Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

91. fundur 26. febrúar 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 91 - 26. febrúar 2002
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2002, þriðjudaginn 26. febrúar  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í félagsheimilinu Miðgarði kl. 1800.
           
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Brynjar Pálsson, Sólveig Jónasdótir, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1.            Fundargerðir:

  
             a)   Byggðarráð 6. og 20. febrúar.
  
             b)   Félagsmálanefnd 11. febrúar.
  
             c)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 7. febrúar.
  
             d)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 6. febrúar
  
             e)   Umhverfis- og tækninefnd 20. febrúar.
  
             f)     Skólanefnd 12. febrúar.
  
             g)   Landbúnaðarnefnd 10. janúar.

2.
         3ja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið
  
         2003 - 2005           - Fyrri umræða -


3.         Erindi frá Jóhanni Svavarssyni.   Tilnefning aðalfulltrúa í Stýrihóp
   
        Staðardagskrár 21 og aðalfulltrúa í Umhverfis- og tækninefnd.


4.         Bréf og kynntar fundargerðir.

         
      1)    Almannavarnanefnd Skagafjarðar 4.desember og 14.febrúar. 

Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 21. febrúar.  Var það samþykkt samhljóða. 
AFGREIÐSLUR:

1.      Fundargerðir:
  
   a)      Byggðarráð 6. janúar.
  
            Dagskrá:
  
             1.       Forsendur 3ja ára áætlunar
  
             2.       Vaka ehf. – staða við sveitarsjóð
  
             3.       Erindi frá Jóni Karlssyni formanni Öldunnar
  
             4.       Samningur um uppgjör Endurhæfingarhúss
  
             5.       Erindi vegna fasteignagjalda
  
             6.       Hólaskóli – yfirlýsing um samstarf
  
             7.       Þróunarsetur – kynning
  
             8.       Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstur gistiskála
  
             9.       Erindi Búhölda hsf. vegna stofnstyrks
  
             10.   Erindi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki v/viðbyggingar
  
             11.   Erindi frá verkefnisstjóra “Ég er húsið mitt”
  
             12.   Erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey
  
             13.   Erindi frá Grósku v/Þorramóts í boccia 9. feb. 2002
  
             14.   Erindi frá verkefnisstjóra “Fegurra sveita”
  
             15.   Fundargerð 6. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgr.samb.
  
             16.   Fundargerð 9. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarf. sálfr.
  
             17.   Frá NSH “Stadsplanering för alla”
  
             18.   Leyfi til áfengisveitinga 
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson, Jón Gauti Jónsson,  Brynjar Pálsson, Sigrún Alda Sighvats,  Snorri Styrkársson og Ásdís Guðmundsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Sigrún Alda Sighvats og Sólveig Jónasdóttir óska bókað að þær taki ekki þátt í afgreiðslu 9. liðar.  Þá óskar Sigrún Alda Sighvats jafnframt bókað, að hún sitji hjá við afgreiðslu 7. liðar. 
      Byggðarráð 20. febrúar.
     
Dagskrá:

           
1.          3ja ára áætlun
            
2.          Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðju
            
3.          Vinabæjarmót í Kristianstad 13.-16. júní 2002
            
4.          Beiðni um niðurfellingu skuldar – trúnaðarbók
            
5.          Fasteignagjöld – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega
            
6.          Fasteignagjöld – Skeiðfossvirkjun
            
7.          Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki
            
8.          Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu – frá félagsmálanefnd
            
9.          Erindi frá sýslumanni v/endurnýjunar rekstrarleyfis gistiheimilis
         
10.          Erindi frá Grétu Jóhannsdóttur v/Sjöundastaða í Fljótum
         
11.          Boð á ráðstefnu í ESBO 5.-7. maí 2002
         
12.          Erindi frá framtíðarnefnd Miðgarðs
         
13.          Erindi frá UMSS v/Landsmóts 2004
         
14.          Samstarfssamningur við Fornleifavernd ríkisins
         
15.          Skipan fulltrúa í viðræður við Hólaskóla sbr. yfirlýsingu um samstarf
         
16.          Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – umhverfisráðstefna 8. mars 2002
         
