Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

363. fundur 23. janúar 2018 kl. 17:05 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Ingibjörg Huld Þórðardóttir(B) situr fundin í stað Sigríður Magnúsdóttur (B).
Stefán Vagn Stefánsson (B) hefur látið vita að hann sé að koma frá Rvík. af öðrum fundi og verði þvi seinn. Mættur kl. 18:23

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Vísað frá 316. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19.jan 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu. Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti. Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn samþykkir að kynna uppfærða vinnslutillögu að aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókaðað hann sitji hjá.

2.Freyjugata 25 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer

Vísað frá 316. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19.jan 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu

Ofangreind skipulagslýsing og heimild til lóðarhafa að vinna deiliskipulagstillögu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Samþykkt að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

3.Fundagerðir 2017 - Norðurá

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

86. fundargerð stjórnar Norðurár bs. frá 1. nóvember 2017 lögð fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018

4.Fundagerðir 2017 - Uppbyggingarsjóður

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Sex fundargerðir úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs frá 20. janúar - 19. september 2017 lagðar fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018

5.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 26. október, 17. og 30. nóvember 2017, lagðar fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018

6.Fundagerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer

Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 15. desember 2017 lögð fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018
Annar varaforseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur við fundarstjórn.

7.Byggðarráð Skagafjarðar - 807

Málsnúmer 1712012FVakta málsnúmer

Fundargerð 807. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2017 frá héraðsnefnd Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er gert kauptilboð í eignarhlut prófastsdæmisins í fasteignunum við Hásæti 5a-d á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að gera héraðsnefndinni gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Í framhaldi af bókun 796. fundar byggðarráðs þann 19. október 2017 sendi sveitarstjóri Byggðastofnun tilboð í 35% eignarhluta stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, fastanúmer 213-2118. Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 11. desember 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn stofnunarinnar hafi samþykkt tilboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhluta hennar í framangreindri fasteign.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Lagt fram kauptilboð frá Regínu Jóhannesdóttur í fasteignina Birkimel 8a, Varmahlíð, fastanúmer 214-0786.
    Byggðarráð samþykkir að gera Regínu gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Erindið áður á dagskrá 794. fundar byggðarráðs þann 19. september 2017. Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls um rekstur skíðasvæðisins í Tindastóli.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Byggðarráð samþykkir að kaupa nýja skíðalyftu fyrir skíðasvæðið í Tindastóli með þeim fyrirvara að samningur um rekstur skíðasvæðisins hafi verið undirritaður. Fjármögnun kaupanna er tekin af fjárfestingarlið eignarsjóðs á árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2017 frá Sjálfsbjörg, landssambandi hreyfihamlaðra varðandi aðgengisverkefni sambandsins sem var notendaúttekt á sundlaugum. Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Hofsósi voru skoðaðar og athugasemdir gerðar við aðgengi hreyfihamlaðra að báðum, utan og innan mannvirkis. Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 807 Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ kom á fundinn og kynnti fyrirhugaða dagskrá og umfang Landsmóts UMFÍ 2018 á Sauðárkróki. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið Gunnar Þór Gestsson stjórnarmaður í UMFÍ, Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Sigfús Ingi Sigfússon verkefnisstjóri, Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnisstjóri, Þorvaldur Gröndal forstöðumaður íþrótta- og æskulýðsmála, Selma Barðdal skólafulltrúi og Viggó Jónsson sveitarstjórnarmaður. Bókun fundar Afgreiðsla 807. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

