Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

2. fundur 28. maí 2014 kl. 15:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson ritari
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson ritari
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Gestir fundarins, Þór Hjaltalín minjavörður og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri frá Sveitarfélaginu voru boðnir vegna umræðu um merkingar og aukið aðgengi að gömlu þvottalaugunum í Varmahlíð sem og ljósmyndaskilti af fjallahringnum á toppi Reykjarhóls.

Þór nefnir að skynsamlegast væri að útbúa skilti með heildarupplýsingum um minjar, gönguleiðir og aðra forvitnilega staði í nágrenni Varmahlíðar og Reykjarhóls en merkja síðan hvern stað fyrir sig.

Sigfús kom með tillögu að skiltum frá Árna Tryggvasyni hönnuði, þar sem sjá má mismunandi útfærslur. Samkvæmt minjaskrá Byggðasafns Skagfirðinga eru 50 skráðar minjar í Varmahlíð.

Ragnheiður Guttormsdóttir formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga var fengin á fundinn til ráðgjafar vegna grisjunar í skógi, þar sem hann hefur vaxið inn í gönguleiðir og gamla þvottaveginn, ásamt því að hindra útsýni af toppi Reykjarhólssins.

Farið var í vettfangsferð um svæðið, safnþrær fyrir heitt vatn skoðaðar, sem eru ofan við núverandi dæluhús við Norðurbrún. Austan í Reykjahólnum fundust merki um gamla þvottaveginn en ekki var hægt að rekja hann með óyggjandi hætti að laugarstæðinu.

Ákveðið að halda þessari vinnu áfram og mun Sigfús koma með Árna Tryggvason á svæðið þegar hann kemur í Skagafjörð á næstunni. Einnig mun stjórnin fara þess á leit við Sigurð Haraldsson á Grófargili að taka saman sögu þvottalauganna og hitavatnsvæðingu í Varmahlíð á síðustu öld.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarsetur Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.

Fundi slitið.