17.          Erindi frá Landgræðslu ríkisins – Bændur græða landið
         
18.          Erindi frá Þorbirni Árnasyni hdl. v/orlofs á yfirvinnu
         
19.          Fréttabréf Alþjóðahúss
         
20.          Frá Skógræktarfélagi Íslands v/Yrkjusjóðsins
         
21.          Fundargerð skólanefndar FNV frá 31. janúar 2002

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson og Herdís Sæmundardóttir og leggur hún til að 15. liður fundargerðarinnar verði tekinn inn sem sérstakur liður þ.e. 4. liður á dagskrá.   Þá tóku til máls Brynjar Pálsson, Einar Gíslason,  Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Gauti Jónsson,  Snorri Styrkársson, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson.    Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Herdísar varðandi 15. lið borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Fundargerðin með áorðnum breytingum borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Brynjar Pálsson óskar bókað vegna 2. liðar fundargerðarinnar, að hann sé á móti sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni h.f.  Sólveig Jónasdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 13. liðar.  Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 13. og 18. liðar. 

    b)     Félagsmálanefnd 11. febrúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Húsnæðismál.
  
         2.      Rædd á ný áætlun um þörf á félagslegu leiguhúsnæði.
  
        3.      Trúnaðarmál.
  
         4.  Önnur mál.
  
  Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Einar Gíslason, Gísli
    Gunnarsson og Elinborg Hilmarsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
    borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 7. febrúar.
  
   Dagskrá:
  
     1.      Bréf frá  Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar 30.
              janúar sl. vegna bókasafns Björns Egilssonar.
  
     2.      Bréf frá Byggðarráði, dags. 5. feb. 2002, sem vísað var til MÍÆ-nefndar
              á fundi 30. janúar sl., þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðin þátttaka í
              Menningarnótt  Reykjavíkur 2002.
  
     3.      Bréf frá Byggðarráði, dags. 28. jan., sem vísað var til MÍÆ-nefndar
              17. janúar sl. vegna umsóknar um gistiþjónustu í Steinsstaðaskóla, ásamt
              öðrum umsóknum.
  
     4.      Bókhald félagsheimila.
  
     5.      Sundlaug Sauðárkróks, opnunartímar um páskana og helgar í vetur.
  
     6.      Önnur mál: 
  
           a)       Umsókn frá Ninegjgs vegna ferðar til Póllands.
  
           b)       Sláttur íþróttasvæðis.
  
          c)       Fyrirspurn frá Ásdísi Guðmundsdóttur hvað varðar vinnu við
                    Menningarstefnu.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 21. febrúar.
  
   Dagskrá:
           
1.  Menningarstefna sveitarfélagsins.
           
2.  Bókhald félagsheimila.
  
   3.  Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson,  Ásdís Guðmundsdóttir, Brynjar Pálsson og Ásdís Guðmundsdóttir.  Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3ja liðar a.
 
      d)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 6. febrúar.
  
         Dagskrá:
                           
1.          Fiskeldi í Skagafirði.
                           
2.          Önnur mál
  
  Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Til máls tók Snorri Styrkársson og
     leggur hann  fram eftirfarandi tillögu: 
  
     “Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum RARIK um
         varaaflsstöðvar fyrir rafmagn í Skagafirði í ljósi þess ástands er skapaðist vegna
         rafmagnsleysis fyrstu helgarnar í febrúar.” 
                                               
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista.
  
Síðan tóku til máls Brynjar Pálsson,  Einar Gíslason, Brynjar Pálsson og Snorri
    Styrkársson.   Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks og
    Skagafjarðarlista borin  undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin
    undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

e)   Umhverfis- og tækninefnd 20. febrúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.         Víðihlíð 9 Sauðárkróki – Umsókn um breytingu á áðursamþykktum
             teikningum.