8.Byggðarráð Skagafjarðar - 808

Málsnúmer 1712020FVakta málsnúmer

Fundargerð 808. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. desember 2017 vegna mála 1712187 og 1712188 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Sigríður Magnúsdóttir sækir fyrir hönd Garðhús ehf., kt. 691298-4509, um annars vegar um leyfi til að reka gististað í flokki II og hins vegar krá í flokki III að Aðalgötu 19, 550 Sauðárkróki. Rekstri Microbar and bed er lokið í þessu húsnæði og við tekur Grand-Inn bar and bed.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. desember 2017. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 15. janúar 2018.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 15. janúar 2018.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Málið áður á dagskrá 807. fundar byggðarráðs þann 14. desember 2017. Lagt fram gagntilboð frá Regínu Jóhannesdóttur í fasteignina Birkimel 8a, Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að hafna gagntilboði Regínu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lögð fram fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnuninni á Norðurlandi vegna fjárlaga ársins 2018.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp, en í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Því hvetur Byggðaráð stjórnvöld til að auka við fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands þannig að hægt verði að efla þjónustu stofnunarinnar m.a. við íbúa Skagafjarðar.
    Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undaförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
    Mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu verður seint metið að fullu en ljóst er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Stjórnvöld á hverjum tíma verða að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar brýnir stjórnvöld til að standa vel að baki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með úthlutun fjármagns til reksturs skólans eins og fyrirheit voru gefin um. Boðuð stefna stjórnvalda um eflingu iðn- og verknáms, sem og eflingu framhaldsskóla á landsbyggðinni er ekki sýnileg í framkomnu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er eini framhaldsskólinn í landshlutanum og er samfélaginu mikilvægur. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar því á stjórnvöld að auka fjárveitingar til skólans. Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Undir þessum dagskrárlið sitja fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson (nefndarmaður í atv.-, menn.- og kynn.nefnd), Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gunnsteinn Björnsson (formaður atv.-, menn.- og kynn.nefndar), nefndarmenn í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, Hanna Þrúður Þórðardóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Indrði Þór Einarsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og verkefnastjórarnir Bryndís Lilja Hallsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.
    Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Ferðasmiðjunnar ehf. vegna ársins 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Málið áður á dagskrá 807. fundi byggðarráðs þann 14. desember 2017. Lagt fram til kynningar samþykki héraðsnefndar Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis á gagntilboði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhlut prófastsdæmisins í fasteignunum við Hásæti 5a-5d á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 808. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum..
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 808 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 28. nóvember 2017. Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 28. nóvember 2017 á 363. fundi sveitarstjórnar 23.janúar 2018

9.Byggðarráð Skagafjarðar - 809

Málsnúmer 1801002FVakta málsnúmer

Fundargerð 809. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Byggðarráð samþykkir að lóðaleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum verði óbreytt árið 2018, þ.e. 10% af lóðarhlutamati. Bókun fundar Annar varaforseti gerir um tillögu að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Álagning fasteignagjalda 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og aðildarsveitarfélaga að HNv.; Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur og Fjallabyggð.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi.
    Bókun fundar Annar varaforseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Samstarfssamningur um heilbrigðiseftirlit á Nl. vestra. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 21. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Einnig lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. desember 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélga (fasteignasjóður), 11. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lagt fram afrit af bréfi Einars Sigurjónssonar hdl. til Lögmannafélags Íslands, dagsett 13. desember 2017, varðandi erindi Dómstólasýslunnar til lögmannafélagsins um fækkun reglulegra dómþinga.
    Byggðarráð þakkar Einari Sigurjónssyni hdl. fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hans í einu og öllu.
    Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lagt fram kauptilboð frá Regínu Jóhannesdóttur, þar sem hún gengur að gagntilboði sveitarfélagsins vegna fasteignarinnar, Birkimelur 8a, Varmahlíð, fastanúmer 214-0786.
    Byggðarráð samþykkir framlagt kauptilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Sýslumörk á Skaga. Lagðar fram upplýsingar um að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 809 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 809. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 810

Málsnúmer 1801009FVakta málsnúmer

Fundargerð 810. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 810 Lagt fram bréf frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem kemur fram að þar hafi verið skoðað á síðustu árum möguleikar á því að fullnýta lífrænan úrgang sem til fellur til dæmis við landbúnað. Í bréfinu er óskað eftir fundi með sveitarstjórnarfulltrúum til þess að ræða hvort sveitarfélagið hafi áhuga á og henti fyrir þetta fyrsta tilraunaverkefni.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá fulltrúa verkefnisins á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 810. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 810 Lagður fram tölvupóstur ásamt bréfi frá Brú-lífeyrissjóð dagsettur 5.janúar 2018, þar sem m.a.kemur fram að með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.

    Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;

    Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.

    Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.

    Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.

    Í póstinum kemur fram að Sveitarfélaginu Skagafirði sé ætlað að greiða 174.416.140 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,382.338.344 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 41.133.105 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar.

    Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir gögnum um útreikning á kröfum sjóðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 810. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 810 Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 samþykkti byggðarráð að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr.
    Byggðarráð samþykkti einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.
    Byggðarráð samþykkir að kosin verði ný stjórn. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 810. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 810 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum n.k. laugardag á móti KR. Einnig óskar byggðarráð liðinu velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Bókun fundar Afgreiðsla 810. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 810 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Lárusi Á. Hannesssyni,formanni Landssambands hestamanna, dagsettur 5.janúar 2018 þar sem kynntur er fyrirhugaður fundur í félagsheimili Skagfirðings á Sauðárkróki laugardaginn 20. janúar n.k. kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsókna v. landsmóts hestamanna á Hólum sumarið 2016.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur allt sveitartjórnarfólk sem hefur tök á að mæta að fara á kynninguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 810. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 811

Málsnúmer 1801018FVakta málsnúmer

Fundargerð 811. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna.
    Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
    Bókun fundar Annar varaforseti gerir tillögu um að visa afgreiðslu málsins til liðar nr 17 Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Á 810.fundi Byggðarráðs var ákveðið að kjósa í nýja stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses.
    Í stjórn eru tilnefndir: Sigríður Magnúsdóttir, Gísli Sigurðsson og Sigurjón Þórðarson.
    Í varastjórn eru tilnefndir: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð tekur undir umsögn Félags-og tómstundanefndar sem og umsögn sambandsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð tekur undir umsögn Félags-og tómstundanefndar sem og umsögn sambandsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um fækkun dómþinga og óskar eftir samráði og samvinnu um allar breytingar sem kunna að verða á starfssemi Héraðsdóms Norðurlands vestra. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að annað verklag sé viðhaft. Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann. Bókun fundar Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar bókun byggðarráðs um fækkun dómþinga og óskar eftir samráði og samvinnu um allar breytingar sem kunna að verða á starfssemi Héraðsdóms Norðurlands vestra. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að annað verklag sé viðhaft. Sveitarfélagið Skagafjörður skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.

    Tillagan borin upp til afreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
    Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • 11.6 1710129 Trúnaðarmál
    Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Trúnaðarbók fræðslunefndar.
  • 11.7 1801137 Persónuvernd
    Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem felur í sér leiðbeiningar á því hvernig Sambandið telur að innleiðingaferli geti litið út við innleiðingu á persónuverndarlöggjöf hjá sveitarfélögum.



    Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • 11.8 1801141 Námskeið
    Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram erindi frá Ráðrík ehf. til kynningar á námskeiði sem fyrirtækið heldur. Meginmarkmið námskeiðsins er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku.
    Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram tölvupóstur til kynningar frá Róbert Bjarnasyni um samráðslýðræði í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til kynningar um fundi og ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábendingar um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 9.janúar 2018. Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 9.janúar 2018 á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 11.desember 2017. Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 11.desember 2017 á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018
Sigríður Svavarsdóttir forseti tekur aftur við fundarstjórn.

12.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 52

Málsnúmer 1712015FVakta málsnúmer

Fundargerð 52. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 52 Á sameiginlegan fund atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, landbúnaðarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar komu til viðræðu fulltrúar Vegagerðarinnar, Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri, Heimir Gunnarsson tæknifræðingur og V. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri.
    Áttu menn góðan fund þar sem rædd voru ýmis mál er varða starfsemi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

13.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 53

Málsnúmer 1712021FVakta málsnúmer

Fundargerð 53. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 53 Tekið fyrir erindi frá Lionsklúbbunum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000,- til að halda árlegt jólabarnaball klúbbanna.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til klúbbanna að upphæð kr. 50.000,- sem tekin skal af lið 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 53 Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Staðarhrepps þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlegt jólabarnaball félagsins.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til kvenfélagsins að upphæð kr. 45.000,- sem tekin skal af lið 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 53 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja á fót sérstakan samstarfshóp til að fylgja m.a. eftir aðgerðum til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði sem fram komu í skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar sitji Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir í hópnum en óskar um leið eftir tilnefningu þriggja fulltrúa frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Leitast skal við að val fulltrúa endurspegli fjölbreytni ferðaþjónustunnar og starfsemi hennar vítt og breytt um héraðið. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 53 Undir þessum dagskrárlið kom Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins.
    Í 3. gr. laga um Þjóðminjasafn Íslands segir. „Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands er að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar.“
    Í sveitarstjórnarlögum er hins vegar ekki að finna lagaskyldu sveitarfélaga til að reka sýningu, s.s. í Glaumbæ. Þrátt fyrir það hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt sig fram um og sýnt mikinn metnað í að standa vel að varðveislu og sýningum á menningararfinum og hefur fullan hug á að svo verði gert áfram.
    Í ljósi framansagðs telur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mikilvægt að viðræður um afnot af torfbænum í Glaumbæ snúist um nettó afkomu af rekstri sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, en ekki um hlutföll af brúttó innkomu.
    Í því sambandi er nærtækt að líta til samnings Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur og umsjón Víðimýrarkirkju, þar sem rekstrarafgangur, ef einhver er, gengur til meiriháttar viðhalds kirkju og húsa á Víðimýri eða annarra húsa í húsasafni Þjóðminjasafns í Skagafirði.
    Þar sem starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ er bæði í torfbænum, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og Áshúsi og Gilsstofu, sem eru í eigu Byggðasafns Skagfirðinga, er eðlilegt að litið verði til þess að rekstrarafgangi af starfseminni í Glaumbæ, ef einhver er, verði hlutfallslega skipt á milli beggja aðila til uppbyggingar starfsemi þeirra og húsa í húsasafni í Skagafirði.
    Nefndin felur starfsmönnum sínum að útfæra fyrirliggjandi samningsdrög í þessa veru og senda Þjóðminjasafni Íslands til skoðunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

14.Félags- og tómstundanefnd - 250

Málsnúmer 1801007FVakta málsnúmer

Fundargerð 250 fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Bókun fundar Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Fundargerð Ungmennaráðs frá 22. nóvember 2017 lögð fram til kynningar. Félagsmálastjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að skoða nánar framgang mála sem Ungmennaráðið ályktar um. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Drög að samningi við UMFÍ og UMSS vegna Landsmóts, sem haldið verður í Skagafirði í sumar, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Upplýst var um tveggja vikna lokun Sundlaugar Sauðárkróks vegna framkvæmda. Vonast er til að ekki þurfi að koma til lengri lokana á vorönn, en trúlega mun þurfa að loka nokkru lengur í haust. Reynt verður af fremsta megni að koma til móts við gesti laugarinnar og haga öllum upplýsingum eins og best verður á kosið. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Félag eldri borgara í Skagafirði sækir um styrk vegna félagsstarfs síns að upphæð 300.000 krónur. Nefndin samþykkir að veita félaginu 280.000 króna styrk sem er hækkun um 30.000 krónur frá síðasta ári. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Lögð fram umsókn um styrk að upphæð 200.000 krónur til greiðslu húsaleigu fyrir starf eldri borgara á Löngumýri. Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Lögð fram styrkbeiðni frá Saman hópnum vegna forvarnarstarfs. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar hópnum alls góðs í sínum störfum. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í sínum störfum. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • 14.9 1711174 Styrkbeiðni Aflið
    Félags- og tómstundanefnd - 250 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir í samræmi við kynningu Aflsins á starfseminni sem fram fór hér í Skagafirði s.l. haust. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Samtök um Kvennaathvarf sækja um rekstrarstyrk líkt og undanfarin ár. Nefndin telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni en óskar samtökunum alls góðs. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Kynnt var frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem bíður Alþingis að afgreiða. Byggðarráð sendi félags- og tómstundanefnd erindið með ósk um umsögn. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að rita umsögn á grundvelli þeirrar kynningar og umræðna sem fram fóru á fundinum og senda nefndarmönnum til staðfestingar áður en hún verður send byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 250 Kynnt var frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir sem bíður Alþingis að afgreiða. Byggðarráð sendi félags- og tómstundanefnd erindið með ósk um umsögn. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að rita umsögn á grundvelli þeirrar kynningar og umræðna sem fram fóru á fundinum og senda nefndarmönnum til staðfestingar áður en hún verður send byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

