Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

178. fundur 09. mars 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  178 - 9. mars 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 9. mars kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Gísli Gunnarsson, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Sigurðsson, Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson og Gísli Árnason
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti, Gísli Gunnarsson, setti fund og lýsti dagskrá.
 
Lagt fram
 
1.
336. fundur byggðaráðs, 28. febrúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060131
 
Fundargerðin er í 10 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerðina.
Til máls tóku Helgi Thorarensen, Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
337. fundur byggðaráðs, 7. mars 2006.
 
 
Mál nr. SV060132
 
Fundargerðin er í 11 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Þriðja lið vísað til 2. liðar dagskrár þessa fundar.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
21. fundur eignarsjóðs, 7. mars 2006.
 
 
Mál nr. SV060133
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
060228 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV060134
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Gísli Sigurðsson kynnti hana. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
060221 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060135
 
Fundargerðin er í 5 liðum.
 
 
6.
060228 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060136
 
Fundargerðin er í 3 liðum. Katrín María Andrésdóttir kynnti fundargerðir félags- og tómstundanefndar.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
7.
060306 - 57.f. Fræðslu- og menningarn.
 
 
Mál nr. SV060145
 
Fundargerðin er í 6 liðum. Gísli Árnason skýrir fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
060222 - 92.f Skipulags- og byggingarn.
 
 
Mál nr. SV060137
 
Fundargerðin er í 10 liðum.
 
 
9.
060222 - 93.f Skipulags- og byggingarn.
 
 
Mál nr. SV060138
 
Fundargerðin er í 2 liðum.
 
 
10.
060302 - 94.f Skipulags- og byggingarn.
 
 
Mál nr. SV060143
 
Fundargerðin er í 4 liðum.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir allar fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar.
Til máls tóku Helgi Thorarensen, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Árnason, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gísli Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
11.
Þriggjaáraáætlun 2007-2009 060221
 
 
Mál nr. SV060146
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri fjallaði um áætlunina. Engar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri umræðu.
Til máls tóku Helgi Thorarensen, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson.
 
Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirrituð teljum áætlunina bera vott um metnaðarleysi þar sem áætlunin byggir eingöngu á framreikningi ársins 2004 en engar tilraunir gerðar til að móta framtíðarsýn fyrir íbúa Skagafjarðar.  Ekki er gert ráð fyrir að tekjur aukist um meir en 3#PR milli ára og sama er að segja um gjöld sveitarfélagsins, þar með talin vinnulaun en nánast útilokað er að vinnulaun hækki ekki meira. Það að ekki skuli vera gert ráð fyrir meiri tekjum sýnir í hnotskurn deyfðina og áhugaleysið við að byggja hér upp atvinnustarfsemi sem gæti gefið fleiri störf og auknar skatttekjur.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
 
Því næst tók til máls Ársæll Guðmundsson, þá Helgi Thorarensen, sem lagði fram bókun:
“Ekki verður séð að vandað hafi verið til gerðar rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2007 – 2009. Forsendur eru óljósar og vafasamt er að þær muni standast. Við gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlunar var lögð til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, en hún er þegar mikið breytt m.a. vegna launahækkana. Í rekstraráætluninni er einnig gert ráð fyrir lækkandi fjármagnskostnaði án þess að það sé rökstutt frekar. Í rauninni er rekstrar- og framkvæmdaáætlunin ekki annað en fimleikaæfing með töflureikni sem óvíst er hvort endurspegli rekstur sveitarfélagsins næstu 3 árin. Staða sveitarfélagsins er erfið, en ekki er að finna neina áætlun um úrbætur á því í þessari rekstrar- og framkvæmdaáætlun.”
Helgi Thorarensen
 
Síðan tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, sem leggur fram bókun:
“Finnist fulltrúum Framsóknarflokks og S-lista vinnubrögð við þessa þriggja ára áætlun ámælisverð, þá hvet ég þá til að kynna sér svokallaða Þriggja ára áætlun, sem meirihluti Framsóknarflokks og S-lista lagði fram við lok síðasta kjörtimabils.”
Gísli Gunnarsson
 
Þriggja ára áætlun 2007-2009 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu Þriggja ára áætlunar.
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
060306 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV060139
 
 
 
13.
SSNV stjórnarfundur 060214
 
 
Mál nr. SV060140
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um dagskrárliði 12 og 13.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:45. Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar