Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

183. fundur 11. maí 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  183 - 11. maí 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 11. maí kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar Eðvald Einarsson, Einar Gíslason, Ólafur Atli Sindrason, Gísli Gunnarsson, Bjarni Pétur Maronsson, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka 1 lið á dagskrá. þ.e. úrsögn eins fulltrúa úr yfirkjörstjórn. Var það samþykkt.
 
Lagt fram
 
1.
344. fundur byggðaráðs, 9. maí 2006.
 
 
Mál nr. SV060259
 
Fundargerðin er í 19 liðum. Gisli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Hann leggur til að 4. lið hennar, um tilnefningu í stjórn Hátækniseturs, verði vísað til 3ja liðar á dagskrá þessa fundar.
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, sem leggur til að 1. lið verði vísað til næstu sveitarstjórnar. Þá kvöddu sér hljóðs Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson.
 
Þá  Einar E. Einarsson og leggur fram bókun varðandi 9. og 10.lið:
#GLFulltrúar Framsóknarflokks vilja ítreka að þeir eru á móti báðum þeim samningum sem um getur í lið 9 og 10, þar sem hvorugt fyrirtækjanna uppfyllti skilyrði til úthlutunar byggðakvóta.#GL
Einar E. Einarsson
Einar Gíslason
Ólafur Sindrason
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls, fleiri ekki.
 
Tillaga Bjarna Jónssonar, um að næsta sveitarstjórn skuli fjalla um afgreiðslu 1. liðar borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkv. gegn 3 atkv. Sjálfstæðismanna.
 
Einar E. Einarsson lagði fram svofellda bókun:
#GLFulltrúar Framsóknarflokks harma að ekki skuli vera 100#PR sátt um vinnu við kjör fulltrúa, sem allir fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Skagafjarðarlista og oddvita Vinstri grænna hafa samþykkt og lagt fram í sátt. Við viljum ekki samþykkja þetta nema algjör sátt sé um afgreiðslu og samþykkjum því þann vonda kost að málinu sé vísað til næstu sveitarstjórnar og hörmum afgreiðsluna#GL
Einar E. Einarsson
Einar Gíslason
Ólafur Sindrason
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram bókun:
#GLUndirrituð harmar það að sátt hafi ekki náðst með að afgreiða þetta samhljóða í sveitarstjórn. Mikilvægt er að sátt sé um þessa vinnu sem hefur verið unnin á faglegan hátt. Því greiði ég atkvæði með frestun.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
 
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
#GLÞrátt fyrir að ýmislegt sé til bóta í margt ágætum tillögum starfshópsins varðandi umgjörð á launakerfi nefnda og sveitarstjórnar þá telur Félag VG í Skagafirði ekki hægt að fallast á tillögur sem leiddu til frekari útgjalda í yfirstjórn sveitarfélagsins. Félagið hefur lagt áherslu á að fremur þurfi að lækka þann kostnað. Því er eðlilegt að málinu sé vísað til næstu sveitarstjórnar til meðferðar.#GL
Bjarni Jónsson VG
 
Ársæll Guðmundsson lagði fram bókun:
“Undirritaður oddviti Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Sveitarstjórn Skagafjarðar harmar að ekki hafi náðst fullkomin samstaða um tillögu nefndar um endurskoðun á starfskjörum fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélagsins.
Full samstaða um niðurstöðu náðist í nefndinni. Þær breytingar, sem nefndin leggur til
eru ekki til hækkunar eða útgjaldaauka fyrir sveitarfélagið heldur grundvallarbreytingar á greiðslum til þeirra sem fyrst og fremst inna vinnu af hendi fyrir sveitarfélagið.”
Ársæll Guðmundsson, oddviti VG
 
Bjarni Maronsson tók til máls, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
 
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
#GLTillögur starfshópsins í núverandi mynd hafa ekki hlotið umfjöllun eða verið samþykktar innan VG í Skagafirði.#GL
Bjarni Jónsson VG
 
Gísli Gunnarsson lagði fram bókun:
#GLFulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frestun tillögunnar, því við erum á móti þessum hringlandahætti og þökkum nefndinni góð störf.#GL
Gísli Gunnarsson
Bjarni Maronsson
Sólveig Jónasdóttir
 
Bjarni Maronsson tók til máls, þá Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 16. liðar.
 
 
2.
26. fundur eignarsjóðs, 9. maí 2006.
 
 
Mál nr. SV060260
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
060426 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060261
 
Fundargerðin er í 4 liðum.
 
 
4.
060503 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060262
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti báðar fundargerðirnar.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
5.
060503 - 98.f Skipulags- og byggingarn.
 
 
Mál nr. SV060263
 
Fundargerðin er í 15 liðum.
 
 
 
 
6.
060508 - 99.f Skipulags- og byggingarn.
 
 
Mál nr. SV060264
 
Fundargerðin er í 14 liðum.
Bjarni Maronsson kynnti báðar fundargerðirnar.
Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðir bornar undir atkvæði og samþ. samhlj.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 8. liðar fundarg. frá 3. maí.
Sólveig Jónasdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgr. 11. liðar fundarg. frá 3. maí.
 
 
7.
Tillaga varðandi Sögu Sauðárkróks
 
 
Mál nr. SV060265
 
Gísli Gunnarsson ber fram svofellda tillögu:
 
#GLSveitarstjórn samþykkir að á þessu ári (2006) veði hafinn undirbúningur að ritun og útgáfu sögu Sauðárkróks frá 1948-1998. Sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs er falið að fylgja málinu eftir.
 
Greinargerð
Saga Sauðárkróks er til í þremur bindum og nær til ársins 1948, eða þar til Sauðárkrókur var orðinn kaupstaður, en þann 13. maí árið 1947 var samþykkt á Alþingi frumvarp um að Sauðárkrókshreppur fengi kaupstaðarréttindi.
Nú eru liðin rúm 30 ár síðan þriðja bindi þessa ritverks kom út, en það var árið 1973. Og nú styttist í 60 ára kaupstaðarafmæli Sauðárkróks.
Með ritun fjórða bindis verður sagan rakin frá lokum þriðja bindis, allt til sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði, saga sem spannar hálfa öld.#GL
Gísli Gunnarsson
Ársæll Guðmundsson
 
Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og lagði fram bókun:
#GLMikilvægt er að fram fari skipulögð vinna við að safna heimildum um þetta tímabil. Þar sem fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þessari vinnu og tillagan tekur ekki á kostnaði og framkvæmd, en þetta verður ekki gert nema til komi fjármagn, sit ég hjá við afgreiðslu tillögunnar.#GL
                                                   Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
 
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
#GLLjóst er að halda þarf áfram ritun sögu Sauðárkróks og hafa Framsóknarmenn alltaf verið fylgjandi því. Hingað til hefur það hinsvegar verið stefna sveitarstjórnar að láta Byggðasögu Skagafjarðar ganga fyrir næstu árin, en vegna gríðarlegs kostnaðar við ritun Byggðasögunnar er öllum ljóst að mjög erfitt verður að vinna að báðum verkunum í einu. Tillagan, eins og hún er lögð fram hér, er því lítið annað en kosningabrella. Rétt gæti hinsvegar verið að fara í ákveðna heimildarvinnu fyrir tilvonandi bók með t.d. viðtölum við fólk, sem enn er uppi og kann vel sögu Sauðárkróks. Áður en ákveðið verður síðan hvenær verkið verður gefið út í heild sinni verður að liggja fyrir kostnaðaráætlun.#GL
Einar E. Einarsson
Einar Gíslason
Ólafur Sindrason
 
Bjarni Maronsson tók til máls, þá Gísli Gunnarsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkv.
 
 
 
 
 
8.
Tilnefning í stjórn Hátækniseturs Ísl. ses
 
 
Mál nr. FS060004
 
Erindi vísað frá byggðaráði. Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar þann 9. maí s.l. var lögð fram tillaga um að þeir, sem eru í undirbúningsstjórn að stofnun Hátækniseturs Íslands ses, þ.e. Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson og Gunnar Bragi Sveinsson skipi stjórn Hátæknisetursins. Tillögunni var vísað til sveitarstjórnar.
Þá kemur fram tilnefning um varamenn, þá Svein Ragnarsson frá Hólaskóla, Þorkel V. Þorsteinsson frá FNV og Einar E. Einarsson.
Þar eð ekki koma fram aðrar tilnefningar teljast þessir aðilar réttkjörnir.
Háskóli Íslands mun tilnefna tvo menn í stjórnina.
 
 
9.
Ársreikningar Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2005
 
 
Mál nr. SV060266
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri tók til máls og skýrði reikninginn. Engar breytingar hafa orðið frá fyrri umræðu.
 
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2005 eru þessar; rekstrartekjur A-hluta sveitarsjóðs kr. 1.760.172.467, samanteknar rekstrartekjur A- og B- hluta sveitarsjóðs kr. 2.034.644.933.  Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 1.817.765.780.  Samantekin rekstrargjöld A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 2.006.860.826.  Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru kr. 76.872.739 og samantekið fyrir A og B hluta sveitarsjóðs kr. 156.220.826  Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð kr. 152.466.052 og neikvæð í samanteknum A og B hluta að upphæð kr. 128.436.719.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2005 nam kr. 807.097.760 samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta kr. 546.347.955.
 
Leggur sveitarstjóri til að ársreikningur 2005 verði samþykktur.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
 “Ársreikningur 2005 sýnir að halli á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar heldur áfram og skuldir lækka ekki.  Samkvæmt ársreikningi 2005 var halli á rekstri 128 milljónir króna þrátt fyrir að tekjur hafi verið 124 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í upphaflegri fjárhagsáætlun.  Skuldir sveitarfélagsins hafa vaxið um 441 milljón króna frá því að núverandi meirihluti í sveitarstjórn var myndaður um mitt ár 2002, eigið fé hefur rýrnað og samanlagður halli sveitarfélagsins er orðinn 448 milljónir króna fyrir sama tímabil þrátt fyrir sölu eigna að upphæð um 300 milljónir króna.  Því miður eru því endurteknar yfirlýsingar meirihlutans um afkomu sveitarfélagsins ekki á rökum reistar, þær bera hinsvegar sem fyrr vott um frjálslega túlkun á tölum.  Þess vegna stendur eftirfarandi setning úr bókun fulltrúa Skagafjarðarlistans frá afgreiðslu ársreiknings 2004 óhögguð #GLÞetta sýnir enn og aftur að núverandi meirihluti hefur ekki getu til að taka á fjármálum sveitarfélagsins#GL.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
 
Þá tók til máls Einar E. Einarsson og lagði fram bókun:
“Ljóst er af niðurstöðu ársreiknings vegna ársins 2005 að meirihlutanum hefur mistekist að ná yfirlýstum markmiðum sínum um að lækka skuldir og koma böndum á rekstur sveitarfélagsins. Skuldir hafa aukist um 442 millj. á kjörtímabilinu eru nú 2.967 millj., þrátt fyrir sölu eigna upp á 270 millj. kr. Öll rekstrarárin hafa gjöld farið verulega fram úr áætlun auk þess sem hallarekstur er viðvarandi. Þessi þróun er með öllu óviðunandi og löngu ljóst að núverandi meirihluti hefur gefist upp á verkefninu.”
Einar E. Einarsson
Einar Gíslason
Ólafur Sindrason
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls, þá Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson.
 
Því næst Gísli Gunnarsson, sem lagði fram bókun:
“Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjörður og stofnana þess liggur nú fyrir og sýnir svo ekki verður um villst verulega bætta rekstrarstöðu frá fyrra ári og frá upphafi þessa kjörtímabils.
Framreiknaðar upphæðir á verðlagi lok ársins 2005 sýnir að langtíma- og skammtímaaskuldir hafa lækkað frá árinu 2004 um kr. 22.597.000.-frá árinu 2004 en sé miðað við árslok 2002 þá hafa skuldirnar lækkað um kr.79.739.000.-  Á sama tíma hefur handbært fé hækkað úr kr 75.221.996,- í 156.506.525,- eða um kr. 81.284.529,-. 
Mikið hefur áunnist við að bæta rekstur sveitarfélagsins og greiðslustöðu þess þrátt fyrir framkvæmdir á hverju ári fyrir um 100 milljónir króna.  Vilja undirritaðir þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir að hafa lagt sig mjög fram við að ná þessum árangri og sérstaklega starfsfólki fjármálasviðs fyrir gríðarlega mikla og góða vinnu við að innleiða nýtt upplýsinga- og bókhaldskerfi, sem gert hefur alla fjármálastjórnun og yfirsýn yfir rekstur skilvirkari og árangursríkari.”
Gísli Gunnarsson
Ársæll Guðmundsson
 
Ársreikningur 2005 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu ársreikningsins.
 
 
10.
060426 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV060269
 
 
 
11.
SÍS 2006 19_landsþing
 
 
Mál nr. SV060267
 
 
 
12.
LN 060503 fundur 216