Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

31. fundur 17. ágúst 1999 kl. 14:00 - 17:50 Skrifstofa Skagafjarðar

SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 31 – 17.08.1999.

 

Ár 1999, þriðjudaginn 17. ágúst,  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.

            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Árni Egilsson,  Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkárs­son, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

DAGSKRÁ:

1.  Fundargerðir:
   
a) Byggðarráð 7., 16. og 22. júlí, 12. ágúst

    b) Félagsmálanefnd 12. ágúst

    c) Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 11. ágúst

    d) Bygginganefnd grunnskóla 29. júní

    e) Umhverfis- og tækninefnd 4. ágúst

    f)  Veitustjórn 10. ágúst

    g) Hafnarstjórn 11. ágúst

    h) Landbúnaðarnefnd 15. og 19. júlí

    i)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. ágúst

2.  Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar  og stofnana þess fyrir árið 1998 - síðari
     umræða -.

3.  Reglugerð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar - síðari umræða -.

4. Gjaldskrá fyrir Hitaveitu Skagafjarðar.

5. Tilnefning:  Kjör varafulltrúa af B-lista í Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd í stað Þóru
    B. Þórhallsdóttur.

6. Bréf og kynntar fundargerðir:

    a) Skólanefnd 5. júlí

    b) Umhverfis- og tækninefnd 7. og 14. júlí

    c) Landbúnaðarnefnd 25. júní

    d) Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. og 16. júlí

    e) Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 30. júní og 8. júlí.

    f)  Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 8. júlí.

   g)  Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní.


Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 16. ágúst 1999 og var það samþykkt samhljóða.

 

AFGREIÐSLUR:

1. FUNDARGERÐIR:

a)   Byggðarráð 7. júlí

      Dagskrá:

   1. a)  Kosning formanns.

       b)  Kosning varaformanns.

   2. Viðræður við fulltrúa Skíðadeildar Tindastóls.
   3. Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra.
   4.Umsókn um vínveitingaleyfi, Gilsbakki ehf. Hofsósi
   5. Bréf frá HÍK og KÍ.
   6. Málefni Sjávarleðurs.
   7. Beitarafnot í Ásgarðs- og Kolkuóslandi.
   8. Vinabæjarmót í Kristianstad.
   9. Viðræður við Pálma Sighvats.
 10. Fundur með þingmönnum Norðurlands vestra.
 11. Greiðslur fyrir nefndarstörf.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað og Sigrún Alda Sighvats sem leggur fram svohljóðandi tillögu vegna 57.fundargerðar Byggðarráðs frá 7. júlí, 2.liður:

“Undirrituð leggur til að Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd fresti fyrirhuguðum samningsviðræðum um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli fram í júní árið 2000.   Um er að ræða háar upphæðir og ekki er fullljóst hvernig eða hvort sveitarfélagið getur staðið við þau samningsdrög sem lögð hafa verið fram.”     Sigrún Alda Sighvats

Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson sem leggur til að tillögu Sigrúnar Öldu Sighvats verði vísað til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.   Síðan tóku til máls Stefán Guðmundsson,Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson og Stefán Guðmundsson.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Tillaga um að vísa tillögu Sigrúnar Öldu Sighvats til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóð atkvæðum.  Stefán Guðmundsson og Sigurður Friðriksson óska bókað að þeir sitji hjá við þessa afgreiðslu.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 16. júlí

    Dagskrá:

  1. Viðræður við Árna Ragnarsson og Jón Ormar Ormsson.
  2. Tillaga Jóhanns Svavarssonar og erindi Trausta Sveinssonar varðandi jarðgöng á Tröllaskaga.
  3. Vandi loðdýrabænda – erindi frá landbúnaðarnefnd 22. júní sl.
  4. Bréf frá Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna.
  5. Atvinnumálanefnd, Orri Hlöðversson, Þórður Hilmarsson og Ingi Ingason.
  6. Málefni Sjávarleðurs hf.
  7. Bréf frá SÍS varðandi sveigjanleg starfslok.
  8. Bréf frá Ómari Unasyni.
  9. Bréf frá SSNV um stofnun eignarhaldsfélags.
  10. Bréf frá Kaupþingi Norðurlands um stofnun eignarhaldsfélags.
  11. Bréf frá Guðmundu Sigfúsdóttur.
  12. Erindi varðandi skólaakstur.
  13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um skil ársreikninga.
  14. Bréf frá Siglufjarðarkaupstað.
  15. Erindi frá stjórn Höfða hf.
  16. Lagðar fram fundargerðir:
    a) Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 30. júní.
    Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 8. júlí.
    b) Skólanefnd 5. júlí.
    c) Umhverfis- og tækninefnd 7. júlí.
    Umhverfis- og tækninefnd 14. júlí.
    d) Landbúnaðarnefnd 25. júní.
    e) Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. júlí.
  17. Ályktanir vegna breytingar á yfirstjórn grunnskólans á Hólum.
  18. Heimavistarbygging við FNv.

           Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Árni Egilsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 15. liðar.   Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson greiða ekki atkvæði um 6. lið.

 
Byggðarráð 22. júlí

   Dagskrá:

  1. Bréf frá Sýslumanni
  2. Bréf frá Sýslumanni
  3. Bréf frá Sýslumanni
  4. Bréf frá Hjálmari Jónssyni alþingismanni
  5. Suðurgata 10, Sauðárkróki
  6. Samningur um kaup á ræktunarlandi
  7. Bréf frá SÍS
  8. Niðurfellingar
  9. Bréf frá Stefáni Ólafssyni
  10. Fundargerðir
    a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 8. júlí

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs. 

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 Byggðarráð 12. ágúst

    Dagskrá:

  1. Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana hans fyrir árið 1998. – Síðari umræða
  2. Rekstraryfirlitsveitarsjóðs 1.janúar - 30. júní 1999
  3. Úthlutun byggðakvóta
  4. Drög að samkomulagi við arkitekta heimavistar FNv
  5. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni svarðandi forkaupsrétt vegna sölu á Svanavatni í Hegranesi
  6. Bréf frá Nýsköpunarsjóði
  7. Bréf frá Bergey ehf
  8. Bréf frá Guðrúnu Sverrisdóttur
  9. Bréf frá Hauki Ástvaldssyni varðandi forkaupsrétt vegna sölu á landi í Fljótum
  10. Samningsdrög um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli.

            Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Þá tók til máls Árni Egilsson og óskaði eftir því að 3. og 7. liður yrðu teknir til umræðu á eftir öðrum liðum fundargerðarinnar, þannig að framkv.stjóri Höfða h.f. ásamt stjórnarmanni í því fyrirtæki geti vikið af fundi undir umræðu um þá liði.  Var að sjálfsögðu orðið við því.  Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson.   Fleiri   kvöddu sér ekki hljóðs um aðra liði en 3. og 7. lið.   Voru nú liðir 3 og 7 teknir til umræðu.  Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa liði.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Árni Egilsson tekur ekki þátt í afgreiðslu 3. og 7. liðar.

 

b) Félagsmálanefnd 12. ágúst

    Dagskrá:

  1. Ársreikningur Félagslegra íbúða í Skagafirði fyrir árð 1998 - siðari umræða -.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Samþykkt samhljóða að vísa fundargerðinni til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.


c) 
Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 11. ágúst

    Dagskrá:

  1. Umsóknir um starf menningar- æskulýðs og íþróttafulltrúa
  2. Umsóknir um styrki vegna landsliðsferða í körfu
  3. Erindi frá Árna Gunnarssyni
  4. Bréf frá unglingadeildinni Trölla
  5. Styrkur til Villa Nova ehf.
  6. Bréf frá Brunavörnum Skagafjarðar
  7. Bréf frá UMSS
  8. Fyrirspurn frá Ernu Rós Hafsteinsdóttur

 

Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 16. ágúst.

