Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

185. fundur 12. júní 2006
 
Fundur  185 - 12. júní 2006
 
Ár 2006, mánudaginn 12. júní kl. 09:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson. Þórdís Friðbjörnsdóttir. Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra.
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
 
Aldursforseti þeirra, sem lengst hafa setið í  sveitarstjórn, Þórdís Friðbjörnsdóttir, setti fund og kynnti dagskrá.
Bar síðan upp tillögu um forseta sveitarstjórnar, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, tók nú við fundarstjórn.
 
Dagskrá:
 
1.  Kosningar skv. 53. gr. Samþykkta um stjórn Sveitarfél. Skagafj.
 
1. A: til eins árs:
 
Forseti bar upp tillögur um eftirgreinda til starfa:
 
Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar:    Gunnar Bragi Sveinsson
Annar varaforseti sveitarstjórnar:    Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því réttkjörnir.
 
Tveir skrifarar og jafnmargir til vara
Aðalmenn                                             Varamenn
Þórdís Friðbjörnsdóttir                         Einar Einarsson
Katrín María Andrésdóttir                     Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Byggðaráð:  Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Gunnar Bragi Sveinsson                        Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir                 H. Vanda Sigurgeirsdóttir
Bjarni Egilsson                                      Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Fram hefur komið tillaga um að áheyrnarfulltrúar eigi sæti á byggðarráðsfundum.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillaga er um þessa:
Áheyrnarfulltrúi:                                    Varamaður:
Bjarni Jónsson                                      Gísli Árnason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því réttkjörnir.
B: Til fjögurra ára:
 
Skoðunarmenn:  Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Sigurbjörn Bogason                              Ásta Pálmadóttir
Haraldur Þór Jóhannsson                      Bjarni Maronsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Fræðslu - og menningarnefnd.  Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um að fresta tilnefningu í Fræðslu- og menningarnefnd og vísa þessum lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Var það samþykkt með 6 atkvæðum.
 
Félags- og tómstundanefnd.  Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn:                                            Varamenn:
H. Vanda Sigurgeirsdóttir                      Hólmfríður Guðmundsdóttir
Þórdís Friðbjörnsdóttir                         Íris Baldvinsdóttir
Katrín María Andrésdóttir                     Sigríður Björnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessar því réttkjörnar.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd.  Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Snorri Styrkársson                                Viggó Jón Einarsson.
Gunnar Bragi Sveinsson                        Elinborg Hilmarsdóttir.
Bjarni Egilsson                                      Páll Dagbjartsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Skipulags- og byggingarnefnd.  Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Einar Einarsson                                     Gunnar Bragi Sveinsson
Svanhildur Guðmundsdóttir                   Pétur Valdimarsson.
Páll Dagbjartsson                                  Gísli Sigurðsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Landbúnaðarnefnd.  Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Einar Einarsson                                     Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað                                  Sólveig Olga Sigurðardóttir
Sigríður Björnsdóttir                             Bjarni Þórisson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Umhverfisnefnd.  Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um að fresta tilnefningu í Umhverfisnefnd og vísa þessum lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Var það samþykkt með 6 atkv.
 
Samgöngunefnd.  Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um að fresta tilnefningu í Samgöngunefnd og vísa þessum lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Var það samþykkt með 6 atkv.
 
Barnaverndarnefnd.  Fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um að fresta tilnefningu í Barnaverndarnefnd til næsta sveitarstjórnarfundar. Samþykkt með 9 atkv.
 
2.      Tillögur um breytingar á Samþykktum um stjórn og fundarsköp
Sveitarfél. Skagafjarðar – fyrri umræða
 
Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Fyrir fundinum liggja eftirfarandi tillögur:
 
Tillaga 1. Fræðslu- og menningarnefnd verði skipt upp í tvær nefndir, Fræðslunefnd og Menningar- & kynningarnefnd.
 
Liður 1.1. breytist og verður eins og segir: .
1.1. Fræðslunefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með verkefni grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1997, verkefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 78/1994, verkefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, verkefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum framhaldsskólalaga nr. 80/1996 auk samstarfs við menntastofnanir, fullorðinsfræðslu og
endurmenntun. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum
 
Liður 3.2. bætist við greinina og verður eins og hér segir:
3.2  Menningar- og kynningarnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn.Nefndin fer með málefni bókasafna samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, málefni skjalasafna samkvæmt lögum nr. 66/1985 og verndun gamalla húsa og fornra minja samkvæmt þjóðminjalögum nr. 88/1989. Nefndin fer með málefni félagsheimila og almennt með menningarmál í sveitarfélaginu. Þá fer nefndin einnig með kynningarmál sveitarfélagsins. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
 
Tillaga 2. Samgöngunefnd og umhverfisnefnd verði sameinaðar í eina nefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd. Nefndin taki við hlutverki beggja nefndanna eins og þau eru nú. Skipulags- og byggingarnefnd taki við skipulagi hafnarsvæðis af samgöngunefnd.


Liður 2.1. breytist og verður eins og hér segir:
2.1. Skipulags- og byggingarnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Skulu þeir allir vera aðal- eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með byggingar- og skipulagsmál samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, þ.m.t. skipulag hafnarsvæða og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Sveitarstjórn setur sérstaka samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa sem ekki þurfa staðfestingu nefndarinnar. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
 
Liður 2.4 fellur niður og liður 2.3 verður eins og hér segir:
2.3. Samgöngu- og umhverfisnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina. Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn. Nefndin fer með hafnamál samkvæmt hafnalögum nr. 23/1994, og samgöngumál almennt í  sveitarfélaginu. Nefndin fer með málefni sem varða náttúrverndarlög nr. 44/1999 og heilbrigðismál samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Umhverfisnefnd vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana skal leita eftir umsögn nefndarinnar í þeim málum sem hana varðar. Þá skal skipulags- og byggingarnefnd hafa samráð við nefndina um aðra deiliskipulagsvinnu varðandi málefni sem heyra undir umhverfisnefnd í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og byggingareglugerð nr. 441/1998. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
 
Tillaga frá Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa Vg:
Breytingar á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar 53. gr. B. Fastanefndir
 
“Sveitarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins að tilnefna fulltrúa til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt.”
 
Til máls tók Bjarni Egilsson og lagði fram svohljóðandi tillögu:
 
Breytingartillaga við tillögur um breytingar á Samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
“Sveitarstjórn samþykkir að skipa nefnd fulltrúa meiri- og minnihluta sem endurskoði samþykktir sveitarfélagsins og skili tillögum um breytingar til sveitarstjórnar eigi síðar en 20. ágúst n.k.”
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir
 
Greinargerð:
Það er eðlilegt að þróa og laga samþykktir sveitarfélagsins á hverjum tíma þannig, að þær miðist við nútímann og skilvirkni í stjórnun sé sem best.
Við teljum farsælast að leitast við að skapa sem mesta samstöðu innan sveitarstjórnar ef á að fara í breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Þess vegna leggjum við til að nefnd skipuð fulltrúum allra flokka leggi fram tillögur um breytingar til sveitarstjórnar.
Fulltrúar sjálfstæðisflokksins eru tilbúnir að koma að þeirri vinnu og trúa því ekki að óreyndu að flokkar sem kenna sig við samráð og samvinnu og boða jafnframt aukna samstöðu í sveitarstjórn, fari út í breytingar á samþykktum sveitarfélagsins án þess að bjóða öllum flokkum aðkomu að málinu.
Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir.
 
Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa öllum tillögunum áfram til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
Katrín María Andrésd. kvaddi sér hljóðs, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09,27.  Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari fundargerðar