Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

197. fundur 11. janúar 2007
Fundur  197 - 11. janúar 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 11. janúar kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti setti fund og óskaði fulltrúum og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs og bauð þá velkomna til starfa á nýju ári.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
373. fundur byggðaráðs, 19. des.   2006.
 
 
Mál nr. SV070015
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Gísli Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsd., fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
374. fundur byggðaráðs, 9. janúar 2007.
 
 
Mál nr. SV070021
 
Fundargerðin er í 14 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
061222 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070017
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070109 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070022
 
Fundargerðin er í 6 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Þórdís leggur til að 3. lið - tillögu um hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar - verði vísað til byggðarráðs.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Tillaga um vísun 3. liðar til Byggðarráðs Skagafjarðar samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
070108 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070023
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
20070109 - Skipulags- og byggingarn. f.115
 
 
Mál nr. SV070024
 
Fundargerðin er í 8 liðum. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Gísli Árnason, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
061219 Umhverfis- og samgöngunefnd 8
 
 
Mál nr. SV070018
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
Tillaga í skólamálum - Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
 
 
Mál nr. SV070019
 
Bjarni Egilsson kvaddi sér hljóðs og bar upp svofellda tillögu:
 
“Sveitarstjórn samþykkir að beina til fræðslunefndar eftirfarandi tillögum að skipulagi skólamála út að austan til næstu þriggja ára.
 
1.       Kennsla yngri nemenda, 1. til 6. bekkur, verði á Hólum, Hofsósi og í Sólgörðum.
2.       Kennsla eldri nemenda, 7. til 10. bekkur, verði á Hofsósi.
3.       Gerð verði krafa til skólastjóra að starfsmannahald verði vel rökstutt og innan eðlilegra marka miðað við fjölda nemenda.
4.       Skoðað verði hvort breyting á yfirstjórn, þannig að einn skólastjóri verði yfir öllum skólunum út að austan, auðveldi faglegt samstarf milli þeirra, sveigjanleika í skólastarfinu og leiði til fjárhagslegrar hagræðingar.
5.       Haft verði samráð við foreldra og starfsmenn um tillögur þessar með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöððu sem uppfyllir faglegar kröfur og skilar fjárhagslegri hagræðingu. 
 
Greinargerð:
Skýrt hefur komið fram hjá foreldrum út að austan að kennsla yngri barna í þeirra nánasta umhverfi, þ.e. á Hólum, Hofsósi og í Sólgörðum er grundvallarskilyrði búsetu á þessum svæðum. Félagsleg og fagleg rök hníga hins vegar að því að æskilegt sé að hefja samkennslu barna af svæðinu frá 7. bekk, enda mun sú breyting ekki fela í sér aukinn kostnað við skólaakstur.
Miðað við fyrirsjáanlegan nemendafjölda má ætla að þessi leið sé raunhæf a.m.k. næstu 3 árin. Þó má ljóst vera að aðstaðan á Hofsósi, og þá sérstaklega til íþróttakennslu uppfyllir ekki kröfur foreldra og því verður að líta svo á að um bráðabirgðalausn sé að ræða. 
Búsetuþróun á svæðinu mun verða afgerandi fyrir framtíðarfyrirkomulag á kennslu eldri barna. Vonandi mun sá tími bera með sér sókn og uppbyggingu.”
Bjarni Egilsson.
Páll Dagbjartsson.
Sigríður Björnsdóttir.
 
Til máls tók Gísli Árnason og lagði fram bókun:
“Í dreifðum byggðum eru skólarnir festa hvers byggðarlags. Oftar en ekki standa íbúarnir þétt við bakið á skólunum, sem sýnir hve mikilvægir þeir eru í hugum fólks.
Ég er sammála því sem fram hefur komið hjá foreldrum að öflugt skólastarf er grundvallarskilyrði búsetu á viðkomandi svæðum. Það er einnig varað við því í ályktunum aðstandanda skólannna út að austan, að minnka einingarnar enn frekar, skólarnir eru það mikilvægur þáttur í atvinnustarfsemi svæðanna.
Þar sem  byggð á í vök að verjast eru endurteknar hugmyndir um niðurskurð á skólastarfsemi ekki til þess fallnar að efla byggðina á viðkomandi svæðum.
Ég hef einnig efasemdir um fjárhagslega og faglega hagkvæmni þess að einn skólastjóri verði yfir skólunum út að austan.
Hægt er að hagræða og koma við meiri sveigjanleika og samstarfi skólanna í héraðinu án þess að vega að eða breyta skólahaldi á einstökum stöðum innan sveitarfélagsins.
Því vekur það nokkra furðu að þrátt fyrir ályktanir íbúa, kveður tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Sveitarstjórn Skagafjarðar á um skerðingu á skólastarfi á Sólgörðum og Hólum. - Ég sit því hjá við afgreiðslu tillögunnar.”
Gísli Árnason.
 
-          Sigríður Björnsdóttir kom nú til fundar.
 
Sigurður Árnason tók til máls og lagði til að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks yrði vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.
 
Sigurður lagði einnig fram bókun:
“Undirritaður fagnar því að komin sé fram tillaga frá Sjálfstæðisflokknum í málefnum grunnskólanna Út að austan. Betra hefði verið ef að tillagan hefði komið fram fyrr þegar kallað var eftir tillögum í umræðu um fjárhagsáætlun. Lítur undirritaður svo á að þessi tillaga sé ábending frá sjálfstæðismönnum og samþykki því að henni sé vísað til nefndarinnar til skoðunar.”
Sigurður Árnason.
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Sigurðar Árnasonar borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkv.
Gísli Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Eyvindarstaðaheiði ehf - 2 fundir 061110
 
 
Mál nr. SV070008
 
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Bjarni Egilsson, fleiri ekki.
 
Þá kvaddi Gísli Árnason sér hljóðs með ábendingu varðandi bókun í síðustu fundargerð sveitarstjórnar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, með leyfi varaforseta og lagði fram tillögu að bókun sveitarstjórnar:
“Ábending kom fram í lok fundar um að ranglega hafi verið bókað varðandi afgreiðslu á Þriggja ára áætlun á fundi sveitarstjórnar 14. des. 2006. Áætlunin var þar afgreidd til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn, og leiðréttist bókunin hér með.”
 
Þessi bókun samþykkt samhljóða.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16:55.   Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar