Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

123. fundur 04. september 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 123 - 4.09.2003

 
 
Ár 2003, fimmtudaginn 4. sept.,  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Viðar Einarsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Inga Kjartansdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra.
            Bjarni Jónsson, varaforseti sveitarstj., setti fund í fjarveru Gísla Gunnarssonar, forseta.
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 20. og 28. ágúst; 2. sept.
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 20. og 28. ágúst; 2. sept.
c)      Félags- og tómstundanefnd 19. ágúst
d)      Skipulags- og byggingarnefnd 27. ágúst
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
 
a)   Byggðarráð 20. ágúst
Dagskrá:
1.      Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kemur á fundinn.
2.      Málefni Höfða ehf.
3.      Ársþing SSNV - dagskrá.
4.      Ráðningarsamningur og starfslýsing tölvuumsjónarmanns.
5.      Trúnaðarmál.
6.      Heimild fyrir tryggingavíxli að upphæð kr. 9,5 milljónir vegna Íbúðalánasjóðs.
7.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)        Bréf frá Umhverfisstofnun.
b)       Fundargerð 188. fundar Launanefnar sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 28. ágúst
Dagskrá:
                            1.          Drög að reglugerð um urðun úrgangs - umsögn
                            2.          Samningar um skólaakstur í Skagafirði
                            3.          Gjaldskrá leikskóla
                            4.          Ársþing SSNV
                            5.          Erindi frá Eignasjóði
                            6.          Erindi frá Esbo
                            7.          Umsókn um vínveitingaleyfi
                            8.          Trúnaðarmál
                            9.          Ráðningarsamningur
                        10.          Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a)Bréf frá Guðríði Magnúsdóttur
b)       Ágóðahlutagreiðsla EBÍ fyrir árið 2003
c)Fundargerð Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tóku  Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði. Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Einar E. Einarsson óska bókað að þau sitji hjá við afgr. 9. liðar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 2. sept.
Dagskrá:
1.      Loðskinn Sauðárkróki ehf.
2.      Gjaldskrá leikskóla
3.      Gatnagerð
4.      Erindi frá Eignasjóði - kauptilboð
5.      Yfirlit yfir rekstur málaflokka A-sjóðs
6.      Kauptilboð í Stóru-Seylu
7.      Bréf frá Nýsi
8.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a)Bréf FSNV vegna Viku símenntunar 7.-13. september 2003
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Margeir Friðriksson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 20. ágúst
Dagskrá:
1.      Fiskeldi í Fljótum – framtíðarmöguleikar
2.      Málefni Loðskinns
3.      Framtíðarstefnumörkun á Steinsstöðum
4.      Framtíð Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð
5.      Málefni Höfða ehf. í Hofsósi.
6.      Gönguleiðir á Tröllaskaga
7.      Önnur mál.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd 28. ágúst
Dagskrá:
1.      Málefni Loðskinns
2.      Samgöngubætur í austanverðum Skagafirði – áhrif á atvinnulíf
3.      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
4.      Önnur mál.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. sept.
Dagskrá:
1.      Málefni Loðskinns
2.      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
3.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti allar fundargerðirnar. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Sveitarstjórn áréttar bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 28. ágúst:
Greiðar samgöngur milli Skagafjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins og á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa á þessu svæði og munu nýtast landsmönnum öllum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beita sér fyrir því að gerð verði úttekt á áhrifum vegtengingar úr Fljótum yfir í Eyjafjörð og á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar á atvinnu-, samfélags- og byggðarlega þróun í Skagafirði og Fljótum sérstaklega.”

Sveitarstjórnarmenn standa einhuga að bókuninni.
Jafnframt gerir sveitarstjórn eftirfarandi bókun
Mikilvægt er að Byggðarráð og Samgöngunefnd taki málið upp og vinni frekar að þessu mikla hagsmunamáli ásamt Atvinnu- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins.”
 
            Sveitarstjórnarmenn standa einnig einhuga að þessari bókun.
 
Fundargerðir atvinnu- og ferðamálanefndar eru bornar upp allar í heild og samþykktar samhljóða.
 
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 19. ágúst
Dagskrá:       
Félagsmál
1.      Trúnaðarmál
2.      Verklagsreglur vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu lækniskostnaðar
hjá sérfræðingi

Íþróttamál
3.      Auglýsing um lausa tíma í íþróttahúsi og gjaldskrá fyrir útleigu
Húsnæðismál
4.      Úthlutanir leiguíbúða
5.      Viðbótarlán
6.      Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði varðandi viðbótarlán
7.      Önnur mál
Þórdís Friðbjörnsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Skipulags- og byggingarnefnd 27. ágúst
Dagskrá:       
1.      Hólar í Hjaltadal – byggingarleyfisumsóknir fyrir íbúðarhús við Geitagerði 1, 2, 3 og 4 –  Nemendagarðar Hólaskóla
2.      Helluland í Hegranesi – Umsókn um leyfi til að skipta landi
3.      Fyrirbarð í Fljótum – Umsókn um leyfi til að fjarlægja íbúðarhús
4.      Bárustígur 12, Sauðárkróki – Útlitsbreyting
5.      Suðurbraut 23, Hofsósi - lóð
6.      Gýgjarhóll – Umsókn um leyfi til að fjarlægja haughús
7.      Steinsstaðir – lóðarumsókn f. frístundahús
8.      Suðurgatan á Sauðárkróki, skipulagsmál
9.      Suðurgata 1 Sauðárkróki - bréf Landsbanka Íslands hf.
10.  Hólatún 1 – sólpallur og setlaug - Sigurbjörn Bogason
11.  Ljósheimar í Borgarsveit. - Umsókn um leyfi til að merkja húsið
12.  Syðra-Skörðugil. - Umsókn um byggingarleyfi f. íbúðarhús, Elvar Einarsson og Fjóla Viktorsdóttir
13.  Syðra-Skörðugil. - Umsókn um byggingarleyfi f. íbúðarhús, Einar Einarsson -
14.  Iðutún 21 – lóðarumsókn, Ásgeir Einarsson
15.  Akrar í Fljótum - Umsókn um leyfi til að breyta útliti fjárhúss – Örn Þórarinsson
16.  Lónkot - umsögn vegna vínveitingaleyfis.
17.  Bakkakot  í Vesturdal  – Umsókn um leyfi til landsskipta.
18.  Gilstún 19, sólpallur, skjólveggir og setlaug – Hafsteinn Lúðvíksson
19.  Steintún. Tækjahús f. Landsímann – Umsókn um byggingarleyfi
20.  Bréf Sigríðar K. Þorgrímsdóttur v. Víðigrundar.
21.  Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin samþykkt samhljóða. Einar E. Einarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 12. og 13. liðar.
 
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir
            Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.  18,10.
                                                
                                                            Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari