Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

145. fundur 26. ágúst 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 145 - 26.08.2004

 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 26. ágúst, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1620
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Gísli Árnason.
 
            Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund Sveitarstjórnar Skagafjarðar eftir sumarfrí. Leitaði síðan samþykkis fundarmanna um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar í dag, 26. ágúst. Var það samþykkt. Kynnti hann dagskrána svo breytta.
 
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir
a)      Byggðarráð 25. ágúst
b)      Félags- og tómstundanefnd 16. ágúst
c)      Skipulags- og byggingarnefnd 26. ágúst
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Skagafjarðarveitur 17. ágúst
b)      Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 17. ágúst
c)      Ársreikningar Heilbrigðiseftirlits N.v. 2003
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
 
a)  Byggðarráð 25. ágúst
Dagskrá:
1.      Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi “Hús frítímans”
2.      Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi Árvist
a)      Gjaldskrá Árvistar
b)      Aukið rekstrarfé vegna breyttra aðstæðna
3.      Tilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta
4.      Heimild til aukningar stöðugilda á fjármálasviði
5.      Rekstraryfirlit aðalsjóðs fyrstu 7 mánuði ársins
6.      Málefni Eignasjóðs
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra
b)      Bréf frá Burðarási hf.
c)      Bréf frá Knattspyrnusambandi Íslands
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Árnason, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur til, varðandi lið 2 b, að rekstrarfé verði tekið af lið 04 Skólamál, í stað 02 Félagsþjónusta. Ársæll Guðmundsson tók því næst til máls, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson og leggur til að afgreiðsla á lið 2 b, að taka rekstrarfé af lið 02, standi óbreytt. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
Forseti bar upp tillögu Grétu Sjafnar. Tillagan felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram svofellda bókun:
“Undirrituð telur rétt að setja aukafjárveitingu til rekstrar Árvistar til að koma til móts við aukna aðsókn en jafnframt verði farið í stefnumótunarvinnu þar sem þjónustan verði skilgreind enn frekar ásamt því að endurskoða reksturinn með tilliti til þjónustuhóps, umsóknarfrests, innritunarreglna og gjaldskrár. Þessari vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Er rétt að aukafjár­veiting verði tekin af málaflokki 04 þar sem um heilsdagsskóla er að ræða.”
 
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Félags- og tómstundanefnd 16. ágúst
Dagskrá:
Æskulýðs og tómstundamál
1.      Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um “Hús frítímans”
2.      Vinnuskólinn, - grein gerð fyrir starfseminni í sumar
Íþróttamál
3.      Lögð fram tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð  sundlaugar á Sauðárkróki
4.      Lögð fram tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðs­setningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
5.      Tækjavæðing íþróttavallanna í Skagafirði
6.      Lagt fram erindi varðandi íþróttasalinn á Freyjugötu
7.      Lagt fram bréf UMF Tindastóls vegna reksturs íþróttahússins á Sauðárkróki
Félagsmál
8.      Trúnaðarmál
Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Skipulags- og byggingarnefnd 26. ágúst
Dagskrá:
1.      Umsögn um vínveitingarleyfi f. Lazar´s ehf,. Lindargötu 3, Sauðárkróki
2.      Hásæti, Sauðárkróki – Umsögn Fornleifaverndar/Minjavarðar
3.      Ægisstígur 7, Sauðárkróki – Breytt notkun húsnæðis
4.      Sæmundargata 6, Skr – Umsókn um girðingu á lóðarmörkum
5.      Garður í Hegranesi,  - Umsókn um landskipti
6.      Steintún, Skagafirði - Umsókn um landskipti
7.      Lambanes í Fljótum - Umsókn um landskipti
8.      Raftahlíð 77 – Umsókn um lóðarveggi og sólpall
9.      Raftahlíð 11 – Umsókn um lóðarveggi
10.  Öldustígur 17 – Umsókn um útlitsbreytingu á bílskúr
11.  Aðalgata 20 – Umsókn um útlitsbreytingu, utanhússklæðningu
12.  Syðri-Húsabakki – Umsókn um byggingarleyfi
13.  Stóra-Gröf syðri – setlaug, sólpallur og skjólveggir
14.  Steinsstaðir – Ítrekuð umsókn um frístundalóð
15.  Selnes á Skaga, bygging sumarhúss
16.  Bræðraá – bygging geymsluhúsnæðis
17.  Hólatún 12 - bygging bílgeymslu
18.  Önnur mál.
·        Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála frá 13. maí 2004
Bjarni Maronsson skýrði fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Skagafjarðarveitur 17. ágúst
b)     Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 17. ágúst
c)      Ársreikningar Heilbrigðiseftirlits N.v. 2003
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,30.