Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

114. fundur 18. mars 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 114 - 18.03.2003

 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 18. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Hótel Varmahlíð kl. 1600.
            Mætt voru:  Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.       Fundargerðir
a)      Byggðarráð 5. og 14. mars
b)      Atvinnumálanefnd 7. og 14. mars
c)      Félags- og tómstundanefnd 11. mars
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 6. mars
e)      Samgöngunefnd 11. mars
f)        Skipulags- og bygginganefnd 3. og 13. mars
g)      Umhverfisnefnd 11. mars
 
2.       Ráðning sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs
 
3.       Þriggja ára áætlun – fyrri umræða
 
4.       Bréf og kynntar fundargerðir
                                               
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 5. mars
Dagskrá:
                              1.            Tillaga að skipan starfshóps vegna byggingaframkvæmda í Skagafirði
                              2.            Fjármál Náttúrustofu Norðurlands vestra
                              3.            Kynntar umsóknir í verkefnið Rafænt samfélag
                              4.            Umsókn um styrk frá FAAS
                              5.            Fundarboð ársfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands
                              6.            Forkaupsréttur að jörðinni Byrgisskarð
                              7.            Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgang allra landsmanna að GSM farsímakerfinu
                              8.            Útreikningur á skólaakstri Akrahrepps fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
                              9.            Niðurfelling gjalda
                          10.            Bréf og kynntar fundargerðir.
a)      Stjórnarfundur INVEST 28. febrúar 2003
b)      Bréf frá Orkustofnun
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson, Bjarni Jónsson og leggur fram svohljóðandi bókun:
“Sveitarfélagið Skagafjörður var aðili að tveimur vönduðum umsóknum um rafrænt samfélag. Það hafði verið gefið út að allt að 8 sveitarfélög eða aðilar yrðu valdir til áframhaldandi þátttöku. Það vekur því furðu að aðeins 4 aðilar skuli hafa verið valdir þvert á áður gefin fyrirheit. Í ljósi þeirrar vinnu, sem margir hafa lagt í undirbúning umsókna, er þessi afgreiðsla furðuleg. Byggðastofnun ásamt iðnaðarráðherra skulda sveitarfélögum í landinu skýringar á þessum framgangsmáta.”
Bjarni Jónsson
Snorri Styrkársson tók til máls og lagði fram bókun vegna 3. liðar, um rafrænt samfélag:
“Undirritaður harmar hlut Skagfirðinga í verkefninu Rafrænt samfélag. Meiri hluti sveitarstjórnarinnar ber verulega ábyrgð á hvernig til hefur tekist.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.                                                                                                
 
Byggðarráð 14. mars
 Dagskrá:
                              1.            Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 fer yfir stöðu verka og fjármála
                              2.            Sala á húseigninni Borgarflöt 1
                              3.            Samstarf við Nýsköpunarsjóð námsmanna
                              4.            Háskólastarf og rannsóknir í Skagafirði
                              5.            Erindi frá Skagafjarðarveitum
                              6.            Aðalfundur Tækifæris 26. mars nk.
                              7.            Aðalfundur Höfða ehf. 18. mars nk
                              8.            Erindi frá Hótel Tindastóli
                              9.            Forkaupsréttur að jörðinni Ármúla
                          10.            Umsögn um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað
                          11.            Drangeyjarfélagið – umsókn um að nytja Drangey
                          12.            Bréf frá foreldrum barna á leikskólanum Barnaborg á Hofsósi
                          13.            Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins lögð fram
                          14.            Niðurfelling gjalda
                          15.            Tillaga frá atvinnu- og gerðamálanefnd
                          16.            Bréf og kynntar fundargerðir.
a)  Fundargerð 6. fundar stjórnar Miðgarðs 4. mars 2003
b)  Fundargerð 701. fundar stjórnar Sís
c)  Bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson og leggur fram tillögu um skipan eftirtalinna í 5 manna starfshóp um uppbyggingu háskólanáms og rannsókna í Skagafirði: Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla, Jón Friðriksson, framkv.stj. Fiskiðjunnar Skagfirðings, Jón Hjartarson, skólameistari FNV, Herdís Klausen, hjúkrunarforstj. Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Bjarni Jónsson, form. Atvinnu- og ferðamálanefndar.
Þá tók Ásdís Guðmundsdóttir til máls, síðan Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, hann leggur fram bókun vegna liðar 16c: “Við lýsum yfir áhyggjum vegna bréfs Starfsmannafélags Skagafjarðar og teljum að bregðast verði við því.”
Gunnar Bragi Sveinsson,
Einar E. Einarsson,
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér næst hljóðs, þá Snorri Styrkársson, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Tillaga Bjarna Jónssonar um skipan í starfshóp borin upp og samþykkt samhljóða. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
b)   Atvinnumálanefnd 7. mars
Dagskrá:
1.      Votlendissvæði Skagafjarðar, möguleikar í ferðaþjónustu.
2.      Samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
3.      Undirbúningur að ráðstefnu um ferðaþjónustu í Skagafirði.
4.      Önnur mál.
 
