Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

13. fundur 17. nóvember 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 13 - 17.11.98

 

            Ár 1998, hinn 17. nóvember, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.

            Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats., Helgi Sigurðsson, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, Elinborg Hilmarsdóttir og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

Í fjarveru forseta setti 1. varaforseti Stefán Guðmundsson fundinn og lýsti dagskrá:

1.    Fundargerðir:

a)   Byggðarráð 5. og 12.nóv.

b)   Félagsmálanefnd 10.nóv.

c)   Félagsmálanefnd / húsnæðismál 10.nóv.

d)   Skólanefnd 2. og 11.nóv.

e)   Bygginganefnd Grunnsk. Sauðárkr. 2.nóv.

f)    Umhverfis- og tækninefnd 30. okt.

g)   Veitustjórn 4. og 5.nóv.

h)   Hafnarstjórn 12. nóv.

i)    Landbúnaðarnefnd 3. og 11.  nóv.

j)    Atvinnu-og ferðamálanefnd 30.okt.

 

2. Bréf og kynntar fundargerðir:

   -Bygginganefnd meðf. heimilisins Háholts 10. nóvember.

            Áður en gengið var til dagskrár tók 2. varaforseti Ingibjörg Hafstað við fundarstjórn þar sem 1. varaforseti Stefán Guðmundsson óskaði að taka til máls.  Gaf hann þá yfirlýsingu að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku við kosningar til Alþingis á komandi vori.  Tók Stefán síðan aftur  við fundarstjórn og gengið var til dagskrár.

 

Afgreiðslur:

1.  FUNDARGERÐIR:

 a)  Byggðarráð 5. nóvember.

Dagskrá:

  1. Viðræður við forráðamenn Loðskinns.
  2. Viðræður við framkv.stj. Máka og veitustjórn.
  3. Bygging endurhæfingarhúss við heilsustofnunina.
  4. Sveitarstjórnarfundir.
  5. Aðalfundarboð Fisk.
  6. Bréf frá Pétri Einarssyni.
  7. Bréf frá Hannesi Sigurðssyni forstjóra art.is.
  8. Bréf frá Birtingi.
  9. Bréf frá Snorra Þ. ehf/ Vesturfarasetrinu.
  10. Fundarboð v. hluthafafundar í Átaki.
  11. Ungmennaf. Neisti.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ingibjörg Hafstað og Herdís Á. Sæmundard.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 12. nóvember.

Dagskrá:

  1.  Viðræður við formann stjórnar Náttúrustofu.

  2.  Samkomulag við grunnskólakennara.

  3.  Viðræður við útgáfustjórn Byggðasögu Skagf.

  4.  Bréf frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks.

  5.  Bréf frá Landvara.

  6.  Bréf frá Samb. Ísl. sveitarfélaga.

  7.  Fundargerð Launanefndar sv.félaga.

  8.  Umsókn um starf fjármálastjóra.

  9.  Bréf frá Agli Bjarnasyni.

  10. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.

  11. Málefni fatlaðra.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Leggur hún til að 9. lið verði vísað til Umhverfis- og tækninefndar.  Þá tók Snorri Styrkársson til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um vísun 9. liðar til Umhv.- og tækninefndar borin upp og samþ. samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.  Sigrún Alda Sighvats. og Sigurður Friðriksson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar.


b) Félagsmálanefnd 10. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Dagvistarmál.
  3. Trúnaðarmál.
  4. Önnur mál.

 

c) Félagsmálanefnd/húsnæðismál 10. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Endurbætur Skógargötu 2 og Grenihlíð 7.
  2. Skipti á íbúðum.

Elínborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Þá tók Herdís Sæmundard. til máls.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð Félagsm.nefndar 10. nóv. borin upp og samþ.samhljóða. Fundargerð Félagsm.nefndar/húsn.mál 10. nóv. borin upp og samþ.samhljóða.

 

d)  Skólanefnd 2. nóvember.

     Dagskrá:

     1.  Bréf frá leikskólastjóra Brúsabæjar.

     2.  Erindi vegna dagvistar í Lýtingsstaðahreppi.

     3.  Kynntar gjaldskrár leikskóla.

     4.  Staðfesting á skólavist.

     5. Úrdráttur úr erindum fulltrúa nokkurra sveitarfélaga á málþingi um menntun.

     6.  Viðræður við skólastjóra tónlistarskólanna.

     7.  Erindi vegna samkomulags við starfsmenn einstakra skóla.

     8.  Bréf frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.

     9.  Staðfesting á aksturssamningi.

     10.  Tilhögun danskennslu við skóla í sveitarfélaginu.

     11.  Staðfesting á svari til Dalvíkurbyggðar.

     12.  Önnur mál.

            Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann til að 1. lið verði vísað til Byggðarráðs. Þá tók Herdís Á. Sæmundard. til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um vísun 1. liðar til Byggðarráðs samþ. samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.  Sigrún Alda Sighvats. óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 12. liðar c.

 

Skólanefnd 11. nóvember.

   Dagskrá:

   1.  Stefnumótun skólanefndar.

 

e)  Bygginganefnd Grunnsk. Sauðárkróks 2. nóvember.

      Dagskrá:

      1.  Húsrýmisáætlun f. Grunnsk. Skr.

            Herdís Á Sæmundard. skýrði þessar fundagerðir. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerð skólanefndar 11. nóvember þarfnast ekki samþykktar.

Fundargerð Bygginganefndar Grunnsk. Skr. borin upp og samþ. samhljóða.

 

f)  Umhverfis- og tækninefnd 30. október.

     Dagskrá:

  1. Snjómokstur - umræður.
  2. Skipulagsmál sv.félagsins - alm. umræður um stöðu skipul. mála.
  3. Staðardagskrá 21 – Kynnt bréf frá Samb. ísl. sv.félaga dags. 26.10.1998.
  4. Önnur mál.

Sigrún Alda Sighvats. skýrði fundargerðina. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


g)  Veitustjórn 4. nóvember.

      Dagskrá:

      1.  Orkuveitur í Skagafirði “tillaga”.

      2.  Norðlensk-orka.

      3.  Ráðstefna um framtíðarskipum orkumála.

      4.  Innheimta hita- vatnsveitugjalda í Steinst.hverfi.

      5.  Málefni Máka hf.

      6.  Dælustöð í Ljósheimum.

      7.  Önnur mál:

            a)  Samorku-fundur í Borgarnesi
            b)  Samningaviðræður við eldri heitavatnsnotendur í Hólminum      
            c)  Hluthafa fundur Átaks hf.

            Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur fram tillögur að breytingum á samþykkt Veitustjórnar Skr.

1. lið fundargerðarinnar, þannig að;

  1. Breyting á fyrstu setningu……arðsemisathugun á sameiningu á dreifikerfi raforku í Skagafirði með það í huga að til verði eitt veitu- og/eða orkusölufyrirtæki í Skagafirði.
  2. Í skilgreiningu verkefnis; fyrstu setningu standi…. í Skagafirði og eftir atvikum einnig hita- og vatnsveitur í eigu sveitarfélagsins.
  3. Þá falli brott önnur setning í skilgreiningu verkefnis; “Fyrirtækið verði í eigu Skagafjarðar”

Þá tók Árni Egilsson til máls. Síðan tóku til máls Herdís Á. Sæmundard., Snorri Styrkársson, Sigrún Alda Sighvats., Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fyrsti liður breytingartillögu Snorra Styrkárssonar borinn upp og felldur með 7 atkv. gegn 2.  Aðra liði tillögunnar hafði Snorri Styrkársson dregið til baka áður.  Tillaga Veitustjórnar sbr. 1. lið fundargerðarinnar borin upp og samþykkt samhljóða.  Ingibjörg Hafstað greiðir ekki atkvæði og Snorri Styrkársson situr hjá við þessa afgreiðslu.  Fundargerðin að öðru leyti borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Veitustjórn 5. nóvember.

     Dagskrá:

     1. Málefni Máka h.f.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

h)  Hafnarstjórn 12. nóvember.

      Dagskrá:

      1.  Hafnaáætlun 1999-2002.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

 i) Landbúnaðarnefnd 3. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fundir með fjallskilastjórum.
  3. Refaveiðar – vetrarveiði.
  4. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

Landbúnaðarnefnd 11. nóvember.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilanefnd Viðvíkur- og Hólahrepps mætir til fundar.
  3. Fjallskilanefnd framhl. Seyluhrepps og Lýtingsst.hrepps vestan Jökulsár vestri kemur til fundar.
  4. Önnur mál.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Elinborg Hilmarsdóttir.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ.samhljóða.

 

 j)  Atvinnu-og ferðamálanefnd 30. október.

     Dagskrá:

     1.  Atvinnu- og ferðamál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir og Stefán Guðmundsson.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR

            Bygg.nefnd meðf.heimilisins Háholts 10. nóvember.  Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                    Elsa Jónsdóttir, ritari

Árni Egilsson                                                 Snorri Björn Sigurðsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Herdís Á. Sæmundard.

Sigrún Alda Sighvats.

Helgi Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Sigurður Friðriksson

Ásdís Guðmundsdóttir

Páll Kolbeinsson