Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

95. fundur 23. apríl 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 95 - 23. apríl 2002
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2002, þriðjudaginn 23. apríl  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1600.
           
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Sólveig Jónasdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.            Fundargerðir:

                a)         Byggðarráð 10. og 17. apríl.
  
             b)         Félagsmálanefnd 15. apríl.
  
             c)         Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. og 18. apríl.
  
             d)         Nefnd um endursk. samþ. sveitarfélagsins 17. apríl.
  
             e)         Umhverfis- og tækninefnd 17. apríl.
  
             f)           Veitustjórn 17. apríl.
2.         Samþykktir um stjórn og fundarsköp - Síðari umræða.
3.            Tillaga að nýju skipuriti fyrir stjórnsýsluna.    
4.            Bréf og kynntar fundargerðir:
        
    
a)   Staðardagskrá 21, 4. júní, 9.júlí, 10., 17.og 23.september, 8., 14.,
                    21. og 28. október, 4., 11., 18. og 25. nóvember, 9. og 16.desember
                    1999 - 13., 20. og 27. janúar, 10. og 24. febrúar, 16. og 23. mars
                    2000.
  
           b)      Ályktanir og samþykktir 62. fulltrúaráðsfundar Samb.ísl.sv.félaga
 AFGREIÐSLUR:
1.   Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 10. apríl.
  
      Dagskrá:

        1.       Viðaukasamningur vegna Endurhæfingarhúss
  
     2.       Yfirlýsing vegna sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
  
     3.       Tilboð í gatnagerð – Iðutún og Forsæti
  
     4.       Erindi frá Umf. Tindastól v/skíðadeildar
  
     5.       Orlof á yfirvinnu – Páll Pálsson
  
     6.       Starfsmannastefna – ný drög eftir umsagnarferil
  
     7.       Erindi frá Gilsbakka
  
     8.       Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstrarleyfi gistiskála
  
     9.       Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um leyfi til sölu gistingar/veitinga
  
     10.   Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/tölvufræðslu BSRB
  
     11.   Ársfundur húsnæðisfulltrúa og eftirlitsmanna sveitarfélaga
  
     12.   Fundarboð frá Lífeyrissjóði Norðurlands
  
     13.   Frá umhverfisráðuneytinu v/dags umhverfisins 25. apríl
  
     14.   SFNV – fundargerð aukafundar 15. mars
  
     15.   Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar og Starfsgr.sambands
  
     16.   Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra v/flutninga skrifstofu
  
     Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson.  Fleiri
        kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
        samhljóða.

      Byggðarráð 17. apríl.
  
   Dagskrá:

      1.      Frá félagsmálanefnd v/fyrirspurnar ráðuneytis
  
   2.      Samningar við Fjölnet
  
   3.      Nýtt leiguhúsnæði fyrir Árvist
  
   4.      Erindi vegna fasteignagjalda
  
   5.      Erindi frá tóbaksvarnarnefnd
  
   6.      Merking á stjórnsýsluhúsi – ráðhúsi
  
   7.      Erindi frá Vegagerð og Náttúruvernd v/frágangs á námum
  
   8.      Fundargerðir 11. og 12. fundar samstarfsnefndar Launanefndar og
            Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi
  
   9.      Skýrsla um áhersluatriði í byggðamálefnum fyrir Norðurland vestra
  
  10.  Steinullarverksmiðjan hf.
  
  11.  Búnaður í fundarherbergi nefnda
  
  Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson og óskar
     hann að eftirfarandi sé bókað:
  
  “Sjálfstæðismenn í sveitarstjórn Skagafjarðar átelja harðlega vinnubrögð
      meirihlutans og sveitarstjóra varðandi fund iðnaðarnefndar Alþingis sem
      haldinn var mánudaginn 15. apríl.  Sveitarfélaginu var boðið að senda fulltrúa
      sína á þennan fund, en fundarboðið var ekki kynnt sjálfstæðismönnum fyrr en
      tveimur dögum eftir að fundurinn var haldinn.  Í ljósi þess að sala hlutabréfa í
      Steinullarverksmiðjunni var samþykkt í sveitarstjórn með naumum meirihluta
      hljóta þessi vinnubrögð að teljast ámælisverð.  Þannig var sjálfstæðismönnum
      ekki gefinn kostur á að færa rök fyrir máli sínu gagnvart iðnaðarnefnd.”
                       
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar.
  
   Síðan tóku til máls Snorri Styrkársson og Jón Gauti Jónsson.
  
   Var þá gert stutt fundarhlé og fundi síðan framhaldið.
  
   Til máls tók Herdís Sæmundardóttir og leggur hún fram svohljóðandi bókun:
  
   “Meirihluti Sveitarstjórnar Skagafjarðar vísar bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
        í Sveitarstjórn Skagafjarðar til föðurhúsanna en átelur þá hins vegar harðlega
        fyrir framgöngu þeirra vegna sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í
        Steinullarverksmiðjunni.   Á sínum tíma samþykktu fulltrúar
       Sjálfstæðisflokksins að fela sveitarstjóra að annast sölu hlutabréfanna og
       samþykktu jafnframt sölutilboð sem hljóðaði upp á u.þ.b.10 milljón króna
       hærra verð en endanlegt söluverð varð.   Jafnframt var fulltrúa
       Sjálfstæðisflokksins boðið að eiga sæti í viðræðuhóp þeim sem falið var
       að ganga frá sölusamningi.  Oddviti sjálfstæðismanna þáði boðið en sá sér
       þó ekki fært að sitja lokasamningafundina þar sem endanlega var gengið
       frá samningum.  Þá skal að lokum tekið fram að ritari í iðnaðarnefnd
       Alþingis hafði samband við sveitarstjóra síðla föstudags 12. apríl og bauð
       sveitarstjóra eða öðrum fulltrúa sveitarstjórnar að sitja fund í iðnaðarnefnd
       Alþingis.”
                                   
Fulltrúar meirihlutans í Sveitarstjórn Skagafjarðar.
  
    Þá tók Jón Gauti Jónsson til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
       Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

     b)     Félagsmálanefnd 15. apríl.
  
          Dagskrá:

             1.      Húsnæðismál.
  
          2.      Trúnaðarmál.
  
          3.      Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði, rekstrarstyrkir.
  
          4.      Aksturskostnaður vegna heimaþjónustu.
  
          5.      Byggðaráð óskar umsagnar félagsmálanefndar og félagsmálastjóra um
                   fyrirspurnir félagsmálaráðuneytisins, dags. 25. mars 2002, varðandi erindi
                   Gunnars Braga Sveinssonar og Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur um reglur
                   um niðurgreiðslu sveitarfélagsins á daggæslu í heimahúsum.
  
          6.      Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði dags. 12. mars 2002, þar sem hvatt er til
                   þess að sveitarstjórnin haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann
                   15. maí nk.
  
          7.   Önnur mál.
             Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
            
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

     c)     Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. apríl.
  
          Dagskrá:

            1.      Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga og
                  Þór Hjaltalín, minjavörður mæta á fundinn.
  
         2.      Lagt fram bréf frá Miðgarðsnefnd, dags. 18. mars 2002, með tillögum að
                  nýrri reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð. Bréfinu var vísað til MÍÆ nefndar
                  frá Byggðarráði þann 20.03.2002
  
         3.      Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dags. 12. mars 2002, þar sem hvatt er til
                  þess að sveitarstjórn haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann
                 15. maí nk.
  
         4.      Lagðir fram samningar við íþróttafélög.
  
         5.      Önnur mál.
  
        Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
          
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

            Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 18. apríl.
  
         Dagskrá:

            1.      Samningar og styrkir.
  
         2.      Menningarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  
         3.      Önnur mál.
  
                 a.       Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.
  
                 b.      Bréf frá Magnúsi Sigmundssyni #GL Látum verkin tala#GL.
  
                 c.       Bréf frá Byggðarráði dags. 10.april 2002 vísað til MÍÆ nefndar
                          3. april sl.   Erindið fjallar um ráðstefnu / námsskeið í Mosfellsbæ
                          3.-5. maí nk. um #GLÍþróttir og tómstundir fyrir alla#GL.
  
                 d.      Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002 vísað til MÍÆ nefndar
                          20. mars þar sem þess er óskað að MÍÆ nefnd tilnefni fulltrúa í
                          stjórn Miðgarðs.
  
                 e.       Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar
                          27. febrúar 2002 varðandi heimsókn sveitarstjórnarmanna frá Jölster
                          í Noregi.
  
                 f.        Bréf frá Byggðaráði Skagafjarðar dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ
                          nefndar 13. mars sl. þar sem Zoran Kokotovic óskar eftir styrk vegna
                          lokafrágangs á þremur kvikmyndum.
  
                 g.       Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar
                          10. april sl. varðandi skíðadeild Tindastóls.
  
                 h.       Bréf frá Sjóvá -almennum um sérstakt aðgangskort að sundlaugum
                          og söfnum í Skagfirði.
  
                 i.         Félagsheimilið í Hegranesi.
  
         Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.   Til máls tóku Sigrún Alda Sighvats,
            Einar Gíslason, Snorri Styrkársson og Sigrún Alda Sighvats sem leggur fram
            svohljóðandi tillögu:  “Sveitarstjórn beinir því til Menningar-, íþrótta- og
            æskulýðsnefndar að skoða möguleika á sundkorti sem gildi í allar sundlaugar
            sveitarfélagsins.”  Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og leggur til að vegna
            ábendingar á fundinum verði bókað að styrkveiting til Umf. Tindastóls í 1. lið
            fundargerðarinnar er rekstrarstyrkur ársins en ekki aukastyrkur. Fleiri  kvöddu sér
            ekki hljóðs.   Tillaga um að vísa 2., 3., 4. og 5. greinum 1. liðar til Byggðarráðs
            borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Fundargerðin að öðru leyti borin
            undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      d)   Nefnd um endursk.samþ.sveitarfélagsins 17. apríl.
  
         Dagskrá:

            1.      Nýtt skipurit
  
         2.      Samþykktir um stjórn og fundarsköp.
  
         Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
  
         Fundargerðin þarfnast ekki atkvæðagreiðslu. 
      e)   Umhverfis- og tækninefnd 17. apríl.
           
Dagskrá:

            1.      Opin svæði – sumarframkvæmdir – Helga Gunnlaugsdóttir
  
         2.      Sorpgámasvæði við Varmahlíð – Hallgrímur Ingólfsson
  
         3.      Dagur umhverfisins 25. apríl
  
         4.      Frá Byggðarráði – Kæra Héraðsvatna 29. nóv. 2001 vegna
                  úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 24. okt. um mat á umhverfisáhrifum  
                  Villingarnesvirkjunar.
  
         5.      Aðalgata 20 – Umsókn um leyfi til að breyta starfsemi í húsinu. –
  
               Halla Björk Marteinsdóttir, forvarnarfulltrúi.
  
         6.      Bréf íbúasamtaka Varmahlíðarhverfis frá 8. apríl 2002
  
         7.   Áskot 7, Hjaltadal – Plöntuskúr – Valgarð Bertelsson
  
         8.   Önnur mál.
  
         Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir
            og Jón Gauti Jónsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin
            undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      f)   Veitustjórn 17. apríl.
           
Dagskrá:

            1.   Samþykktir fyrir skagafjarðarveitur.
  
         2.       Vorfundur Samorku á Akureyri.
  
         3.      Bréf frá Iðnaðarnefndar Alþingis frá 3. apríl – Svarbréf.
  
         4.      Erindi vegna innheimtumála.
  
         5.      Bréf frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
  
         6.      Erindi frá Fjölneti h.f.
  
         7.      Önnur mál.
  
         Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Einar Gíslason.  Fleiri
            kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
            samhljóða.
 
2.        Samþykktir um stjórn og fundarsköp - Síðari umræða   -
           Til máls tók Ingibjörg Hafstað.   Gerði hún nánari grein fyrir þeim breytingum
           sem gerðar hafa verið á Samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins
           Skagafjarðar milli umræðna.   Til máls tók Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu
           sér ekki hljóðs.  Samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins
           Skagafjarðar bornar upp og samþykktar samhljóða.
 
3.         Tillaga að nýju skipuriti fyrir stjórnsýsluna.
            Til máls tók Jón Gauti Jónsson.  Fór hann yfir  og skýrði nánar þær tillögur að
            nýju skipuriti fyrir stjórnsýsluna sem hér liggur fyrir.  Til máls tók Gísli Gunnarsson
            og leggur hann til að í stað þess að nýtt skipurit taki gildi 1. júní n.k. taki það
            formlega gildi þegar ný sveitarstjórn hefur samþykkt skipuritið.  Þá tók Ingibjörg
            Hafstað til máls og því næst Gísli Gunnarsson.  Þá tóku til máls Snorri Styrkársson
            og Gísli Gunnarsson með svar við fyrirspurn.  Því næst tók Ingibjörg Hafstað til
            máls og Gísli Gunnarsson til að bera af sér ámæli.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
          
Tillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og felld  með 6 atkvæðum
            gegn 4.  Tillaga að nýju skipuriti fyrir stjórnsýsluna borin undir atkvæði og
            samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska
            bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
          
Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í umræðum og
            atkvæðagreiðslu  um málið.

4.         Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Staðardagskrá 21, 4.júní, 9. júlí, 10., 17. og 23. september, 8., 14., 21. og
    28.október, 4., 11., 18. og 25. nóvember, 9. og 16. desember 1999, 13., 20.
    og 27. janúar, 10. og 24. febrúar, 16. og 23. mars 2000.

b) Ályktanir og samþykktir 62. fulltrúaráðsfundar Samb.ísl.sv.félaga.
      Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.47.                                                           
                                    Elsa Jónsdóttir, ritari