Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

43. fundur 14. desember 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 43 - 14.12.1999.

    Ár 1999, þriðjudaginn 14. desember kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Helgi Thorarensen, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
      1. Byggðarráð 8. desember (x2)
      2. Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 6. desember
      3. Félagsmálanefnd 7. desember
      4. Skólanefnd 7. desember
      5. Umhverfis- og tækninefnd 1. desember
      6. Veitustjórn 8. desember
      7. Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. desember
2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 6. desember
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 8. desember.        Dagskrá:
      1. Hestamiðstöð Íslands.
      2. Álagningarprósenta fasteignagjalda.
      3. Bréf frá Fiskistofu.
      4. Bréf frá Grunnskólanum á Hólum.
      5. Bréf frá Umf. Tindastóli.
      6. Bréf frá Alþingi.
      7. Bréf frá starfshópi um símamiðstöð.
      8. Viðræður við stjórn Náttúrustofu.
      9. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni ásamt bréfi frá Sigríði Sigurðardóttur.
      10. Útvarpsmál.
      11. Landamerki Ásgarðs í Viðvíkursveit
      12. Trúnaðarmál.
      13. Trúnaðarmál.
      14. Trúnaðarmál.
      15. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
      16. Bréf frá Fasteignamati ríkisins.
      17. Stofnfundur Tækifæris ehf.
      18. Bréf frá SSNV.
      19. Trúnaðarmál.
      20. Viðræðunefnd við Landsvirkjun.
      21. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
    Byggðarráð 8. desember
    Dagskrá:
      1. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
    Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðirnar. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar hún bókað að hún greiði ekki atkvæði um breytingu á 7. grein samnings við UMFT um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli, sem samþykkt er í 5. grein fyrri fundargerðar 8. desember. Þá tók Stefán Guðmundsson til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Sigrún Alda Sighvats og Helgi Thorarensen óska bókað að þau taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um 5. lið fyrri fundargerðar 8. desember. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Seinni fundargerð 8. desember borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 6. desember.
    Dagskrá:
      1. Fjárhagsáætlun.
      2. Landsmót UMFT.
      3. Bréf til Stýrihóps.
      4. Önnur mál.
    Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Helgi Thorarensen, Herdís Sæmundardóttir og Helgi Thorarensen sem leggur fram svofellda bókun:
 #GLFulltrúar Skagafjarðarlistans gagnrýna metnaðarleysi meirihlutans við uppbyggingu Félagsmiðstöðvarinnar Friðar á Sauðárkróki og fram kemur m.a. í því að ekki eru gerðar kröfur um menntun eða reynslu umsjónarmanns.#GL
Helgi Thorarensen
Ingibjörg Hafstað
Þá tók til máls Stefán Guðmundsson sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 7. desember.
    Dagskrá:
      1. Trúnaðarmál.
      2. Vinnufundur vegna jafnréttismála
      3. Önnur mál.
    Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Skólanefnd 7. desember.
    Dagskrá:
        Vettvangsferð:
      1. Tónlistarskólinn (útibúið á Sauðárkróki).
      2. Leikskólinn Glaðheimar.
      3. Leikskólinn Furukot. Leikskólamál:
      4. Sumarlokanir.
      5. Bréf frá foreldrafélagi leikskóla. Tónlistarskólamál:
      6. Gjaldskrármál.
      7. Kynntar hugmyndir um annað skipulag kennslu. Önnur mál:
      8. Fjárhagsáætlun, kynnt frumdrög.
    Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og leggur hún til að afgreiðslu d. liðar fundargerðarinnar verði frestað. Þá tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og Gísli Gunnarsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Ingibjargar Hafstað borin undir atkvæði og felld með níu atkvæðum gegn tveimur. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ingibjörg Hafstað og Helgi Thorarensen óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu d.liðar fundargerðarinnar.
e) Umhv.-og tækninefnd 1. desember.
    Dagskrá:
      1. Efra Haganes II - umsókn um leyfi fyrir sumarhús.
      2. Varmahlíðarskóli - bréf Páls Dagbjartssonar.
      3. Merki Brunavarna Skagafjarðar - mál frá síðasta fundi.
      4. Samningur um skipti eigna á jörðinni Laugarholti - Helgi og Guðmundur Sveinssynir Laugarholti.
      5. Frumdrög að fjárhagsáætlun 2000.
      6. Önnur mál.
    Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) Veitustjórn 8. desember.
    Dagskrá:
      1. Vatnsskattur fyrir árið 2000.
      2. Önnur mál.
    Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. desember.
    Dagskrá:
      1. Víðimýri.
      2. Höfði ehf.
      3. Hestamiðstöð Íslands.
      4. Önnur mál.
    Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Þá tók Gísli Gunnarsson til máls. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Árni Egilsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar.
2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
a) Almannavarnarnefnd Skagafjarðar 6. desember
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1515.
 
                 Elsa Jónsdóttir, ritari