Atvinnumálanefnd 14. mars
Dagskrá:
1.      Starf Invest í Skagafirði. Starfsmaður Invest í Skagafirði, Þorsteinn Broddason kemur á fundinn.
2.      Samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar við fyrirtæki og skóla um þjálfun og verkefni iðnnema í Skagafirði.
3.      Rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
4.      Guðbjörg ferðamálafulltrúi fer yfir stöðu verkefna sem hún vinnur að fyrir sveitarfélagið.
5.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnir báðar fundargerðirnar. Einar E. Einarsson tekur til máls, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerðir atvinnu- og ferðamálanefndar bornar upp og samþ. samhljóða.
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 11. mars
Dagskrá:
Húsnæðismál
1.      Úthlutun viðbótarlána
2.      Úhlutun leiguhúsnæðis
3.      Lögð fram að nýju drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun félagslegra leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn
 

Félagsmál
4.      Trúnaðarmál
5.      Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2002
6.      Dagvistun aldraðra, - fjölgun rýma og breyting á starfsfyrirkomulagi
7.      Félagsstarf Aldraðra: Húsaleigusamningur við Ljósheima
8.      Félagsstarf Aldraðra: Úthlutun styrkja
 
Æskulýðs- og tómstundamál
9.      Styrkir til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála
 
Önnur mál
 
Ásdís Guðmundsdóttir skýrir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
6. lið vísað til Byggðarráðs.
Fundargerðin borin undir atkv. og samþ. samhljóða.
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 6. mars
Dagskrá:
1.      Félagsheimili
2.      Erindi frá Menor
3.      Erindi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
4.      Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson skýrir fundargerð. Enginn kveður sér hljóðs. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
 
e)   Samgöngunefnd 11. mars
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs - þriggja ára áætlun
2.      Umferðar- og samgöngumálaáætlun til þriggja ára
3.      Snjómokstur
4.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Einar E. Einarsson tekur til máls, einnig Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson. Fleiri ekki. Fundargerð samþykkt samhljóða.
 
f)   Skipulags- og byggingarnefnd 3. mars
Dagskrá:
1.      Reiðleiðir – Bjarni Bragason mætir á fundinn
2.      Lóðaumsóknir í Hofsósi – Snorri Þorfinnsson ehf.
3.      Deiliskipulag Ártorgs – 1. tillaga
4.      Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 13. mars
Dagskrá:
1.      Deiliskipulag Glaumbæjar á Langholti
2.      Bréf Kolkuóss ses. 17.12.2002 – erindi frá Byggðarráði
3.      Skipulagsmál Hólar – Varmahlíð
4.      Birkihlíð 13 - utanhússklæðning
5.      Akurhlíð 1
6.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrir fundargerðirnar. Til máls tekur Snorri Styrkársson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson og ber upp svofellda tillögu varðandi 2. lið fundargerðarinnar 13. mars:
“Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar að taka jákvætt í erindi Kolkuóss ses um að fá til leigu land sveitarfélagsins, sem fellur undir Kolkuós. Félagið hefur í hyggju að byggja upp staðinn, bjarga menningarverðmætum og starfrækja þar fjölþætta menningartengda ferðaþjónustu. Sveitarstjórn Skagafjarðar felur sveitarstjóra að gera drög að samningi við Kolkuós ses um leigu á umræddu landi og  leggja fyrir Byggðarráð.”
Gunnar Bragi Sveinsson kveður sér hljóðs og leggur til að þessari tillögu sveitarstjóra verði vísað til Byggðarráðs. Þá tala Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og leggur til að liður 2 í fundargerð 13.03. ásamt tillögu Ársæls Guðmundssonar verði tekinn til umræðu á Byggðarráðsfundi á morgun. Samþykkt.
Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða.
 
g)   Umhverfisnefnd 11. mars
Dagskrá:
1.      Þriggja ára áætlun.
2.      Samningar vegna sorphreinsunar, sorpurðunarsvæðis, gámaleigu og losunar.
3.      Samstarf Úrvinnslusjóðs og sveitarfélaga um endurnýtingu úrgangs.
4.      Bréf frá mótorkrossmönnum.
5.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Hann leggur til að lið 2 fundargerðar Umhverfisnefndar verði vísað til Byggðarráðs. Enginn kveður sér hljóðs.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
 
 
2.       Ráðning sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs
 
Forseti sveitarstjórnar Gísli Gunnarsson leggur til að fram fari skrifleg atkvæðagreiðsla um ráðningu í þetta starf. Kosið er milli Árna Ragnarssonar og Áskels Heiðars Ásgeirssonar.
Snorri Styrkársson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:
“Ég tek ekki þátt í atkvæðagreiðslunni enda var undirritaður á móti breytingum á skipulagi sveitarfélagsins og ráðningin því alfarið á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista
Einar E. Einarsson kvaddi sér einnig hljóðs.
Átta skiluðu atkvæðaseðlum.
Atkvæði féllu þannig:     Áskell Heiðar Ásgeirsson          4 atkv.
Árni Ragnarsson                       2 atkv.
                                    Auðir seðlar                              2
Áskell Heiðar Ásgeirsson er því rétt kjörinn sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Matarhlé frá kl. 19,35 til kl. 20,30.
           
3.       Þriggja ára áætlun – fyrri umræða
           
Gísli Gunnarsson gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til nefnda og svo til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tekur Snorri Styrkársson.
Tillaga Gísla samþykkt.
 
4.       Bréf og kynntar fundargerðir
           
Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20,43 .
                                                                        Engilráð M. Sigurðard., ritari