Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

11. fundur 20. október 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 11  - 20.10.98

            Ár 1998, hinn 20. október, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitar­félagsins kl. 14,00.

            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Herdís Sæmundardóttir.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 

1. FUNDARGERÐIR

  1. Byggðarráð 12. og 15. okt.
  2. Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 12. okt.
  3. Félagsmálanefnd 13. okt.
  4. Félagsmálanefnd / húsnæðismál 13. okt.
  5. Skólanefnd 13. okt.
  6. Bygginganefnd Grunnsk. Sauðárkr. 8. okt.
  7. Landbúnaðarnefnd 5. og 13. okt.
  8. Atvinnumálanefnd 9. okt.

 2Kosningar: Tveir fulltrúar í stjórn Húsfélagsins Skagf.braut 17-21.

 3. Tilnefningar í nefndir í stað Ólafs Adolfssonar og Önnu Margrétar Stefánsd.

 4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

 
Afgreiðslur: 

1. FUNDARGERÐIR

a) Byggðarráð 12. október

    Dagskrá:

  1. Kjaramál grunnskólakennara.
  2. Bréf frá Skipulagsstofnun.
  3. Samningur við Arkitekt Árna.
  4. Bréf frá  Agli Erni Arnarsyni.
  5. Bréf frá Fornleifastofnun Íslands.
  6. Bréf frá Brunamálastofnun ríkisins.
  7. Aðalfundur Vöku ehf.
  8. Bréf frá stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  9. Tillaga.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 
Byggðarráð 15. október

Dagskrá:

  1. Ársreikningar Skefilsstaða-, Fljóta- og Viðvíkurhr. 1997 – síðari umræða.
  2. Fundur með þingmönnum kjördæmisins.
  3. Erindi Egils Arnar Arnarsonar – frestað á síðasta fundi.
  4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
  5. Umsókn um tækifærisvínveitingaleyfi.
  6. Bréf frá Heilbrigðisráðuneyti.
  7. Bréf frá Verkal.félaginu Fram.
  8. Bréf frá Starfsmannafélagi Sauðárkróks – tvö bréf.
  9. Bréf frá SSNV.
  10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  11. Bréf frá Ágúst Jónssyni.
  12. Bréf frá stjórn Skarðsárnefndar.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Sigrún Alda Sighvats, sem óskar eftir því að 3. liður verði borinn upp sérstaklega, og Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

3. liður borinn upp og samþykktur með 10 atkvæðum gegn 1.

Fundargerðin að öðru leyti samþ. samhljóða.


b)  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 12. október.

Dagskrá:

  1. Tilnefningar í hússtjórn félagsheimila.
  2. Bréf frá Íþróttafélaginu Smára.
  3. Önnur mál.
  4. Kynnisferð um Sauðárkrók.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


c) Félagsmálanefnd 13. október

Dagskrá:

    1.   Húsnæðismál.
    2.   Dagmæður.
    3.   Erindi frá Kvennaathvarfi.
    4.   Fulltrúar í Stjórn Dvalarheimilisins Sauðár.
    5.   Trúnaðarmál.
    6.   Önnur mál.

 

d)  Félagsmálanefnd / húsn.mál 13. október

Dagskrá:

     1. Leiga á Jöklatúni 5.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.

e)  Skólanefnd 13. október

Dagskrá:

  1. Skólaakstur í Skagafirði – aksturssamningar.
  2. Bréf frá Menntamálaráðun. um starfstíma skóla.
  3. Erindi frá Menntamálar. vegna stjórnsýsluúrskurðar.
  4. Erindi frá Menntamálaráðun. um starf foreldraráða.
  5. Tillaga frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur.
  6. Vinnureglur við stefnumótun og skipulag skólamála.
  7. Hugmyndir um aukin samskipti heimila og skóla, frá Stefaníu Hjördísi Leifsd.
  8. Kynnt skólafærninámskeið við Ölduselsskóla.
  9. Erindi vegna danskennslu við skóla í Skagaf.
  10. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


f)  Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks 8. október

Dagskrá:

  1. Húsrýmisáætlun fyrir Grunnskólann á Sauðárkróki.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


g) Landbúnaðarnefnd 5. október

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Veiðistjóri mætir til fundar.
  3. Samningur við dýralækna.
  4. Bjarni Bragason mætir til fundar.
  5. Önnur mál.

Forseti las upp fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


Landbúnaðarnefnd 13. október

Dagskrá:

  1. Afréttarskrá Skagafjarðar.
  2. Landsmót hestamanna árið 2002.

Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.


h) Atvinnu- og ferðamálanefnd 9. október

Dagskrá:

  1. Bjarki Jóhannesson kynnir starfsemi Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
  2. Umræður um flutning á fyrirtækjum til Skagafjarðar.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

2Kosningar:  Tveir fulltrúar í stjórn Húsfélagsins Skagf.braut 17-21.

Fram kom tillaga um Snorra Björn Sigurðsson og Halldór Halldórsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

3. Tilnefningar í nefndir í stað Ólafs Adolfssonar og Önnu Margrétar Stefánsd.

Í stað Ólafs Adolfssonar í Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd kom fram tillaga um Gísla Eymarsson sem aðalmann og Björgvin Guðmundsson sem 1. varamann og Kristjönu Jónsdóttur sem 2. varamann. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

Í stað Önnu Margrétar Stefánsdóttur í Félagsmálanefnd kom fram tillaga um Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur sem aðalmann og Ingibjörgu Hafstað sem vara­mann. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 
4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

Ekkert lá fyrir undir þessum lið.

 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                   Elsa Jónsdóttir, ritari

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Stefán Guðmundsson

Helgi Sigurðsson

Sigrún Alda Sighvats

Sigurður Friðriksson

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

Ásdís Guðmundsdóttir

Páll Kolbeinsson