    Dagskrá:

  1. 6 mánaða uppgjör.
  2. Viðræður við Ómar Braga Stefánsson, varðandi starf Menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.   Fyrst var tekin til umræðu fundargerð 11. ágúst.   Þá tóku til máls Árni Egilsson og   Sigrún Alda Sighvats  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerð 11. ágúst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Þá var tekin til umræðu fundargerð 16. ágúst.  Við umræðu og afgreiðslu þessarar fundargerðar  vék Stefán Guðmundsson af fundinum.  Til máls tóku

Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 
d) Byggingarnefnd grunnskóla 29. júní

    Dagskrá:

  1. Framtíð byggingarnefndar Grunnskóla Sauðárkróks.

Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.   Til máls tók Ingibjörg Hafstað.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


e) 
Umhverfis- og tækninefnd 4. ágúst

    Dagskrá:

  1. Grunnskólinn á Sauðárkróki, viðbygging, 1. áfangi verksamningur við Trésmiðjuna Borg hf.
  2. Ægisstígur 7, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – áður á dagskrá 23. júní 1999.
  3. Lóðarumsókn í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki – Vörumiðlun hf.
  4. Syðri Hofdalir – Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.
  5. Göngustígur í Þórðarhöfða – Bréf Friðriks Þórs Jónssonar f.h. Atvinnu­þróunarfélagsins Hrings.
  6. Umsókn  um byggingarleyfi fyrir borholuskúr við holu 3 í Reykjarhól – Hitaveita Skagafjarðar.
  7. Lóðarumsóknir á Hofsósi – Valgeir Þorvaldsson f.h. Verturfarasetursins.
  8. Áskot, Neðra Ási, Hjaltadal – sumarhús – áður á dagskrá 23. júní 99 – mál 10.
  9. Ægisstígur 8 – umsókn um leyfi fyrir unanhússklæðningu Birgir R. Rafnsson. f.h. eiganda.
  10. Þverárfjallsvegur – úskurður skipulagsstjóra, samkvæmt lögum nr. 63/1999 um mat á umhverfisathugun.
  11. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Til máls tóku Snorri Björn Sigurðsson, Stefán Guðmundsson, Herdís Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

f) Veitustjórn 10. ágúst

   Dagskrá:

  1. Ársreikningur Rafveitu Sauðárkróks 1998, seinni umræða.
  2. Ársreikningur Hitaveitu Skagafjarðar 1998, seinni umræða.
  3. Ársreikningur Vatnsveitu Skagafjarðar 1998, seinni umræða.
  4. Bréf frá Máka hf.
  5. Ný reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar, seinni umræða.
  6. Ný gjaldskrá Hitaveitu Skagafjarðar.
  7. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Leggur hann til að 1. – 3. lið verði vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Einnig að 5. lið verði vísað til 3. liðar dagskrár og 6.lið til 4. liðar dagskrár.   Var það samþykkt samhljóða.  Fundargerðin þarfnast ekki samþykktar að öðru leyti.

 

g) Hafnarstjórn 11. ágúst

    Dagskrá:

  1. Ársreikningar Hafnarsjóðs Skagafjarðar árið 1998 - síðari umræða.
  2. Bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþm.
  3. Bréf frá KPMG Lögmönnum ehf.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

h) Landbúnaðarnefnd 15. júlí

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Viðræður við landeigendur á Mælifellsdal, þá Ólaf Hallgrímsson, Mælifelli og Indriða Sigurjónsson, Hvíteyrum.
  3. Stjórn uppr.fél. Lýtingsstaðahrepps og framhl. Seyluhrepps mæta

        til fundar.

   4.  Bréf er borist hefur.

   5.  Önnur mál.


