Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

146. fundur 09. september 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 146 - 09.09.2004


Ár 2004, fimmtudaginn 9. september, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Helgi Thorarensen, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:


DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 7. sept.
b) Félags- og tómstundanefnd 31. ágúst
c) Samgöngunefnd 30. ágúst

2. Bréf frá Viðari Einarssyni

3. Kosning aðalm. í Atv. og ferðamálanefnd og Umhverfisnefnd

4. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Ársreikningar Náttúrustofu 2002 og 2003


AFGREIÐSLUR:

1. Fundargerðir

a) Byggðarráð 7. sept.
Dagskrá:
1. Umsókn um endurnýjun vínveitingaleyfis fyrir Hótel Tindastól
2. Bréf frá íbúasamtökunum í Varmahlíð
3. Element ehf og vanefndir á samningi
4. Styrkumsókn frá Svavari Sigurðssyni
5. Málefni Eignasjóðs
a) Tilboð í Grenihlíð 7
6. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Farskólanum vegna Viku símenntunar
b) Bréf frá Farskólanum varðandi ársreikning
c) Fundargerðir stjórnar SSNV 27. ágúst og 1. sept. 2004
d) Verkfallsboðun grunnskólakennara
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og leggur hann fram svohljóðandi bókun vegna bókunar Bjarna Jónssonar í þriðja lið fundargerðarinnar:
“Fulltrúa VG í byggðarráði, Bjarna Jónssyni, væri nær að vinna að eflingu atvinnulífs sem formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, með aðilum sem það vilja í stað þess að nota hvert tækifæri til að gera þá tortryggilega. Þess má geta að Bjarni Jónsson er formaður atvinnu- og ferðamálanefndar en í þeirri nefnd var síðast fundað 17. mars s.l. og hefur þá nefndin fundað 3 sinnum á þessu ári.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar Einarsson
Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Undirritaður harmar það sinnuleysi sem framsóknarmenn sýna framtíð og afdrifum frumkvöðlafyrirtækja í héraðinu. Jafnframt er leitt að þeir skuli ekki hafa eitthvað uppbyggilegra fram að færa í gagnrýni sinni eða málflutningi en að ráðast að einstökum sveitarstjórnarfulltrúum.”
Bjarni Jónsson
Næst tóku til máls Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Gísli Gunnarsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

b) Félags- og tómstundanefnd 31. ágúst
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Lögð fram að nýju tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð sundlaugar á Sauðárkróki.
2. Lögð fram að nýju tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðssetningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
3. Tækjavæðing íþróttavallanna í Skagafirði.
4. Rekstur íþróttahússins á Sauðárkróki.

Æskulýðs og tómstundamál
5. Lögð fram að nýju greinargerð og tillögur starfshóps um “Hús frítímans” ásamt bókun byggðarráðs um sama mál

Félagsmál
6. Trúnaðarmál
7. Húsnæðismál

Önnur mál.

Þórdís Friðbjörnsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.





c) Samgöngunefnd 30. ágúst
Dagskrá:
1. Gjaldskrármál
2. Hofsósshöfn – Tilboð í verkið “Hofsós-Norðurgarður, styrking á grjótvörn”.
3. Fjárhagur og gjaldskrá hafna árið 2002.
4. Vettvangskönnun - Sauðárkrókshöfn
5. Önnur mál
Ársæll Guðmundsson skýrði fundargerðina.
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2. Bréf frá Viðari Einarssyni
Lagt fram bréf frá Viðari Einarssyni þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi frá störum í sveitarstjórn vegna náms. Samþykkt samhljóða að verða við þessari beiðni.

3. Kosning aðalm. í Atv. og ferðamálanefnd og Umhverfisnefnd
Kosning aðalmanns í Atvinnu- og ferðamálanefnd í stað Viðars Einarssonar. Fram kom tillaga um Gísla Sigurðsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gísli því rétt kjörinn.
Kosning aðalmanns í Umhverfisnefnd í stað Viðars Einarssonar.
Fram kom tillaga um Árna Egilsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Árni því rétt kjörinn.

4. Bréf og kynntar fundargerðir
1) Ársreikningar Náttúrustofu 2002 og 2003.
Til máls tóku Einar Einarsson, Gílsi Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson.


Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.2o

Elsa Jónsdóttir, ritari.