Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

47. fundur 15. febrúar 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 47 - 15.02.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 15. febrúar kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
      1. Byggðarráð 2. og 9. feb.
      2. Félagsmálanefnd 8. feb.
      3. Landbúnaðarnefnd 11. jan. og 8. feb.
2. Bréf og kynntar fundargerðir:
      1. Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarf. Skagafjarðar 31. jan.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 2. febrúar.         Dagskrá:
      1. Viðræður við Sigríði Sigurðardóttur, Skúla Skúlason og Unnar Ingvarsson.
      2. Málefni leikskólakennara.
      3. Erindi frá Vallholtslegati.
      4. Bréf frá Öldunni og Fram.
      5. Bréf frá Hótel Tindastóli ehf.
      6. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
      7. Erindi frá Trausta Sveinssyni.
      8. Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfis Höfðaborgar.
      9. Bréf frá Esbo.
      10. Styrkumsókn.
      11. Málefni áfengisútsölu á Sauðárkróki.     
      12. Málefni áhaldahúss.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar.
        Byggðarráð 9. febrúar.
        Dagskrá:
      1. Viðræður við SSNV um málefni fatlaðra.
      2. Erindi vísað frá skólanefnd 26. jan. sl.
      3. Bréf frá Síldarminjasafninu.
      4. Kaup á erfðafestulandi.
      5. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
      6. Tillaga um uppsögn þjónustufulltrúa.
      7. Bréf frá Neytendasamtökunum.
Herdís Sæmundardóttir kynnti fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar hún bókað að hún greiði atkvæði gegn fyrri hluta tillögu í 6. lið fundargerðarinnar. Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og síðan Snorri Styrkársson og óskar hann bókað að hann sé ósammála fyrri hluta tillögu í 6. lið fundargerðarinnar. Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Árni Egilsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 6. liðar fundargerðarinnar.
b) Félagsmálanefnd 8. febrúar.
    Dagskrá:
      1. Húsaleigubætur.
      2. Trúnaðarmál.
      3. Jafnréttismál.
      4. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Landbúnaðarnefnd 11. janúar.
    Dagskrá:
      1. Fundarsetning.
      2. Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda árið 2000.
      3. Forðagæsla og búfjáreftirlit.
      4. Bréf.
      5. Fjallskilamál.
      6. Önnur mál.
    Landbúnaðarnefnd 8. febrúar.
    Dagskrá:
      1. Fundarsetning.
      2. Eyðing refa og minka.
      3. Hlutverk og verkefni landbúnaðarnefndar.
      4. Bréf sem borist hafa.
      1. Frá Agli Örlygssyni.
      2. Frá Haraldi Þ. Jóhannssyni.
      3. Frá Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra Skagafjarðar.
      4. Frá Sigmundi Jónssyni.
      5. Frá Hestamannafélaginu Svaða.
      1. Kaupsamningur v/Skiptabakkaskála.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
2. Bréf og kynntar fundargerðir:
  1. a) Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarf. Skagafjarðar 31. jan.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.oo
 
                       Elsa Jónsdóttir, ritari