Landbúnaðarnefnd 19. júli

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Bréf fjallskilanefndar Rípurhrepps.

            Gísli Gunnarsson las fundargerðirnar.  Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson og Helgi Sigurðson.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.

 

i)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. ágúst

    Dagskrá:

  1. Markaðsmál í ferðaþjónustu
  2. Eignarhaldsfélag
  3. Hestasport, heimsóknir erlendra hópa til Skagafjarðar
  4. Bleikjueldi
  5. Gönguleið

            Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Til máls tóku Snorri Styrkársson, Árni Egilsson og Stefán Guðmundsson.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Var nú gert stutt fundarhlé, en fundi síðan fram haldið.

 

2.   Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar  og stofnana þess

fyrir árið 1998 – síðari umræða -  

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.  Ræddi hann niðurstöður ársreiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 1998 og leggur hann til að ársreikningar Sveitarsjóðs, Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða verði samþykktir.   Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og síðan Herdís Sæmundardóttir og  Snorri Styrkársson sem óskar að eftir- farandi sé bókað:

       “Undirritaðir fulltrúar Skagafjarðarlistans lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir

        gríðarlegum halla á rekstri sveitarsjóðs Skagafjarðar og fyrirtækja á árinu

        1998 og miklum skuldum í árslok 1998.   Síðasta ár var um margt sérstakt

        í rekstri en sá mikli vandi sem við blasir með heildarskuldir sveitarsjóðs og

        fyrirtækja yfir 2.1. milljarð krefst mikillar hagsýni og ráðdeildarsemi af

        hendi sveitarstjórnar Skagafjarðar.   Ljóst er að hér verður að taka á með

        skipulögðum hætti.

        Skagafjarðarlistinn lýsir sig tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera þær

        ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að koma böndum á fjármál og fjármála-

       stjórnun sveitarsjóðs og fyrirtækja í framtíðinni.   Nauðsynlegt er að taka á

        þessari stöðu strax.   Við skorum á aðra sveitarstjórnarfulltrúa að snúa nú

        bökum saman og sameinast um að stýra fjármálum sveitarfélagsins til betri

        vegar.”

                                    Snorri Styrkársson

                                    Ingibjörg Hafstað

        Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Ársreikningar Sveitarsjóðs, Hafnarsjóðs,

        Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða bornir undir atkvæði

        og samþykktir samhljóða.

 
3. Reglugerð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar – síðari umræða –

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.   Fór hann í stórum dráttum yfir þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðinni á milli umræðna.

      Reglugerð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar borin undir atkvæði og samþykkt

      samhljóða.


4.
Gjaldskrá fyrir Hitaveitu Skagafjarðar.

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.   Fór hann yfir fyrirliggjandi gjaldskrá

Hitaveitu Skagafjarðar.   Þá tók til máls Árni Egilsson.   Aðrir kvöddu sér ekki

hljóðs.   Gjaldskrá fyrir Hitaveitu Skagafjarðar borin undir atkvæði og

samþykkt samhljóða.


5. 
Tilnefning:  Kjör varafulltrúa af B-lista í Menningar- íþrótta og æskulýðsnefnd í stað Þóru B. Þórhallsdóttur.

      Fram kom tillaga um Bjarna Ragnar Brynjólfsson.   Aðrar tilnefningar komu

      ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

 

6.   Bréf og kynntar fundargerðir:

      a)  Skólanefnd 5. júlí
      b)  Umhverfis- og tækninefnd 7. og 14. júlí
      c)  Landbúnaðarnefnd 25. júní
      d)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. og 16. júlí
      e)  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 30. júní og 8. júlí.
      f )  Heilbrigðisnefnd Norðurl. vestra 8. júlí
      g)  Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.  17.5o.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Elsa Jónsdóttir, ritari

Helgi Sigurðsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Stefán Guðmundsson

Sigurður Friðriksson

Ásdís Guðmundsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson