Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

170. fundur 20. október 2005
Fundur  170 - 20. október 2005
 
Ár 2005, fimmtudaginn 20. október kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarni Pétur Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Gísli Gunnarsson
 
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
 
Lagt fram
 
1.
318. fundur byggðaráðs, 11. október 2005.
 
 
Mál nr. SV050221
 
Fundargerðin er í 8 liðum.
 
 
2.
319. fundur byggðaráðs, 18. október 2005.
 
 
Mál nr. SV050222
 
Fundargerðin er í 10 liðum.
 
Gísli Gunnarsson kynnti báðar fundargerðir byggðarráðs.
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun vegna leigu á Skarðsárlandi:
#GLUndirrituð átelja stefnuleysi og handahófskennd vinnubrögð meirihlutans varðandi ráðstöfun jarðeigna í eigu sveitarfélagsins. Við getum ekki samþykkt samninginn þar sem við teljum hann óásættanlegan fyrir sveitarfélagið m.a. vegna þess að uppsagnarákvæði vantar. Að öðru leyti vísum við í fyrri bókanir vegna málsins.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason.
 
Einnig lagði Gunnar fram svofellda bókun vegna skilamatsskýrslu íþróttaleikvangs:
#GLUndirrituð vilja þakka framkvæmdanefndinni fyrir greinargóða skilamatsskýrslu og óeigingjarna vinnu við framkvæmdina.#GL
 
Katrín María Andrésdóttir kvaddi sér hljóðs, því næst Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og lagði fram bókun vegna 1. liðar fundarg. frá 18.10.05:
#GLUndirrituð telur það bera vott um góða stjórnsýsluhætti að fasteignir og land í eigu sveitarfélagsins séu auglýstar sé ætlunin að selja eða leigja. Með því móti ríkir jafnræði meðal íbúa sveitarfélagsins þar sem land sem hér um ræðir hefur ekki verið auglýst. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Sömuleiðis lagði hún fram samhljóða bókun vegna 2. liðar sömu fundargerðar:
#GLUndirrituð telur það bera vott um góða stjórnsýsluhætti að fasteignir og land í eigu sveitarfélagsins séu auglýstar sé ætlunin að selja eða leigja. Með því móti ríkir jafnræði meðal íbúa sveitarfélagsins þar sem land sem hér um ræðir hefur ekki verið auglýst. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Þá lagði Gréta einnig fram bókun varðandi skilamatsskýrslu íþróttaleikvangs:
“Í ljósi upplýsinga, sem fram koma í skilamatsskýrslu framkvæmdanefndar sem lítur dagsins ljós nú  rúmu ári eftir að íþróttaleikvangurinn var tekinn í notkun, vill undirrituð lýsa óánægju sinni með að farið hafi verið af stað með svo stórt verkefni án þess að verklagsreglur um framkvæmd og ákvörðunartöku hafi verið gerðar.  Í þessari skýrslu kemur fram að ákvarðanir eru að miklu leyti teknar án þátttöku sveitarstjórnar.  Heildarkostnaður við verkið eykst um 190#PR frá upphaflegri áætlun, endanlegur kostnaður er um 148 mkr.  Þar af eykst kostnaður sveitarfélagsins um 300#PR, endanlegur kostnaður um 60 mkr.
Vissulega ber að fagna því að aðstaða til íþróttaiðkunar á Sauðárkróki sé með því besta sem þekkist hérlendis ásamt því að þakka þeim sem unnu að þessu verkefni með einum og öðrum hætti og óska þeim til hamingju með vel unnið verk.  En ekki má gleyma sér í athafnagleði heldur verður fjárhagsleg ábyrgð að vera til staðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Skagafjarðarlista. 
 
Þvínæst tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason sem leggur fram bókun varðandi 6. lið 18. okt.:
#GLLengi hefur legið fyrir að leysa þyrfti þjónustu talmeinafræðinga með einhverjum hætti. Því er með ólíkindum að fulltrúi meirihlutans skuli bóka með þessum hætti í stað þess að nýta þau rúmlega þrjú ár, sem núverandi meiri hluti hefur haft til að sinna þessu og öðrum málum.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason.
 
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram bókun:
#GLUndirritaður harmar að fulltrúi Framsóknarflokksin skuli ekki deila því með flestum Skagfirðingum að stuðlað sé eins og hægt er að því að boðið sé upp á innanhéraðs sem öflugasta þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar.#GL
 
Sigurður Árnason tók síðan til máls, fleiri ekki.
 
Fundargerð 11. okt. borin undir atkvæði.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgr. 2. liðar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
Fundargerð 18. okt. borin undir atkvæði.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar en greiði atkvæði gegn 2. lið.
Fulltrúi Skagafjarðarlista, Gréta Sjöfn Guðmundsd., óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 1. og 2. liðar.
Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
 
3.
051012 Fræðslu- og menningarnefnd
 
 
Mál nr. SV050228
 
Fundarg. 51. fundar Fræðslu- og menningarn. frá 12. okt. 2005. Dagskrárliðir eru 4.
Katrín María Andrésdóttir skýrir fundargerð. Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
051011 Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV050229
 
Fundarg. 82. fundar Skipulags- og byggingarnefndar 11. okt. 2005 með 7 dagskrárliði.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
5.
051014 Umhverfisnefnd
 
 
Mál nr. SV050230
 
Fundargerð 30. f. Umhverfisnefndar frá 14. okt. 2005. Dagskrárliðir eru 2.
Gísli Gunnarsson kynnir þessa fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
051018 - Eignasjóður
 
 
Mál nr. SV050231
 
Fundarg. 9. fundar Stjórnar Eignasjóðs 18. okt. 2005. Eitt mál á dagskrá.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs utan Sigurður Árnason, sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
 
 
7.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2005
 
 
Mál nr. SV050232
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, gerir grein fyrir hinni endurskoðuðu
fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2005.
 
Niðurstöðutölur endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.685.602 þús. kr. og rekstrargjöld 1.815.308 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 51.349 þús.kr.  Aðrir sjóðir í A-hluta; Eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 271.280 þús.kr., rekstrargjöld 189.228 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 133.963 þús.kr.  Fjárfesting ársins er 70.915 þús.kr. og seldar eignir fyrir 3.150 þús.kr.
B-hluta stofnanir og fyrirtæki; Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf., rekstrartekjur 253.145 þús.kr., rekstrargjöld 204.857 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 62.803 þús.kr.  Fjárfesting ársins 141.690 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 147.200 þús.kr.
Áætluð rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins og fyrirtækja á árinu 2005 er því halli að upphæð 126.783 þús.kr.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram bókun:
 
#GLEins og kemur fram í greinargerð með endurskoðaðri fjárhagsáætlun þá fer meirihlutinn í  það síðsumars að fara í saumana á áætlun ársins og þá kemur það í ljós að breytinga var þörf.  Það sem meirihlutinn tekur til ráðs er að endurvinna áætlunina með rauntölum ársins 2004.  Það kom berlega í ljós að nefndir ætluðu ekki að axla þá ábyrgð að takast á við fjárhagsvandann sem blasir við og lögðu upp með nýja kostnaðarsamari áætlun fyrir árið 2005. Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haft þau orð í byrjun árs að endurskoða þurfi útgjöld vegna launa.  Í bókun minni við afgreiðslu  á fjárhagsáætlun 2005 sagði ég að vinnubrögð við gerð áætlunarinnar væru mjög tvístruð og ómarkviss og ljóst væri að hið margnefnda aðhald í rekstri sveitarfélagsins af hálfu meirihlutans mundi ekki standa eins og lagt var til, einnig gagnrýndi ég það að fjárhagsáætlun 2004 væri notuð sem meginútgangspunktur í áætlunargerðinni en ekki rauntölur. 
 
