Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

164. fundur 16. júní 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 164 -16.06.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 16. júní kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 17:40.
           
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 7. og 14. júní
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd  3. júní
c)      Félags- og tómstundanefnd 7. júní
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 13. júní
e)      Landbúnaðarnefnd 2. júní
f)        Samgöngunefnd 9. júní x 2
g)      Skipulags- og byggingarnefnd 9. júní
h)      Eignasjóður 14. júní
 
2.  Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
            stofnana þess fyrir árið 2004 – fyrri umræða
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundarg. Heilbr.nefndar Nl.vestra 8. júní
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 7. júní
Dagskrá:
1.      Ársreikningur 2004.
2.      Nafngiftin Geitagerði á götu á Hólum í Hjaltadal
3.      Ársfundur Byggðastofnunar 2005
4.      Matsskýrsla Ríkiskaupa vegna Írafells
5.      Bygging á nýju fjölbýlishúsi við Sauðármýri
6.      Aðalfundarboð Sjávarleðurs hf árið 2005
7.      Fundarboð FSNV
8.      Bréf frá Félagsmálaráðuneyti v.ársreikninga
9.      Húsnefndarfundargerð Miðgarðs 25.05.05
 
      Byggðarráð 14. júní
Dagskrá:
1.      Ársreikningur sveitarfélagsins 2004
2.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
3.      Verstöðin Hofsós
4.      Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
5.      Erindi frá nefndum til byggðarráðs
6.      Lundur í Varmahlíð - Lóðarmál
7.      Tilboð í bryggjukrana Sauðárkrókshöfn
8.      Malbikun á syðsta hluta Spítalastígs
9.      Tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð
10.  Dagur borgaravitundar og lýðræðis 2005
11.  Beiðni um styrk v. ævisögu Stephans G.
12.  Félagsheimilið Skagasel - endurnýjun gistingarleyfis
13.  Skarðsá beiðni um leigutöku
14.  Veiðifélag Miklavatns og Fjótaár
Gísli Gunnarsson skýrði báðar fundargerðirnar. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson.
Því næst Ársæll Guðmundsson og leggur fram bókun:
“Mér þykir miður að byggðarráð skuli ekki hafa séð sér fært að styrkja Viðar Hreinsson við útgáfu ritverka sinna, um ævi Stephans G. Stephanssonar, á ensku:
“Það er ekki oflofuð samtíð,
en umbætt og glaðari framtíð,
sú veröld sem sjáandinn sér.”
Skagafjörður nú þakkar þér.”
Síðan kvöddu sér hljóðs Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 9. liðar í fundarg. 14. júní.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 3. júní
Dagskrá:
1.      Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi.
2.      Upplýsingaskilti í Varmahlíð
3.      100 ára afmæli mótorhjóla á Íslandi
4.      Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar
5.      Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005
6.      Upplýsingaathvörf í Skagafirði
7.      Gular síður
8.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
9.      Stefnumörkun í ferðaþjónustu
10.  Hafnardagur á Sauðárkróki
11.  Sýningin Norðurland 2005 
12.  Nýsköpunarsjóður námsmanna
13.  Viðburðadagatal fyrir Norðurland vestra 2005
14.  Önnur mál
Bjarni Jónsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Örn Þórarinsson, Katrín María Andrésdóttir, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 7. júní
Dagskrá:
1.      Stefna Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra í búsetumálum 2005 – 2012
2.      Styrkbeiðni frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra
3.      Önnur mál
Katrín María Andrésdóttir kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
 
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 13. júní
Dagskrá:
1.      Stefnumótun í fræðslumálum.
Katrín María Andrésdóttir kynnir þessa fundargerð einnig. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
e)   Landbúnaðarnefnd 2. júní
Dagskrá:
1.      Refa- og minkaeyðing sumarið 2005
2.      Erindi frá Sveini Ragnarssyni
3.      Galtarárskáli
4.      Skarðsá í Sæmundarhlíð
5.      Önnur mál
Einar E. Einarsson kynnir fundargerð. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
f)   Samgöngunefnd 9. júní a
Dagskrá:
1.      Safnvegaáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
 
      Samgöngunefnd 9. júní b
Dagskrá:
1.      Lenging sandfangara við Sauðárkrókshöfn
2.      Kaup á bryggjukrana við Sauðárkrókshöfn
Örn Þórarinsson kynnti báðar fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
g)   Skipulags- og byggingarnefnd 9. júní
Dagskrá:
1.      Víðilundur 8, Varmahlíð - Frístundahús - byggingarleyfi
2.      Garðakot í Hjaltadal - Hesthús, byggingarleyfi
3.      Varmaland í Sæmundarhlíð – reiðskemma - byggingarleyfi
4.      Hásæti 12 - parhús - byggingarleyfisumsókn
5.      Ferðaþjónustan Bakkaflöt - umsögn um vínveitingarleyfi
6.      Steinaborg í landi Laugarhvamms - gestahús - byggingarleyfisumsókn
7.      Reykir á Reykjaströnd - byggingarleyfisumsókn fyrir íbúðarhúsi.
8.      Reykir á Reykjaströnd, endurbygging rafstöðvar - framkvæmdaleyfi. Jón Eiríksson
9.      Iðutún 2, Sauðárkróki - lóð skilað inn - Steinunn Hlöðversdóttir
10.  Iðutún 16, - lóðarumsókn - Gísli Konráðsson
11.  Arnarstaðir - fjósbreyting - umsókn um byggingarleyfi
12.  Laugarhvammur í Skagafirði - umsókn um landskipti og stofnun lóða
13.  Goðdalir - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
14.  Skógargata 6 - umsókn um lóðarstækkun - Birkir Angantýsson
15.  Suðurgata 11 - utanhússklæðning - Steinn Ástvaldsson
16.  Ásgarðsland - erindi Sveins Ragnarssonar - frá Byggðarráði 10. maí
17.  Gilstún 30, Sauðárkróki - Bréf lóðarhafa dags. 7. júní 05
18.  Lundur í Varmahlíð – lóðarmál
19.  Vindheimar – utanhússklæðning
20.  Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
h)   Eignasjóður 14. júní
Dagskrá:
1.      Jöklatún 10, kauptilboð
2.      Sætún 6, kauptilboð
Gísli Gunnarsson kynnir þessa fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
            stofnana þess fyrir árið 2004 – fyrri umræða
 
Gísli Gunnarsson lagði til að ársreikningi yrði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. Ársreikningurinn var kynntur á nýafstöðnum fundi, sem sveitarstjórnarfulltrúar sátu.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Tillaga um að vísa ársreikningi til síðari umræðu samþykkt samhljóða.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundarg. Heilbr.nefndar Nl.vestra 8. júní
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40.
                                                                                                            E. M. Sigurðardóttir, ritari