falið að tilkynna framangreindum lögmanni um afgreiðslu þessa.
    Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Afréttargirðing í Flókadal. Samþykkt samhljóða.
  • 7.4 2201216 Búfjárleyfi
    Landbúnaðarnefnd - 225 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, dagsett 24. janúar 2022. Sigfríður Jódís Halldórsdóttir, Skógarstíg 2, 560 Varmahlíð, sækir um að fá leyfi til þess að halda 6 hænur við heimili sitt.
    Kári Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila búfjárleyfi fyrir framangreindum fjölda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Lagt fram bréf dagsett 31. janúar 2022 frá Gunnari Steingrímssyni, kt. 260557-5139, eiganda jarðarinnar Stóra-Holt 2 í Skagafirði, L232286, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Stóra-Holt 2 (landnr.232286), umsókn um stofnun lögbýlis. Samþykkt samhljóða.
  • 7.6 2202006 Refa og minkaveiði
    Landbúnaðarnefnd - 225 Lögð fram umsókn frá Elvari Erni Birgissyni, Ríp, 551 Sauðárkróki um að fá samning við sveitarfélagið um refa- og minkaveiði.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera samning við Elvar Örn Birgisson um refa- og/eða minkaveiði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Lögð fram til kynningar bókun 1000. fundar byggðarráðs þann 26. janúar 2022 sem hluti landbúnaðarnefndar tók þátt í. Einnig lögð fram til kynningar frétt af heimasíðu sveitarfélagsins frá 19. janúar 2022 þar sem landbúnaðarefnd fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum. Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2020 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2020 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 225 Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun 998. fundar byggðarráðs:
    "Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
    Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara.
    Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslunni."
    Bókun fundar Afgreiðsla 225. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 423

Málsnúmer 2201013FVakta málsnúmer

Fundargerð 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 20. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 2112211 - Víðidalur norðurhl. (landnr.192872), Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) - Samruni landeigna.
    Pétur Helgi Stefánsson kt. 120754-5649, þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðidalur norðurhluti (landnr. 192872) og landspildunnar Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að sameina jörðina og spilduna líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7730-0301, dags. 29.des. 2021. Sjá einnig staðfestan uppdrátt nr. S01 í verki nr. 7730, dags. 17.nóv. 2014, en þar er núgildandi skiptingu jarðarinnar Víðidals sýnd.
    Samruni landspildunnar Víðidalur suðurhluti land 2 (landnr. 222902) við jörðina Víðidalur norðurhluti (landnr. 192872) samræmist aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
    Óskað er eftir því að hið sameinaða land fái heitið Víðidalur 2, og landnúmerið 192872.
    Jörðin Víðidalur norðurhluti L192872 er í dag skráð lögbýli, óskað er eftir að lögbýlaréttur fylgi áfram landnúmerinu L192872.
    Eftir sameiningu munu eftirtaldar byggingar tilheyra Víðidal 2, landnr. 192872, en þær tilheyra í dag Víðidal suðurhluta land 2 (222902).
    Matshluti 02, Hesthús byggt árið 1957.
    Matshluti 03, Fjárhús byggt árið 1958.
    Matshluti 04, Hlaða byggð árið 1973.
    Matshluti 05, Véla/verkfærageymsla byggð árið 1977.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Sólveig B Fjólmundsdóttir kt. 1804794309 og Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt. 3008734729 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 22 við Gilstún, leggja fram fyrirspurn varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við húsið. Fyrirhuguð viðbygging kæmi að norðvestur hlið húss.

    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið enda falli ætluð framkvæmd innan byggingarreits.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 1703358 - Ræktunarland - Guðmundur Sveinsson

    Málið áður á dagskrá Byggðarráð Skagafjarðar 4.5.2017. Þar bókað:

    „Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2017 frá Auði Steingrímsdóttur og Guðmundi Sveinssyni þar sem þau óska eftir að fá til notkunar og leigu ræktunarland í eigu sveitarfélagsins með landnúmer 143992 og fastanúmer 213-2632, vegna áforma sveitarfélagsins að taka land sem þau hafa í dag, undir nýtt byggingarland. Landið sem þau óska eftir er í landi sveitarfélagsins sunnan í Áshildarholti og liggur niður að Áshildarholtsvatni. Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og gera drög að samkomulagi um landskipti.“
    Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðarinnar Ræktunarland með landnúmerið 143992, dagsett 20.03.2020.
    Lóðin er við norð-vestanvert Áshildarholtsvatn við nefnda Garðsendavík.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og gera drög tillögu að lóðarleigusamningi.



    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Sigurgísli E. Kolbeinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 Ártorgi 1 Sauðárkróki óskar eftir að fá lóðina Aðalgötu 16c.
    Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c yrði þá fjarlægt af lóðinni og við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b.
    Samkvæmt tölvupósti (2.12.2021) til Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sigurgísla Kolbeinssyni er fyrirhugað að nýta lóð Aðalgötu 16c fyrir bílastæði fyrir fatlaða og merkja þau sem slík.
    Komi til þess að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til þess að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
    Lóðaruppdrátturinn er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv. 2021.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 2105267 - Freyjugötureitur - Deiliskipulag
    Lögð fram skipulagslýsing dagsett 3.janúar 2022 unnin af Óskari Erni Gunnarssyni og Björk Guðmundsdóttur hjá Landmótun vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar við Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
    Fjöli íbúða í aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035 er ekki samkvæmt samningi sveitarfélagsins og félaganna Nýjatúns og Hrafnshóls og óska félögin því eftir að gerð verði aðalskipulagsbreyting til að lagfæra íbúðarfjöldann fyrir fyrrnefndan Freyjugötureit úr 40 nýjum íbúðum í 58.



    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að uppfæra íbúðarfjölda í samræmi við gerða samninga í næstu aðalskipulagsbreytingu, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram með athugasemdir nefndarinnar vegna skipulagslýsingarinnar og taka uppfært erindi fyrir á næsta fundi.


    Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 423 Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd. Bókun fundar Afgreiðsla 423. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 424

Málsnúmer 2201024FVakta málsnúmer

Fundargerð 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Málefni: Vallholt (landnr. 232700), umsókn um stofnun byggingarreits

    Undirritaðar, Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789 og Stefanía Sigfúsdóttir, kt.310502-3240, þinglýstir eigendur Vallholts, landnúmer 232700, Sveitarfélaginu Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 37.722 m² byggingarreit á landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 724409 útg. 18. jan. 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús og skemmu.
    Fram kemur í umsókn að fyrirhugað íbúðarhús verður ekki nær Vindheimavegi en 100 m og að hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits verði 0,092.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og Unnur Sævarsdóttir kt. 170260-7599 þinglýstir eigendur íbúðahúsalóðarinnar Hamar land, landnr. L203219 ásamt íbúðarhúsi sem á lóðinni stendur óska eftir að lóðin Hamar land, landnr. L203219 fái heitið Hamar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219, Helga Haraldsdóttir kt. 070354-3739, Baldur Haraldsson kt. 250562-4039 og Jón Bjartur Haraldsson kt. 280469-3199, þinglýstir eigendur landspildunnar (sumarbústaðalandsins) Hamar land (landnr. 146379) í Hegranesi, óska eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á hnitsettri afmörkun landspildunnar líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Þar er landspildan merkt sem Hamar 4. Einnig óska umsækjendur eftir því að nafni spildunnar Hamar land L146379 verði breytt og að spildan fái heitið Hamar 4. Einnig skrifar undir erindið Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og lýsir yfir samþykki fyrir hönd Hamarsbúsins ehf. kt. 490606-0410.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og Unnur Sævarsdóttir kt. 170260-7599 sækja f.h. Hamarsbúsins ehf. kt. 490606-0410 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hamars (landnr. 146378) í Hegranesi, um leyfi til þess að stofna 2 landspildur, Hamar 2 og Hamar 3, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 70953001, dags. 17. janúar 2022.
    Fram kemur í umsókn að landið sem um ræðir verði tekið úr landbúnaðarnotkun.
    Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hamar, landnr. 146378.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146378.
    Einnig er óskað eftir því að nafni jarðarinnar Hamars landnr. L146378 verði breytt og að jörðin fái heitið Hamar 1.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Sigríðar Önnu Ellerup lögfræðings hjá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf varðandi stofnun landspildu úr landi Innstalands L145940. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Innstaland (L145940) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-02. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Pétri Inga Grétarssyni kt. 210275-4449 og f.h. 1001 minkur ehf. Kt. 691203-3360 af Sveini Þ. Finster Úlfarssyni kt. 310877-5499, Maria Finster Úlfarsson kt. 230280-5099.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með átta atkvæðum. Sveinn Þ. F. Úlfarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Málefni: Grindur L146530 - Umsókn um byggingarreit
    Fyrir liggur uppdráttur í mkv. 1:200 (A1) af byggingarreit þar sem fram
    kemur að fyrirhugað sé að byggja 290 m² fjárhús á jörðinni.

    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögunni til að koma á móts við innsendar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Flæðagerði, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna. Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Undirritaður, Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Holti 2, L232286 sækir með vísan til laga nr. 22/2015 um örnefni og reglugerðar nr. 577/2017 um breytt eignarheiti jarðarinnar.
    Jörðin Stóra-Holt 2 er stofnuð úr landi jarðarinnar Stóra-Holt L146904
    Sótt er um að jörðin Stóra-Holt 2 fái heitið Holt.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Friðbjörn Ásbjörnsson fyrir hönd Fisk-Seafood ehf óskar eftir stækkun byggingarreits á lóð félagsins, að Eyrarvegi 18 (Háeyri 1) á Sauðárkróki, miðað við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
    Óskað er eftir að í skipulaginu verði gert ráð fyrir byggingarreit í samræmi við tillögu 3b í meðfylgjandi skjali (494202).
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 424 Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun 28.01.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 424. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 187

Málsnúmer 2201004FVakta málsnúmer

Fundargerð 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2022.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum kemur fram að viðhaldsþörf hafna innan hafnasambandsins er áætluð liðlega 12 ma.kr. fram til ársins 2025. Þar er endurnýjun og endurbætur á stálþilum stærsti viðhaldsþátturinn eða upp á nær 5 ma.kr.
    Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 67 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 15 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.

    Skagafjarðarhafnir gera ráð fyrir 440 m.kr. nýframkvæmdum árin 2021-2031. Þar af verður 350 m.kr. varið í nýja viðlegukanta, 50 m.kr. í rafbúnað vegna orkuskipta, 20 m.kr. í flotbryggjur og 20 m.kr. í hafnarbakka/uppland og landfyllingar. Vegagerðin hefur samþykkt fjárveitingu að upphæð 553 m.kr. árin 2021-2024 til Skagafjarðarhafna.
    Tekjur Hafnarsjóðs af aflagjaldi námu 42,5% af heildartekjum hafnarsjóðsins árið 2020.

    Ljóst er af skýrslunni að umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirliggjandi á vegum Skagafjarðarhafna á næstu árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. og 186. fundi þann 15. desember síðastliðinn og á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

    Búið er að ganga frá málinu. Sveitarfélagið hefur tekið við rekstri vegarins í samræmi við samning þar um sem undirritaður var í desember sl. Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið Skagafjörður tekur við snjómokstri, götusópun og viðhaldi götuljósa frá áramótum 2021 og 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 10.5 2112066 Styrkbeiðni
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Erna Geirsdóttir f.h. Skógræktarfélgs Skagafjarðar sækir um styrk að upphæð 500.000 kr. til skógarhöggs og stígagerðar í reit félagsins norðan Hofs í Varmahlíð og til plöntunar í Brúnaskógi.

    Málið tekið fyrir að nýju og samþykkt að styrkja verkefnið um 500.000 krónur sem takist af málalið 11.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Vegagerðin úthlutar styrkjum til verkefna af þessu tagi árlega.

    Málið var rætt í nefndinni og ljóst er að mikil þörf er að bæta göngu- og hjólastíga á milli þéttbýlisstaða í Skagafirði.
    Sviðsstjóra er falið að leita frekari upplýsinga um málið og koma með tillögu að verkefnum sem sett verði í hönnun- og skipulagsferli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 10.7 2201093 Styrkvegir 2022
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 187 Vegagerðin úthlutar árlega fjármagni til styrkvega, sem eru vegir sem ekki teljast þjóðvegir. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið undir "umsókn um styrkveg" á heimasíðu Vegagerðarinnar.

    Sviðsstjóra falið að yfirfara vega- og slóðakerfi í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort sækja megi um styrki til vega sem tilheyra sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 með níu atkvæðum.

11.Veitunefnd - 84

Málsnúmer 2112025FVakta málsnúmer

Fundargerð 84. fundar veitunefndar frá 20. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 421. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 84 Bilun varð í dælu sem sett var niður í borholu SK-28 í júní 2021. Búið er að hífa dæluna upp og koma henni til söluaðila þar sem hún verður tekin í sundur og ástand hennar metið.

    Skoðaðir hafa verið möguleikar á að útvega aðra dælu þar sem líkur eru á að dælan sem tekin var upp sé ónothæf. Skagafjarðarveitur hafa samið við Ísor um mælingar í holunni til að meta ástand hennar og kanna um leið möguleika á að setja nýja dælu niður á enn meira dýpi.
    Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu, meta kostnað og valkosti á dæluvali.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 84 Tryggvi Sveinbjörnsson fh. eigenda jarðarinnar Merkigarðs Skagafirði óskar eftir viðræðum við Skagafjarðarveitur um notkunarmöguleika á heitu vatni við uppbyggingu frístundabyggðar á jörðinni Merkigarði Skagafirði.

    Farið var yfir stöðu hitaveitu á Steinsstaðasvæðinu. Ljóst er að fara þarf í talsverðar aðgerðir til að tengja fyrirhugað svæði við hitaveitukerfið. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu með Skagafjarðarveitum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum.
  • 11.3 2104179 Orkufundur 2021
    Veitunefnd - 84 Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga, sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað, var haldinn í fjarfundi föstudaginn 14. janúar 2022 Yfirskrift fundarins var orka og matvælaframleiðsla. Á fundinum voru rædd tækifæri og áskoranir í orku og matvælaframleiðslu á Íslandi.

    Nefndin hvetur alla áhugasama að kynna sér málið á heimasíðu Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar veitunefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022 níu atkvæðum.

12.Kjör aðal- og varamanns í stjórn Flokku ehf.

Málsnúmer 2201157Vakta málsnúmer

Lagt var til og samþykkt á 999. fundi byggðarráðs þann 19. janúar sl. að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri verði aðalmaður í stjórn Flokku ehf. frá og með 1. janúar 2022 og Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs til vara.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá brunavarna, slökkvitækjaþjónusta 2022

Málsnúmer 2110152Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2022 sem samþykkt var á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar sl. Byggðarráð samþykkti gjaldskrána 19. janúar sl. og vísaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Gjaldskrá brunavarna 2022

Málsnúmer 2110151Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun Gjaldskrá brunavarna 2022 fyrir árið 2022 sem samþykkt var á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar sl. Byggðarráð samþykkti gjaldskrána 19. janúar sl. og vísaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2201211Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Lagt er til að fjárfestingafé Skagafjarðarveitna - hitaveitu verði hækkað um 15,7 mkr. og birgðaaukning heimiluð að fjárhæð 13,4 mkr. til þess tryggja rekstrar- og afhendingaröryggi á heitu vatni úr borholu SK-28 í Hrolleifsdal.
Byggðarráð samþykkti viðaukann þann 26. janúar sl. og vísaði honum til afgreiðslu sveitastjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með x atkvæðum.

Viðaukinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

16.Reglur um kaup á skjávinnugleraugum

Málsnúmer 2103120Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um kaup á skjávinnugleraugum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sem samþykktar voru á fundi byggðarráðs 26. janúar sl. og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

17.Afréttargirðing í Flókadal

Málsnúmer 2104251Vakta málsnúmer

Vísað frá 225. fundi landbúnaðarnefndar frá 3. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Forsesti gerir tillögu um að málinu sé frestað þar sem óskað hefur verið eftir fresti til andmæla. Samþykkt með níu atkvæðum.

18.Stóra-Holt 2 (landnr.232286), umsókn um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2202007Vakta málsnúmer

Vísað fra 225. fundi landbúnaðarnefndar frá 3. febrúar sl til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagt fram bréf dagsett 31. janúar 2022 frá Gunnari Steingrímssyni, kt. 260557-5139, eiganda jarðarinnar Stóra-Holt 2 í Skagafirði, L232286, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar

Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer

Vísað frá 424. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar, samþykkir með níu atkvæðum, framlagaða tillögu að deiliskipulagi, Birkimelur í Varmahlíð, og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.

20.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

Vísað frá 424. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. febrúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögunni til að koma á móts við innsendar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Flæðagerði, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar, samþykkir með níu atkvæðum, framlagaða tillögu að Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna, og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.

21.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2109379Vakta málsnúmer

Vsað frá 1002. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 905. og 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar og 4. febrúar 2022, lagðar fram til kynningar á 421. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2022

Fundi slitið - kl. 16:38.