  
   2.         Hólar í Hjaltadal – Prestssæti 4, 6 og 8 Búshúsið. Umsókn um breytingar
             á 1. hæð.

  
   3.         Sleitustaðir Silfurtún – Umsókn um utanhússklæðningu og útlitsbreytingu.
  
   4.         Héraðsdalur – Umsókn um endurbyggingu og breytta notkun á húsnæði.
  
   5.         Bréf Rannsóknarstöðvar skógræktar ríkisins.
  
   6.         Hvalnes á Skaga – umsögn um lóðarleigusamning. – Egill Bjarnason fh.
             hlutaðeigandi.

  
   7.         Garður í Hegranesi – Umsókn um landsskipti.  Félagsbúið Garði/ Sigurbjörn
             H. Magnússon.

  
   8.         Tunguhlíð í Tungusveit - Umsókn um landsskipti – Valgarð Guðmundsson.
  
   9.          Hofsós – umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson          
  
   10.      Varmahlíð – Umferðarmál – Hallgrímur Ingólfsson
  
   11.      Varmahlíð – Skipulag sumarhúsasvæði.
  
   12.      Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      f)   Skólanefnd 12. febrúar.
           
Dagskrá:

  
         Grunnskólamál:
  
         1.      Erindi vegna sumarstarfs á Steinsstöðum.
  
         2.      Málefni Árvistar
  
         3.      Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun
  
         4.      Önnur mál.
  
         Leikskólamál:
  
         5.      Erindi frá skólastjóra, fæðisgjöld
  
         6.      Bréf frá foreldrafélagi í Fljótum
  
         7.      Skólahópur 5 ára barna
  
         8.      Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun
  
         9.      Önnur mál
  
  Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
    
Fundargerðin  borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      g)   Landbúnaðarnefnd 10. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Fundur á Hólum.
  
         2.      Dreifibréf.
  
         3.      Framkvæmd fjárkláðaútrýmingar.
  
Jón Gauti Jónsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
    borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.      
 
Vegna tímaskorts kom fram tillaga um  að fresta öðrum liðum dagskrár. Var það samþykkt samhljóða og fundi frestað kl. 20.oo 
Að loknum borgarafundi kl. 23.oo var fundi fram haldið. 
2.         Þriggja ára áætlun Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess
            árin 2003 - 2005           -   Fyrri umræða   -

  
         Til máls tók Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.  Skýrði hann í stórum dráttum  þá
  
         áætlun sem hér er lögð fram.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.      Tillaga um að vísa
            þriggja ára áætlun Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess til nefnda og síðari
            umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

3.         Erindi frá Jóhanni Svavarssyni.  Tilnefning aðalfulltrúa í Stýrihóp
            Staðardagskrár 21 og aðalfulltrúa í Umhverfis- og tækninefnd.

  
         Fyrir liggur bréf frá Jóhanni Svavarssyni þar sem hann óskar eftir að fá lausn frá
            störfum sem aðalfulltrúi í Stýrihóp Staðardagskrár 21 og einnig sem aðalfulltrúi í
            Umhverfis- og tækninefnd.  Var þessi ósk Jóhanns borin undir atkvæði og
            samþykkt samhljóða. 

Tilnefning í stað Jóhanns Svavarssonar í Stýrihóp Staðardagskrár 21.  Fram kom tillaga um Rósu Maríu Vésteinsdóttur.  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast Rósa María Vésteinsdóttir því rétt kjörinn.  Tilnefning í stað Jóhanns Svavarssonar í Umhverfis- og tækninefnd.  Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað.  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast Ingibjörg Hafstað því rétt kjörinn. 
4.        Tilnefning þriggja fulltrúa í verkefnishóp vegna Hóla.
  
         Fram kom tillaga um Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, Ingimar Ingimarsson og Gísla
            Gunnarsson.   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt
            kjörnir.
 
5.         Bréf og kynntar fundargerðir.
  
         1)  Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 4. desember og 14. febrúar. 
      Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 23.25
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari.