Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

125. fundur 23. september 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 125 - 23.09.2003

 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 23. sept., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í fundarsal Ráðhússins, Skagfirðingabraut 21, kl. 12.30.
 
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson..
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
 
1.      Tillaga Sveitarstjórnar Skagafjarðar til Byggðastofnunar
um úthlutun byggðakvóta fyrir Hofsós.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lögð fram eftirfarandi tillaga um byggðakvóta fyrir Hofsós:
 
#GLSveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til við Byggðastofnun að byggðakvóta Hofsóss fyrir fiskveiðiárið 2003-2004 (114 þorskígildistonn) verði úthlutað til Kolku fiskvinnslu ehf.  Samkvæmt upplýsingum sem koma fram í umsókn Kolku ehf. mun fyrirtækið stofnað til að reka fiskvinnslu í því húsnæði sem Höfði ehf. hafði starfsemi sína í og fram hefur komið að allt það starfsfólk sem vann í Höfða fái vinnu í hinu nýja fiskvinnslufyrirtæki.  Jafnframt telur sveitarstjórn rétt að þessari úthlutun fylgi það ákvæði nú, að Kolka ehf. ráðstafi a.m.k. 20#PR kvótans á báta frá Hofsósi gegn því að þeir landi aflanum til vinnslu hjá hinu nýja fyrirtæki.#GL
 
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12,50.
 
                                                                                                     Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari