Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

122. fundur 21. ágúst 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 122 - 21.08.2003
 
 
Ár 2003, fimmtudaginn 21. ágúst, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600.
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.
 
            Varaforseti, Bjarni Jónsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna  á fysta fund Sveitarstjórnar Skagafjarðar eftir sumarfrí.
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Fræðslu- og menningarnefnd 14. og 15. ágúst
b)      Landbúnaðarnefnd 14. ágúst
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir.
Skagafjarðarveitur 20. jan., 14. feb., 11. mars, 29. apríl, 2. júní
 
3.  Fundargerðir, sem hlotið hafa samþykki
      byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar.
a)        Félags- og tómstundanefnd 2. júlí
b)       Fræðslu- og menningarnefnd 4.  júlí; 14. ágúst
c)        Landbúnaðarnefnd 15. júlí; 14. ágúst
d)       Samgöngunefnd 21. júlí
e)        Skipulags- og bygginganefnd 16. júlí
f)         Umhverfisnefnd 7. júlí
g)        Skagafjarðarveitur 1. júlí
h)        Byggðarráð 25. júní: 4., 18. og 30. júlí; 13. ágúst
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
 
a)   Fræðslu- og menningarnefnd 14. ágúst
Dagskrá:
Skólamál:
1.   Gjaldskrá leikskóla.
2.   Erindi frá Sólrúnu Harðardóttur.
3.   Vika símenntunar.
4.   Önnur mál.
Menningarmál:
5.   Staða bókhaldslykla.
6.   Styrkbeiðni.
7.   Erindi frá hússtjórn Ljósheima.
8.   Drög að reglum fyrir Félagsheimilið Árgarð.
9.   Miðgarður, óperutónleikar 2. ágúst.
10.  Önnur mál.
 
Fræðslu- og menningarnefnd 15. ágúst
Dagskrá:
1. Reglur um málsmeðferð vegna beiðna um flutning milli skóla innan
       Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
2.  Ósk um flutning milli skóla, áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar, 14.
        ágúst 2003.
3.   Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðir fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og leggur til að vísa lið 1 frá 14. ágúst til byggðarráðs. Samþykkt. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðir bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
     b)   Landbúnaðarnefnd 14. ágúst
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Bréf dags. 29.07.03
3.      Lausaganga búfjár
4.      Búfjárhald í Sveitarfél. Skagafjörður
5.      Önnur mál
Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fleiri ekki.  Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir
 
a)   Skagafjarðarveitur 20. jan.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Skagafjarðar seinni umræða.
2.      Fjárhagsáætlun hitaveitu Skagafjarðarveitna ehf.
3.      Kaupsamningur og afsal Áhaldahúss Borgarteig 11 – 15.
4.      Bréf sem borist hafa.
5.      Önnur mál
 
Skagafjarðarveitur 14. febr.
Dagskrá:
1.      Málefni Hrings hf
2.      Breytingar á vatnsveitulögum.
3.      Frumvarp til raforkulaga.
4.      Aðalfundur Samorku 14. mars 2003
5.      Önnur mál
 
Skagafjarðarveitur 11. mars
Dagskrá:
1.           Þriggja ára áætlun.
2.           Bréf vegna fundar með Iðnaðarráðherra á Akureyri 3. mars 2003.
3.           Borun við Kýrholt.
4.           Ráðning starfskrafts á skrifstofu.
5.           Önnur mál
 
Skagafjarðarveitur 29. apríl
Dagskrá:
1.      Fagfundur Samorku á Selfossi.
2.      Aðalfundur Fjölnets hf.
3.      Borun við Kýrholt.
4.      Bréf frá blakfélaginu Krækjum.
5.      Vinnslueftirlit hitaveitu 2001 og 2002.
6.      Önnur mál
 
Skagafjarðarveitur 2. júní
Dagskrá:
1.     Nýtt bókhaldskerfi.
2.     50 ára afmæli Hitaveitu Sauðárkróks
3.     Lind v/ Lindargötu 11
4.     Bréf frá Sameiningu ( Magnús Sigmundsson Varmahlíð )
5.     Borun v/ Kýrholt.
6.     Hitaveita í Akrahreppi.
7.     Önnur mál.
 
 
b)         Byggðarráð 25. júní
Dagskrá:
                                      1.          Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs
                                      2.          Upprekstrarfélag Eyvindastaðaheiðar - viðræður
                                      3.          Véla- og samgönguminjasafn – áður á dagskrá 23. maí 2003
                                      4.          Umsókn um leyfi til að reka veitingastofu í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð
                                      5.          Umsókn um leyfi til að reka gistiskála og eldunaraðstöðu í Lauftúni og gistingu í Húsey í Skagafirði
                                      6.          Erindi frá FNV um skipan fulltrúa í vinnuhóp um framtíðarskipan fræðslumála á Norðurlandi vestra
                                      7.          Úttekt á grunnskólum í Sveitarfélaginu í Skagafirði
                                      8.          Framkvæmdir ársins 2002
                                      9.          Þókun vegna kjörstjórnarstarfa
                                  10.          Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Félagi tónlistarkennara
b)      Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga
c)      Bréf frá Menntamálaráðuneytinu
d)      Fundargerð.  Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög
 
Byggðarráð 4. júlí
Dagskrá:
                                      1.          Tilboð í eignir sveitarfélagsins í Fljótum og á Sauðárkróki
                                      2.          Árvist
                                      3.          Bréf frá Bjarna Ragnari Brynjólfssyni
                                      4.          Umsókn um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Sölvanesi
                                      5.          Bréf frá Hjalta Stefánssyni og Sölva Oddssyni
                                      6.          Höfði ehf.
                                      7.          Bréf og kynntar fundargerðir:
a)        Bréf frá Katrínu Atladóttur
b)       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
c)        Bréf frá Sambandi ferðaþjónustunnar
d)       Bréf frá Félagi íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga
 
Byggðarráð 18. júlí
Dagskrá:
1.      Bílaklúbbur Skagafjarðar – umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni
2.      Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki – beiðni um umsögn
3.      Fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 02.07. 2003
4.      Fundargerð fræðslu- og menningarnefndar frá 04.07. 2003
5.      Fundargerð umhverfisnefndar frá 07.07. 2003
6.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16.07. 2003
7.      Viðbótarlán – beiðni um heimild til hækkunar á framlögum
8.      Bréf frá Umf. Neista vegna Túngötu 4
9.      Kirkjutorg 3 - kaupsamningur
10.  Höfði ehf.
11.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað:
a)        Starfsmannamál
b)       Upplýsingar um rekstur aðalsjóðs jan.-maí 2003
c)        Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
d)       Bréf frá vinnuhópi innan Íbúasamtakanna út að austan um jarðgangagerð á utanverðum Tröllaskaga
e)        Fjárfestingar sveitarfélagsins árið 2002 – sundurliðun
f)         Fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Skagafjarðarveitna ehf. frá 01.07. 2003
 
Byggðarráð 30. júlí
Dagskrá:
1.      Túngata 4, Hofsósi.  Fulltrúar UMF Neista koma á fundinn
2.      Fundargerð samgöngunefndar frá 21.07. 2003
3.      Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 15.07. 2003
4.      Úthlutun styrkja til björgunarsveita. (07-81)
5.      Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli fyrrverandi sveitarstjóra gegn sveitarfélaginu.
6.      Innlausn á íbúð – Víðigrund 22.
7.      Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki.
8.      Yfirlit yfir rekstur fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar
9.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað:
a)        Fundargerð stjórnar Invest frá 26. júní 2003
b)       Bréf frá SÍS.  Fyrirkomulag og kostnaðarskipting tónlistarkennslu.
 
Byggðarráð 13. ágúst
Dagskrá:
1.      Undirskriftarlisti íbúa í Fljótum.
2.      Gjaldskrá vegna húsnæðis og búnaðar Íþróttahússins á Sauðárkróki.
3.      Staðgengill sveitarstjóra og heimild til sveitarstjóra um að veita öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins prókúru skv. 56 gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fundarsköp.
4.      Boð til sveitarstjórnar um að sitja fund stjórnar Rarik.
5.      Bréf frá Sævari Einarssyni – úrsögn úr stjórn Náttúrustofu.
6.      Víðigrund 22 – heimild til sölu.
7.      Hof á Höfðaströnd – Afsal til Hofstofunnar slf
8.      Kostnaður vegna niðursetningar stóla í Sundlaug Sauðárkróks.
9.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)      Bréf frá Héraðsvötnum ehf.
b)      Aðalfundur Invest – fundarboð.
c)      Svarbréf frá Félagsmálaráðuneytinu vegna skólahúsnæðis.
d)      Bréf frá Fornleifavernd ríkisins.
e)      Bréf frá Íbúðalánasjóði.
f)        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
g)      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 31. júlí 2003.
 
 
3.  Fundargerðir, sem hlotið hafa samþykki byggðarráðs
í sumarleyfi sveitarstjórnar
a)        Félags- og tómstundanefnd 2. júlí
b)       Fræðslu- og menningarnefnd  4.  júlí; 14. ágúst
c)        Landbúnaðarnefnd 15. júlí; 14. ágúst
d)       Samgöngunefnd 21. júlí
e)        Skipulags- og bygginganefnd 16. júlí
f)         Umhverfisnefnd 7. júlí
g)        Skagafjarðarveitur 1. júlí
h)        Byggðarráð 25. júní: 4., 18. og 30. júlí; 13. ágúst
 
Liður 13. í fundargerð Fræðslu- og menningarnefndar frá 4. júlí borinn undir atkvæði og samþ. með 5 atkv.  Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista sitja hjá.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og óskar bókað að fulltrúar Framsóknarflokks hafi setið hjá við afgreiðslu Byggðarráðs á 13. lið í fundargerð Fræðslu- og menningarnefndar frá 4. júlí.
 
Hér tóku einnig til máls, varðandi afgreiðslu fundargerða eftir sumarleyfi sveitarstjórnar, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu liðar 3 í þessari fundargerð
 
Dagskrá tæmd, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,00.
                                                                                         Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari fundar.