Nú blasir við í endurskoðaðri fjárhagsáætlun að rekstrarafkoma aðalsjóðs versnar um 49 mkr og fer tapreksturinn í 78 mkr og aðrir sjóðir í A hluta versna um 50 mkr og fer  tapreksturinn á A hlutanum í 130 mkr. Samantekið versna niðurstaða  A og B hluta um 27 mkr og er því áætlað að heildartap sveitarfélagsins verði 127 mkr á árinu 2005. Því má vera ljóst að skekkjumörk upphaflegu fjárhagsáætlunar eru mikil. Einnig hafa samkvæmt fjárhagsáætluninni fjárfestingar og framkvæmdir þanist út á árinu um 22 mkr umfram fyrri áætlun. 
Samkvæmt áætluninni verða heildarskuldir sveitarfélagsins 81 mkr hærri en fyrri áætlun sagði til um og munu heildarskuldir nema tæplega 2,8 milljörðum króna í árslok.
Það má vera ljóst að meirihlutinn hefur ekki náð að sýna aðhald í rekstri og ástunda hagræðingu eins og hann hefur haldið á lofti ásamt því sem vinnubrögð í áætlanagerð eru ómarkviss og berlega má sjá að meirihlutinn er ekki samstíga í þessari vinnu.Ég er ósátt við þessi vinnubrögð og mun því greiða atkvæði gegn fjárhags­áætluninni.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Skagafjarðarlista
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs. fleiri ekki.
 
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2005, með framanskráðum niðurstöðutölum borin undir atkvæði.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 atkv. á móti.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
051010 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV050233
 
56. fundarg. Skagafjarðarveitna frá 1. okt. 2005 í 3 liðum.
 
 
9.
051014 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV050234
 
57. fundarg. Skagafjarðarveitna frá 14. okt. 2005, í 4 liðum.
 
 
10.
Samráðsnefnd m. Hólaskóla Fundargerð 20.9.#EFK 05
 
 
Mál nr. SV050235
 
Fundarg. Samráðsnefndar Sveitarfél. Skagafj. og Hólaskóla frá 20. sept. 2005. Umræðuefni: Veitumál og skipulagsmál á Hólum.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðir þrjár síðustu fundargerðirnar. þ.e. frá Skagafjarðarveitum og Samráðsnefnd sveitarfél. og Hólaskóla.
 
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun v. 2. liðar fundarg. Skagafj.veitna frá 10. okt.:
“Undirrituð fagna því að loks hylli undir hitaveitu #GLút að austan#GL eftir margra ára bið. Ef allt gengur eftir eins og útlit er fyrir ætti þetta að verða íbúum, sveitarstjórn og öðrum hvatning til uppbyggingar, eflingar og bjartsýni.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason.
 
Síðan talaði Bjarni Maronsson, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason.
Því næst Gísli Gunnarsson og leggur til að svohljóðandi bókun verði send biskupi og kirkjuþingi:
#GLSveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar því að kirkjuráð ætli að minnast 900 ára afmælis biskupsstóls á Hólum á næsta ári.
Hvetur sveitarstjórn kirkjuráð til að nota tækifærið og efla Hólastað sem starfsstöð vígslubiskup m.a. með því að flytja þangað störf, svo sem umsjónarmenn kirkjugarða og prestssetra.
Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging orðið á Hólastað og væntir sveitar­stjórn þess að kirkjuráð og kirkjuþing styðji þá uppbyggingu með myndarlegum hætti á afmælisári.#GL
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls,  bæði varðandi ofangreinda bókun og fundargerðir Skagafjarðarveitna. Sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Sigurður Árnason og Bjarni Jónsson, sem leggur fram bókun:
#GLÞað átak, sem Skagafjarðarveitur hafa staðið fyrir að undanförnu í leit að heitu vatni og hitaveituframkvæmdum hafa þegar skilað miklum árangri. Merkir áfangar hafa náðs í leit að heitu vatni #GLút að austan#GL sem valda munu byltingu í búsetu­skilyrðum í Hofsósi og nágrenni. Áfram er víðar leitað að heitu vatni. Kaup Skagafjarðarveitna á Hitaveitu Hjaltadals munu einnig verða til að efla Hólastað. Því ber að fagna þessum áfanga og fylgja málum vel eftir.#GL
Bjarni Jónsson
Ársæll Guðmundsson.
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum dagskrárlið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:26.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:26
Engilráð M. Sigurðardóttir , ritari fundargerðar