15.Fræðslunefnd - 127

Málsnúmer 1801012FVakta málsnúmer

Fundargerð 127. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 127 Lagt fram eitt mál. Niðursstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Trúnaðarbók fræðslunefnar.

16.Landbúnaðarnefnd - 196

Málsnúmer 1712016FVakta málsnúmer

Fundargerð 196. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 196 Á sameiginlegan fund atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, landbúnaðarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar komu til viðræðu fulltrúar Vegagerðarinnar, Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri, Heimir Gunnarsson tæknifræðingur og V. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri.
    Áttu menn góðan fund þar sem rædd voru ýmis mál er varða starfsemi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

17.Skipulags- og byggingarnefnd - 314

Málsnúmer 1712014FVakta málsnúmer

Fundargerð 314. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 314 Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Sveitarstjórn taldi þörf á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þurfi að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð. Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd.
    Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnin drög að aðalskipulagsbreytingu, dagsett 20. nóvember 2017, sem farið var yfir á fundinum.
    Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 314. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

18.Skipulags- og byggingarnefnd - 315

Málsnúmer 1801005FVakta málsnúmer

Fundargerð 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti, óskar Andrea Kristinsdóttir skipulagsfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf Borgartúni 20 Reykjavík, eftir að Sveitarfélagið Skagafjörð kynni vinnslutillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Því er með vísan í 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga ekki talin þörf á lýsingu deiliskipulags. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.19x Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Með vísan í tölvubréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.12.2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða í Hjaltadal. Framkvæmdin er C- flokks framkvæmd með vísan um lög um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 Kjarvalsstaðir lóð 219448 - Öggur ehf. Bleikjueldi - C-flokks framkvæmd. - 1712231. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
    Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti.
    Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 Skíðasvæðið í Tindastóli - Matsskyldufyrirspurn - nýjar skíðalyftur 2018 - 1712226. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður í Skagafirði, landnr. 145992 sæki um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á nýstofnaðri lóð úr landi jarðarinnar.
    Lóðin hefur fengið heitið Reynistaður 2, landnúmer 226342. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu gerir nánari grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-02 í verki nr. 779801 dags. 13 desember 2017. Umsögn Minjavarðar Nl vestra um byggingarreitinn liggur fyrir. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Guðjón Magnússon kt 250572-4929 og Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659 eigendur jarðarinnar Helluland land B, lóð 2, sækja um heimild til að stofna byggingarreit á jörðinni. Landnúmer jarðarinnar er 223795. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur dagsettur 16.11.2017, númer uppdráttar er S01, verknúmer 774601. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 11. desember 2017, um skil á lóðinni Iðutún 17 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Iðutún 17 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Fundargerð 60. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfullrúa nr. 60 lagður fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018.

19.Skipulags- og byggingarnefnd - 316

Málsnúmer 1801016FVakta málsnúmer

Fundargerð 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu.
    Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
    Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar eru S-101 í verki 7806-01, dags. 5. janúar 2018.
    Erindið er lagt fyrir í tveimur hlutum:
    í fyrsta lagi er sótt um að skipta lóð úr landi jarðarinnar sunnan Hringvegar (1) og vestan Skagafjarðarvegar (752), lóðin er merkt Víðimelur, Suðurtún á meðfylgjandi uppdráttum og er óskað eftir það verði heiti lóðarinnar. Stærð lóðar 168.240 m2. í örðu lagi er óskað eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
    Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel (landnr. 146083) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Örn Fransson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS sækir fh. OLIS um tímabundin afnot af lóðinni Borgarflöt 31 á Sauðárkróki. Fyrirhuguð notkun er eldsneytissala. Samþykkt að heimila Olís tímabundin afnot af lóðinni, til 1. september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Atli M. Traustason, Ingibjörg Klara Helgadóttir, Ingibjörg Aadnegard og Trausti Kristjánsson sækja f.h. þinglýsts eiganda Syðri-Hofdala, landnr. 146421, eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. janúar 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7213-4.
    Erindið samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 Freyjugata 25 - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Tekin fyri umsókn OLIS hf um eldsneytisafgreiðslustöð á lóðinni Ártorg 1 á Sauðárkróki. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa að Ártorgi 1. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Skipulag- og byggingarnefnd bendir á að laus er til umsóknar lóðin Borgarflöt 31 fyrir þess konar starfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.

20.Umhverfis- og samgöngunefnd - 135

Málsnúmer 1712017FVakta málsnúmer

Fundargerð 135. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 135 Á sameiginlegan fund atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, landbúnaðarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar komu til viðræðu fulltrúar Vegagerðarinnar, Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri, Heimir Gunnarsson tæknifræðingur og V. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri.
    Áttu menn góðan fund þar sem rædd voru ýmis mál er varða starfsemi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
Stefán Vagn Stefánsson mætir á fundinn.

21.Álagning fasteignagjalda 2018

Málsnúmer 1710143Vakta málsnúmer

Vísað frá 809. fundi byggðarráðs frá 4.janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að lóðaleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum verði óbreytt árið 2018, þ.e. 10% af lóðarhlutamati.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Samstarfssamningur um heilbrigðiseftirlit á Nl. vestra

Málsnúmer 1712206Vakta málsnúmer

Vísað frá 809. fundi byggðarráðs frá 4.janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og aðildarsveitarfélaga að HNv.; Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur og Fjallabyggð.
Framlögð drög að samstarfssamningi borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild

Málsnúmer 1703264Vakta málsnúmer

Vísað frá 811. fundi byggðarráðs 19. janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.

Fyrirliggjandi uppgjör launagreiðanda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs, með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðarað taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.

24.Lánsumsókn vegna skuldbindinga við Brú - lífeyrissjóð

Málsnúmer 1801114Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstól allt að 600.000.000 kr., með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóli auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til uppgjörs lífeyrisskuldbindinga vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Heimild til að taka ofangreint langtímalán, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK

Málsnúmer 1708171Vakta málsnúmer

Vísað frá 315. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar 2018 til afreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti, óskar Andrea Kristinsdóttir skipulagsfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf Borgartúni 20 Reykjavík, eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður kynni vinnslutillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Því er með vísan í 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga ekki talin þörf á lýsingu deiliskipulags. Erindið samþykkt."

Framangreind niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum. Sveitarstjórn samþykkir að kynna vinnslutillögu að deiliskipulagi tengivirkisins í samræmi við 40 gr. skipulagslaga

26.Kjarvalsstaðir lóð 219448 - Öggur ehf. Bleikjueldi - C-flokks framkvæmd.

Málsnúmer 1712231Vakta málsnúmer

Vísað frá 315. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Með vísan í tölvubréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.12.2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða í Hjaltadal. Framkvæmdin er C- flokks framkvæmd með vísan um lög um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati."

Niðurstaða skipulags- og byggingarnefdar um að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Skíðasvæðið í Tindastóli - Matsskyldufyrirspurn - nýjar skíðalyftur 2018

Málsnúmer 1712226Vakta málsnúmer

Vísað frá 315. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 10. janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti. Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.

Niðurstaða skipulags- og byggingarnefdar, um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma i skýrslunni, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.