Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

161. fundur 28. apríl 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 161 -28.04.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 28. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Félags- og tómstundanefndar frá  26. apríl. Var það samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 26. apríl
b)      Skipulags- og byggingarnefnd 20. og 26. apríl
c)      Félags- og tómstundanefnd 26. apríl
 
2.  Lokatillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga –
            Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 18. apríl
b)      Fundarg. Heilbr.nefndar Nl.vestra 13. apríl
c)      Stjórnarf. Náttúrustofu Nl.v. 1. apríl
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 26. apríl
Dagskrá:
1.      Vígslubiskupinn á Hólum, séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson kemur til fundar.
2.      Umsögn um umsókn Samstarfs ehf. um leyfi til að reka veitingahús að Sólvík/Baldurshaga á Hofsósi
3.      Málefni Búhölda hsf.
4.      Erindi frá fjármálastjóra varðandi innheimtumál
5.      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008
6.      Málefni Miðgarðs – Agnar Gunnarsson, oddviti Akrahrepps kemur til fundar
7.      Vinabæjamálefni
8.      Kjarasamningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla
9.      Laugatún – framkvæmdir vegna gatnagerðar
10.  Lántaka vegna framkvæmda og skuldbreytinga
11.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Samþykkt frá 85. ársþingi UMSS
b)      Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs, 21. mars 2005
c)      Tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga
d)      Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2005
e)      Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, dagsett 10. apríl 2005
f)        Ársfundur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Skipulags- og byggingarnefnd 20. apríl
Dagskrá:
1.      Víðihlíð 1, Sauðárkróki – Bílgeymsla - umsókn um byggingarleyfi.
2.      Víðihlíð 9, Sauðárkróki – umsókn um skjólveggi og uppsetningu setlaugar.
3.      Syðri-Hofdalir – Viðbygging v. íbúðarhús - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Aðalgata 8, Sauðárkróki – fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis.
5.      Bær á Höfðaströnd – umsókn um  breytingar á íbúðarhúsi.
6.      Eyrarvegur 21, Sauðárkr – Vörumiðlun, umsókn um breyt. á áður samþ. teikn.
7.      Hamar í Hegranesi – umsókn um breytingu á útihúsi.
8.      Hamar í Hegranesi – umsókn um byggingarreit.
9.      Páfastaðir, Langholti – umsókn um niðurrif húsa og breytta notkun útihúss.
10.  Lindargata 3, Norðar ehf. – umsögn um vínveitingarleyfi.
11.  Sólvík, Hofsósi - umsögn um vínveitingarleyfi.
12.  Gilstún 2-4  – lóðarumsókn.
13.  Gilstún 28  – lóðarumsókn.
14.  Gilstún 30  – lóðarumsókn.
15.  Iðutún  2 – lóðarumsókn.
16.  Iðutún  8 – lóðarumsókn.
17.  Iðutún  10 – lóðarumsókn.
18.  Norðurlandsskógar – svæðisskipulagsáætlun
19.  Önnur mál.
 
      Skipulags- og byggingarnefnd 26. apríl
Dagskrá:
1.      Ægisstígur 4, Sauðárkróki – Bílgeymsla- umsókn um byggingarleyfi.
2.      Hamar í Hegranesi – Véla verkfærageymsla - umsókn um byggingarleyfi.
3.      Útvík – Íbúðarhús, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Gilstún 1-3  – lóðarumsókn.
5.      Syðri-Hofdalir – umsókn um landskipti og sameiningu lóða.
6.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerðir Skipulags- og bygginganefndar. Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)   Félags- og tómstundanefnd 26. apríl
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Húsnæðismál
3.      Ráðning vallarstjóra sumarið 2005 á Sauðárkróki
4.      Styrkir til íþróttamála
5.      Rekstrarstyrkir íþróttavalla 
6.      Bréf Þorkels Þorsteinssonar varðandi akstursíþróttir
7.      Bréf frá Löngumýri vegna hvíldardvalar krabbameinssjúklinga
8.      Úttekt á tómstundastarfi barna (1. – 7. bekkur)
9.      Lagt fram að nýju bréf GSS vegna samstarfs við Vinnuskólann
10.  Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina. Til máls tóku Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.  Lokatillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga –
            Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd
Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri kynnti þennan dagskrárlið. Til máls tóku Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Tilnefningu tveggja fulltrúa frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 18. apríl
b)      Fundarg. Heilbr.nefndar Nl.vestra 13. apríl
c)      Stjórnarf. Náttúrustofu Nl.vestra 1. apríl
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, þá Gísli Gunnarsson og Bjarni Jónsson sem leggur fram bókun:
“Lagning hitaveitu á bæi sunnan Steinsstaða mun styrkja mjög byggð í þessum hluta héraðsins. Því fagnar undirritaður því að Skagafjarðarveitur og veitustjórn skuli nú vinna af krafti að undirbúningi þeirrar framkvæmdar. Það er hinsvegar áhyggjuefni hve dregist hefur að ljúka tilraunaborunum eftir heitu vatni í Kýrholti þrátt fyrir góð fyrirheit um árangur. Mikilvægt er að nú þegar verði gengið í að ljúka því verki í samstarfi við aðila sem hafa getu til að leysa slík verkefni fljótt og vel með sem minnstum tilkostnaði.”
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, síðan Bjarni Maronsson.
 
Fleiri tóku ekki til máls undir þessum lið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:37.
                                                                                                E. M. Sigurðardóttir, ritari