Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

155. fundur 10. febrúar 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 155 - 10.02.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 10. febrúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Helgi Thorarensen,  Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Varaforseti Bjarni Jónsson setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Byggðarráðs frá 9. febrúar 2005 og þá jafnframt Þriggja ára fjárhagsáætlun 2006-2008. Var þetta samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 1. og 9.  feb.
b)      Félags- og tómstundanefnd 1. feb.
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 7. feb.
d)      Skipulags- og bygginganefnd 26. jan.
 
2.  Bréf frá Ársæli Guðmundssyni
 
3.   Þriggja ára ætlun 2006-2008
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 17., 25. og 27. jan.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 1. feb.
Dagskrá:
1.      Þjónustusamningur við Símann
2.      Erindi frá félags- og tómstundanefnd – samningur á milli Félagsþjónustu Skagafjarðar og Félagsheimilisins Ljósheima
3.      Umsókn Renato Grünenfelder kt. 280667-2189 fh. Fosshótel Áning um leyfi til vínvetinga í heimavist FNV frá 1. júní til 31. ágúst 2005
4.      Úthlutun byggðakvóta – Bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu
5.      Erindi frá 10. bekk Varmahlíðarskóla
6.      Þriggja ára áætlun
7.      Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni
8.      Eignasjóður
9.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra
b)      Félagsheimilið Miðgarður – fundargerðir stjórnar frá 13., 16. og 24. janúar 2005
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
      Byggðarráð  9. feb.
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun 2006-2008
2.      Niðurfelling gjalda
3.      Trúnaðarmál
4.      Bréf frá stjórn Félagsheimilisins Bifrastar
5.      Öldustígur 7 e.h. - kaupsamningur
6.      Gjaldskrá leikskóla
7.      Eignasjóður
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Ársreikningur 2004 – Dvalarheimili aldraðra á Sauðá
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.    
Þriggja ára áætlun vísað til 3. liðar á dagskránni.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Félags- og tómstundanefnd 1. feb.
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Húsnæðismál
3.      Málefni íþróttaskólans
4.      Akstur á skíðasvæðið, tilraunaverkefni í tvo mánuði
5.      Skipulag íþróttamannvirkja á Sauðárkróki
6.      Tækjakaup vegna íþróttavalla
7.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Bjarni Jónsson lagði til að 6. lið yrði vísað til byggðarráðs. Helgi Thorarensen tók til máls, þá Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsd., Þórdís Friðbjörnsd., Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki. Samþykkt að vísa 6. lið til byggðarráðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar.
 
 
c)   Fræðslu- og menningarnefnd 7. feb.
Dagskrá:
      Skólamál - Grunnskóli
1.      Árvist, innritunarreglur.
2.      Erindi frá félags- og tómstundanefnd.
3.      Erindi frá 10. bekk Varmahlíðarskóla, vísað frá byggðaráði 1. febrúar 2005.
4.      Önnur mál.
 
      Leikskóli
5.      Gjaldskrá leikskóla
6.      Önnur mál.
      Menningarmál
7.      Rekstrarstyrkir félagsheimila.
8.      Félagsheimilið Bifröst, leigusamningur.
9.      Styrkir til menningarmála.
10.  Sæluvikan 2005.
Katrín María Andrésdóttir kynnti fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Helgi Thorarensen, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsd., Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Skipulags- og bygginganefnd 26. jan.
Dagskrá:
1.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – breytingar innanhúss
2.      Fosshótel Áning – umsögn um vínveitingarleyfi
3.      Videosport ehf / Ólafshús - umsögn um vínveitingarleyfi
4.      Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson
5.      Ægisstígur 4 – bílgeymsla, fyrirspurn
6.      Kirkjutorg 5 – stöðuleyfi fyrir gám - Íslandspóstur
7.      Þverárfjallsvegur, frá Sveitarstjórn 14.12. 2004
8.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir þessa fundargerð. Til máls tóku Helgi Thorarensen, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 7. liðar.
 
 
2.  Bréf frá Ársæli Guðmundssyni
            Lagt fram bréf frá Ársæli Guðmundssyni, dags. 07.02.05, þar sem hann óskar eftir         að víkja sæti í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Ásdís Guðmundsdóttir tók til máls, þá Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson og lýsir því að í stað Ársæls séu tilnefnd í stjórn Náttúrustofu Norðurl.vestra Gísli Árnason sem aðalmaður og til vara Sigurlaug Konráðsdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, því næst Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir.
Lausnarbeiðni Ársæls    borin upp og samþykkt samhljóða.
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, fleiri ekki.
Þar eð ekki komu fram aðrar tilnefningar en hér að framan greinir skoðast Gísli Árnason og Sigurlaug Konráðsdóttir rétt kjörin í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
 
 
3.   Þriggja ára áætlun 2006-2008
 
Ársæll Guðmundsson skýrði Þriggja ára áætlun 2006-2008. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri ekki.
Bjarni Jónsson gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til nefnda og svo til síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
 
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 17., 25. og 27. jan.
 
Til máls tók Bjarni Maronsson og lagði fram svofellda bókun:
“Ástæða er til að fagna því samstarfi sem er að komast á milli Akrahrepps og Skagafjarðarveitna ehf um lagningu hitaveitu um Akrahrepp. Jafnframt er nauðsynlegt að frekari boranir eftir heitu vatni fari fram í Kýrholti þegar á þessu ári. Einnig er brýnt að vinna að frekari nýtingu á heitu vatni í fyrrum Lýtingsstaðahreppi með það að markmiði að leggja hitaveitu á alla þá bæi sem mögulegt er.”
                                                                        Bjarni Maronsson
 
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Þær raforkuverðshækkanir sem eru yfirvofandi vegna nýlegrar lagasetningar stjórnvalda yrðu áfall að óbreyttu fyrir marga íbúa í dreifbýli, sem þurfa að treysta á raforku til húshitunar. Lagning hitaveitu víðar en orðið er er því brýnni en ella.
Undirritaður undirstrikar mikilvægi þess að kannaðar verði til hlítar leiðir til að tryggja að borun eftir heitu vatni í Kýrholti verði fram haldið á árinu.
Ekki hefur gengið sem skyldi hjá þeim aðilum, sem höfðu tekið að sér verkefnið og verulegar tafir orðið, auk þess að efasemdir eru uppi um getu þeirra til að leysa það. Því er fyllsta ástæða til að kanna hvort hægt sé að ná viðunandi samningum við aðra aðila um framkvæmdina.”
                                                                                    Bjarni Jónsson
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, þá Bjarni Jónsson. Fleiri ekki.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari