Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

90. fundur 05. febrúar 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 90 - 5. febrúar 2002
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2002, þriðjudaginn 5. febrúar  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi kl. 1800.
               
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Kristín Bjarnadóttir, Brynjar Pálsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.                Fundargerðir:

  
                 a)    Byggðarráð 23. og 30. janúar.
  
                 b)    Félagsmálanefnd 28. janúar.
  
                 c)    Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 24. janúar.
  
                 d)    Nefnd um skoðun Samþykkta sv.félagsins 28. janúar.
  
                 e)    Umhverfis- og tækninefnd 23. og 30. janúar.
2.                Bréf og kynntar fundargerðir.
  
                 1.  Stjórn Hafnasambands sv.félaga 22. janúar. 
AFGREIÐSLUR: 
Fundargerðir:
a)        Byggðarráð 23. janúar.
  
        Dagskrá:
                     
1.          Yfirlit yfir langtímalán og lánakjör.
                     
2.          Frá félagsmálaráði v/samnings við hússtjórn Ljósheima.
                     
3.          Frá félagsmálaráði v/samnings um akstur fyrir Dagvist aldraðra.
                     
4.          Bréf frá eigendum og ábúanda Reykja v/Reykjasels.
                     
5.          Erindi frá Landgræðslunni v/fjárstuðnings við uppgræðslu heimalanda.
                     
6.          Erindi frá íbúasamtökum Varmahlíðar og Út að austan.
                     
7.          Bréf frá Elíasi Jóhannssyni v/byggðakvóta.
                     
8.          Bréf frá Samb.sveitarfélaga v/Staðardagskrár 21.

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Árni Egilsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 7. liðar.  
 
          Byggðarráð 30. janúar.
  
      Dagskrá:
  
       1.        Fundur með fulltrúum Hrings, FNV, FSNV-miðstöðvar símenntunar og
                 Hólaskóla
  
       2.        Lán og lánakjör
  
       3.        Húsnæðismál skrifstofu
  
       4.        Erindi frá húsnefnd Árgarðs
  
       5.        Erindi vegna fasteignagjalda
  
       6.        Samningar um Aðalgötu 2 – kaupsamningur/afnotasamningur
  
       7.        Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um veitingaleyfi
  
       8.        Erindi frá Menningarmálastjóra Reykjavíkurborgar
  
       9.        Leigusamningur um land fyrir sorphauga
  
       10.     Samningur við Nemendafélag FNV um útvörpun funda
  
       11.     Upplýsingar um hlutdeild sveitarfélaga í þróun vísitölu neysluverðs
  
       12.     Yfirlit yfir atvinnuástand
  
       13.     Frá Hagstofu v/búferlaflutninga 2001
  
       14.     Reykjasel
  
       15.     Hlutabréf í Steinullarverksmiðjunni hf.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson.  Óskar hann eftir því að þriðji liður verði borinn upp sérstaklega og leggur einnig fram svohljóðandi bókun:
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjá ekki hagkvæmni þess að flytja skrifstofur sveitarfélagsins Skagafjarðar frá Faxatorgi 1 yfir að Skagfirðingabraut 21.  Stutt er síðan sveitarfélagið tók nýtt húsnæði að Faxatorgi í notkun og lagði mikinn kostnað í skrifstofuhúsgögn og annan búnað.  Flutningurinn mun óhjákvæmilega hafa mikinn kostnað í för með sér og er algjörlega ótímabær.  Ekki hefur enn tekist að fá breytt kaupleigusamningi þeim sem gerður var á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Búnaðarbanka Íalands.  Að svo stöddu teljum við ekki eðlilegt að sveitarfélagið fari að leigja eða kaupa húsnæði af Byggðastofnun undir skrifstofur sínar.”
                                 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Þá tóku til máls Brynjar Pálsson og Snorri Styrkársson sem leggur fram þá viðbót við 14. lið að aftan við afgreiðslu byggðarráðs komi: “og óskar jafnframt eftir viðræðum við þá um skipulagsmál.” 
Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Jón Gauti Jónsson, Ásdís Guðmundsdóttir,  Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Þriðji liður borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum gegn 5.  Tillaga Snorra Styrkárssonar um viðbót við 14. lið borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Forseti gerir þá tillögu að viðbót við lið 6 verði svohljóðandi: “Rétt er að fram komi að Sveitarfélagið Skagafjörður er að selja Náttúrustofu helmingshlut í Aðalgötu 2 en eins og kunnugt er á sveitarfélagið helmingshlut í Náttúrustofu.”Var tillaga þessi borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

    b)    Félagsmálanefnd 28. janúar.
          
Dagskrá:

  
         1.        Trúnaðarmál.
  
         2.        Áætlun um þörf á leiguhúsnæði.
  
         3.        Greint frá stöðu mála í viðræðum milli KS og Félagsþjónustunnar um
                   áframhaldandi leigu á húsnæði í Aðalgötu 21 fyrir Iðju.
  
         4.        Lögð fram til kynningar útttektarskýrsla Bjarna Kristjánssonar um
                   hæfingu og iðjur á Norðurlandi vestra.
  
         5.        Lögð fram að nýju endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
  
         6.        Lagðar fram beiðnir um rekstrarstyrki.
  
         7.        Lögð fram tillaga félagsmálastjóra varðandi beiðni um launað námsleyfi vegna
                   fjarnáms.
  
         8.  Önnur mál.
  
        Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
            Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

c)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 24. janúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.        Félagsheimili í Skagafirði - rekstrarstyrkir
  
   2.        Önnur mál
  
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Árni Egilsson óskar bókað
    að hann taki ekki þátt í afgreiðslu d.liðar 2. liðar fundargerðarinnar. 

      d)   Nefnd um endurskoðun Samþykkta sv.félagsins 28. janúar.
  
         Dagskrá:
  
         1.        Yfirfara lista yfir breytingar - framhald
  
         2.        Ákvörðun um næsta fund
  
         Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
            Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

e)   Umhverfis- og tækninefnd 23. janúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.        Borgartún, 8 Sauðárkróki. – Umsókn um viðbótarlóð.
  
   2.        Skógargata, 10 Sauðárkróki. – Lóð skilað inn.
  
   3.        Freyjugata 50, Sauðárkróki. – Lóðarveggur.
  
   4.        Iðnaðarlóðir. – Erindi frá atvinnuþróunarfélaginu Hring.
  
   5.        Varmahlíð. – Áningarstaður við Skagafjarðarbraut.
  
   6.        Önnur mál.
  
   Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
      Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Umhverfis- og tækninefnd 30. janúar.
  
   Dagskrá:
  
   1.        Skagfirðingabraut 2 Sauðárkróki, Bifröst
  
   2.        Varmahlíð – umferðamerkingar
  
   3.        Ránarstígur Sauðárkróki – gangbraut.
  
   4.        Aðalskipulag Skagafjarðar.
  
   5.        Önnur mál.
  
   Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Brynjar Pálsson, Árni
      Egilsson, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og Ásdís
      Guðmundsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði
      og samþykkt samhljóða.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við
      afgreiðslu 1. liðar.  Brynjar Pálsson óskar bókað að hann sé á móti afgreiðslu
      1.liðar.
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir.
  
   1.        Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga 22. janúar. 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.19.50 
                                                                                Elsa Jónsdóttir, ritari.